Atvinna, heimilin, Evrópa

Á tímabili leit ekki út fyrir að Evrópumálin yrðu áberandi í kosningabaráttunni. Félagi Bjarni Harðar pakkaði saman í sínum herbúðum. Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn höfðu ályktað gegn aðildarumsókn og reynt enn og aftur að gera þetta að hliðarmáli.

Eftir stóð hið hrópandi tómarúm um trúverðuga stefnu í peningamálum og við því er Sjálfstæðisflokkurinn að bregðast með útspilinu um einhliða upptöku evru. Vinstri grænir virðast ætla að komast upp með að tefla fram sinni krónu og þjóðgarðasósialisma.

Margt bendir til að atvinnumálin, hagsmunir heimilanna og framtíðarstaða okkar innan Evrópu verði helstu kosningamálin.

 


mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband