23.5.2009 | 01:50
Botnssúlur á uppstigningardag
Þeim fer fjölgandi fjöllunum sem ég hef gengið á í nágrenni Reykjavíkur. Hafði nokkuð lengi horft til Botnssúlna en líka heyrt rætt um að leiðin á Syðstu súlu (telst vera hæst þó ekki muni nema nokkrum metrum) geti verið varhugaverð vegna snjóflóðahættu.
Ákváðum á uppstigningardag þrír samkennarar að fara upp úr Hvalfirði á Botnssúlur. Þar er val að fara upp úr Brynjudal eða upp úr Botnsdal. Við völdum að fara upp úr Botnsdal af því að þannig töldum við okkur ná í fjölbreyttari náttúru.
Þar er trjárækt og náttúrulegur birkigróður með fögrum fossum sem eru skammt undan. Þar er horft til Glyms sem að er tilkomumikill og fleiri fossar eru í Botnsá. Gangan byrjar á bílastæði sem að er rétt hjá eyðibýlinu Stóra-Botni og gengið yfir í syðri hluta dalsins yfir göngubrú og þar upp með ánni.
Farið er eftir gömlum akslóða í byrjun en síðan komið á hina fornu og vörðuðu leið um Leggjarbrjót milli a og Þingvalla. Þar er stórgrýtt á köflum og því skiljanlegt hvernig þetta nafn komst á leiðina. Eftir því sem ég kemst næst er þessi hluti Botnssúlna kallaður Miðsúla.
Aðstæður til að ganga þarna upp er sérlega hagstæðar. Farið upp aflíðandi öxl sem að endar í malarhrygg sem að er að mestu upp úr snjónum. Þetta var mjög skemmtileg ganga. Fengum sól og blíðu mestan hluta, en skúrir seinasta hálftímann að bílnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.5.2009 kl. 00:39 | Facebook
Athugasemdir
Hvað þarf að gera ráð fyrir löngum tíma í göngu á Botnsúlu(r)?
Ég hef lengi horft á Súlurnar og hafa þær verið að seiða mig til sín.
Genguð þið á Miðsúluna?
Hafsteinn (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 17:43
Sæll Hafsteinn - Held það megi miða við fjóra til fimm tíma frá og að bílastæðinu. Það tekur háftíma að fjallinu, sem má telja sem klukkutíma samtals. Síðan má áætla tvo til þrjá tíma upp og rúman klukkutíma niður. Miðsúla virðist hún ver kölluð, en þar sem þær liggja eiginlega í hring þá skil ég ekki alveg hvernig það nafn er hugsað. bk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 23.5.2009 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.