Mestur árangur miðað við útgjöld?

Þegar kostnaði mínum við þátttöku í prófkjöri er deilt niður á fjölda atkvæða sem mér voru greidd þá eru það rúmar 50 kr per atkvæði. Helst hefði ég viljað framkvæma mína tilraun í lýðræði algjörlega án útgjalda og athuga hvort hægt væri að ná árangri. En þátttakendur voru skikkaðir til að greiða 40 þúsund krónur í sameiginlegan kynningarkostnað.

Svæðisblaðið í Mosfellsbæ telur í síðasta eintaki upp alla þátttakendur í forvali og prófkjörum úr bænum. Þar er útbúin einhver árangurskvarði eftir því hversu ofarlega þeir lentu á lista. Þar er Ragnheiður Ríkharðsdóttir tilgreind sem sigurvegari og mál kynnt þannig að ég sitji á botninum í samanburðinum. En það eru fleiri fletir á málinu. 

Í prófkjöri Samfylkingar var auglýsingabann en í raun lítil sameiginleg hugmynda og málefnakynning. Þannig að póstnúmer, smalamennska stuðningsmanna og samtryggingar milli frambjóðenda höfðu of mikið vægi í úrslitum. En úrslit hjá Sjálfstæðisflokki ráðast að stórum hluta út frá fjármagni sem sett er í auglýsingar og kosningabaráttu.

Þannig hef ég trú á að mín kæra Ragnheiður hafi eitt hundraðfalt meira í sína kosningabaráttu heldur en ég. Þannig er ekki ólíklegt að kostnaður á hvert atkvæði hjá henni sé í kringum eitt þúsund krónur. Svo er Davíð Oddsson líka búin að setja nýtt viðmið í samkeppni. Fjöldi birtinga í google leit sé rétti mælikvarðinn á hvort einstaklingur teljist verðugur sem seðlabankastjóri. 

Út frá þessu viðmiði er ég sigurvegarinn. Gunnlaugur B. Ólafsson 47.800 vs Ragnheiður Ríkharðsdóttir 42.900. En annars vona ég að vilji til þátttöku í lýðræðinu verði ekki settur upp með þessum hætti sem einhverskonar kappreiðar. Þá gæti verið fráhrindandi fyrir fólk að leggja út á völlinn og vera virkir einstaklingar í eigin samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband