Ég heyrði í lóunni inn um gluggann

loaNýlega vaknaður fann ég goluna koma inn um gluggann og það voru vorlegir vindar. Snjólaust og hlýtt.  Frá húsinu okkar liggja akrar og ásar í átt að Úlfarsfelli. Allt í einu heyrði ég skýrt og greinilega lóu syngja dirrindí. Var reyndar búin að heyra í fréttum að hún væri búin að sjást við suðausturströndina, en að heyra söng hennar á vorin er alltaf fagnaðarefni.

Þessi fugl sem dvalið hefur einkum í Skotlandi og með vesturströnd Evrópu allt suður til Marokkó í vetur er nú kominn til að ná okkur út úr hinum kreppta þankagangi. Hún ætlast til þess að maður teygi vel úr sér, dragi djúpt andann, líti út um gluggann og segi fullur bjartsýni; Það er að koma sumar.

Lóan er komin að kveða burt snjóinn.

Kveða burt leiðindin, það getur hún.

Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,

Sólskin í dali og blómstur í tún.

Hún hefur sagt mér til syndanna minna,

Ég sofi of mikið og vinni ekki hót,

Hún hefur sagt mér að vaka og vinna

og vonglaður taka nú sumrinu mót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samgleðst þer vorvinur.

Frænka hennar er vonandi á leiðinni í Hvítársíðuna.

Þrösturinn og auðnutittlingurinn ru mættir.

Sérstök kveðja í Mosó frá gömlum kennara í Gaggó Mos.

edda magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Aprílrós

Það er svo yndislegt að heyra í Lóunni ;) og öllum fuglum ;) Eigðu yndislegann dag ;)

Aprílrós, 2.4.2009 kl. 09:08

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2009 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband