15.4.2009 | 10:20
Mun svissneski frankinn lækka?
Efnahagur Sviss byggir að miklu leyti á bankastarfsemi og bankaleynd. Nú þegar hin mikla bankakrísa fer um veröldina og mikill þrýstingur er á svissnesk stjórnvöld að upplýsa um vafasama viðskiptaaðila, sem leitað hafa í skjól, þá hriktir í stoðum efnahagskerfisins.
Ef frankinn veikist þá munu myntkörfulánin rétta eitthvað úr kútnum. Eins dauði er annars brauð . Í nútímanum er til sjálfstætt fólk sem að er frumlegt og skapandi. Nýtir tækifæri heimsþorpsins, en það eru ekki til sjálfstæðar þjóðir. Tilvera okkar er háð samskiptum og tengslum við önnur lönd.
Innan tuttugu ára verða einungis 3-4 gjaldmiðlar notaðir í veröldinni. Með nýjum viðmiðum í viðskiptum landa á milli mun Sviss einangrast og að öllum líkindum tapar gjaldmiðill þeirra þeim forsendum sem hafa gefið honum styrk og stöðugleika.
UBS segir upp 8.700 manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Facebook
Athugasemdir
Já, þú segir nokkuð. Myntkörfufólk: Tökum okkur stöðu gegn svissneska frankanum. Kaupum ekki svissnesk úr og súkkulað.
Jón Halldór Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 13:28
Það má láta reyna á það hvort við höfum ekki lykilstöðu í framvindu gjaldmiðla í Evrópu.
Gunnlaugur B Ólafsson, 15.4.2009 kl. 23:19
Ég spyr nú bara eins og Egill Helgason: hverjir eru í stöðutöku gegn svissneska frankanum? Vantar ekki saksóknara í málið?
Vilhjálmur Þorsteinsson, 16.4.2009 kl. 00:51
Myntkörfulán eru ólögleg!
Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2009 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.