7.4.2009 | 19:20
Eyðimörk íhaldsins
Aumt er að sjá fyrrum stórveldi í pólitík arka um stefnulaust eins og dýr sem leitar að vatninu í eyðimörkinni. Þessi píslarganga verður pínlegri eftir því sem styttist í kosningar. Innvígðir stíga í pöntu til að tefja fyrir stjórnarskrárbreytingum sem ætlað er að tryggja lýðræðislegar umbætur og eignarrétt þjóðar á auðlindum.
Sjálfstæðismenn virðast ekki hafa neitt til að sameinast um. Nýfrjálshyggjan hrunin og þeir munu ekki sjá sinn Messías krossfestan á Skólavörðuholtinu nú á Páskana. Hann er orðinn útlægur úr öllum betri samkvæmum í borginni vegna óheflaðrar framkomu. Nýi foringinn veit ekki hvort að hann vill ræða við Evrópu eða ekki, veit ekki hvort að hann er á móti skattahækkunum eða ekki.
Staðreyndin er sú að meirihluti er á Alþingi fyrir þessum breytingum. Þær hafa líka breiða skírskotun til vilja almennings um pólitískar áherslur. Innlegg sjálfstæðismanna er brekkusöngur og upplestur úr lýsingum á veðurhorfum næstu daga. Að leggja sitt af mörkum til málefnalegrar umræðu færi betur en eyða orku í að reyna að skola umbótum út af borðinu.
Sjálfstæðismenn leggja fram sáttatillögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stefnuleysi sjálfstæðiflokksins minnir óneitanlega á vindáttarpólitík Samfylkingarinnar nánast frá stofnun.
Gulli (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 20:18
Flokkurinn þeirra í heild. og þó ekki allir flokksmenn, hafa það sammerkt að virðast vera ansi óttaslegnir við lýðræðið og vald og vilja fólksins. Hins vegar er það orðið ógurlega pirrandi að hlusta á formann Samfylkingarinnar endalaust fullyrða að við þurfum að taka upp Evru. Það er bara kolrangt. Við þurfum ekki neitt að taka upp Evru. Við getum tekið upp Dollar. Já, Dollar. Og bendi á rök Lofts Altice Þorsteinssonar, með Dollar og gegn Evru, í nokkrum góðum færslum í bloggsiðu hans (já, ég veit hann er Sjálfstæðismaður, enda er þeim ekki öllum allsvarnað).
EE elle (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 20:41
Þeir láta mest af Ólafi kóngi sem hvorki hafa heyrt hann nér séð. Svona kommalógík er eiginlega sprenghlægileg. Sannr bara eitt að skrifari veit akkúrat ekkert um það sem hann er að fimbufamba um. Allra síst um pólitík
Halldór Jónsson, 7.4.2009 kl. 21:21
Hvaða kommalógík, Halldór? Fólk þarf ekki að vera pólitíkusar til að segja hvað því finnst um pólitíkusa. Veit ekki hverjum þú varst að svara, en fer ekki ofan af því að finnast Sjálfstæðisflokkurinn í heild hafa komið andlýðræðislega fram og vera drulluhræddur við lýðræðið og vald fólksins í landinu.
EE elle (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 23:57
Niðurlæging SjálfstæðisFLokksins er algjör. 30 milljón króna styrkur frá Baugsfyrirtækinu FL-Group, málþóf á Alþingi, klappað fyir rógi og skítkasti á landsfundinum, formaðurinn stöðugt að skipta um skoðun, eftir því hvering vindar blása, m.a. um ESB og skattamál, fulltrúi Kolkrabbans og N1 orðinn formaður, stjórnarmaður Sjóða 9 hjá Glitni efstur í prófkjörinu í Reykjavík, bæjarstjórnarmaður þeirra í Snæfellsbæ og efsti maður þeirra í NV kjördæmi seldi vatnsréttindi undir Jölki til erlendra fjárglæframanna til 95 ára og margt margt fleira.
Sómakært fólk getur ekki kosið þennan FLokk.
Boggi (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 08:48
Og bara sorglegt að nokkur mætur maður skuli vilja ganga í og/eða styðja þann andlýðræðislega flokk sem studdur var stórkostlega með rotnum peningum.
EE elle (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:28
Halldór Jónsson virðist eins og mörg önnur íhöld vera í fráhvarfi eftir hugmyndafræðilegt hrun og að hafa verið leystir frá völdum. Hann nær þessum fína hroka sem hefur verið eitt helsta vörumerki flokksins. Sendi honum til baka kærleika og óskir um gott flæði yfir páskahátíðina.
Gunnlaugur B Ólafsson, 9.4.2009 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.