Búsáhöld

Krafa almennings um siðbót í stjórnmálum má ekki þagna. Pólitíkusarnir setja persónukjörið til hliðar af því að þeir eru búnir að fjárfesta miklu í prófkjörsbaráttu eða voru svo afkastamiklir í að safna stuðningsmönnum úr öllum flokkum til að hafa áhrif á hvar þeim er skipað á bekkinn í komandi kosningum.

Útlistun Svandísar Svavarsdóttur er sannfærandi um það samhengi sem Guðlaugur Þór var starfandi innan, sem formaður Orkuveitu Reykjavíkur, fjáröflun hjá FL group sem hafði áhuga á kaupum í REI. Bjarni Harðarson er einnig með ágæta færslu um að það er kjánalegt að setja ábyrgðina á millistjórnendur í fyrirtækjunum sem veittu styrkina.

Krafan er nú á að fjárstuðningur fyrirtækja í prófkjörsbaráttum verði birtur. Það er mikilvægt fyrir kjósendur að vita hvaðan peningurinn kemur til frambjóðenda að fara út í dýra kosningabaráttu til að tryggja sér sæti á lista. Dögg Pálsdóttir hefur bent á í færslu að hjá Sjálfstæðisflokki á höfuðborgarsvæði röðuðust menn á lista í réttu hlutfalli við eyðslu í auglýsingar.


mbl.is Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, og af því þeir eru ekki búnir að koma á persónukjöri, tapa þeir líka fylgi.  Það er fólk sem ætlar ekki að kjósa flokka.  Það er fólk sem mun kjósa litla hreyfingu eins og Borgarahreyfinguna, fremur en flokk.  Eða kýs engan.

EE elle (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Gott mál. Upp með búsáhöldin!

Hvað með beina aðkomu fyrrverandi formanna Samfó að fjáröflunn fyrir flokkinn? Hvert er siðferðið þar? Hver var síðan árangurinn af þessari auðsögnun?

Hvert er siðferðið með órökstuddum dylgjum og hálfsannleik Svandísar og kröfum til annarra en ekki til sín sjálfs?

Jónas Egilsson, 14.4.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég sá þetta ekki Jónas - þú vilt að Ingibjörg fái á baukinn en ekkert í baukinn!!!?

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.4.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband