25.5.2009 | 01:24
Veirusýkingar og menningarsjúkdómar
Heilbrigðiskerfið hefur öðlast nokkuð sjálfstæða tilveru og þar eru áherslur ekki endilega eftir því hvar hin taunverulega þörf liggur. Lyfjalausnir og tæknihyggja hafa gefið af sér þessa þróun. En mikið af lyfjum er ætlað að tempra einkenni, en eru ekki lækning og hafa oft neikvæðar hliðarverkanir. Tæknihyggjan gefur af sér þá nálgun að maðurinn sé eins og vél þar sem einn vandi er leystur með því að færa æð úr fæti upp í hjarta og annar vandi með því að stytta þarmana.
Hinar raunverulegu ógnanir eru fólgnar í útbreiðslu skæðra smitsjúkdóma og afleiðingum vestræns lífsmynsturs. Tiltölulega lítið fjármagn hefur verið lagt til rannsókna á eðli veirusýkinga. Þar finnst mér Íslensk erfðagreining vera að gera spennandi hluti. Meta breytileika í erfðum og hvernig hann ákvarðar hverjir sýkjast og hverjir ekki. Erfðaefni vírusins og erfðaefni einstaklingsins þurfa að passa saman til að sýking verði alvarleg. Ef til vill ætti að leyfa ÍE að nota ríkisábyrgðina sem þeir fengu á sínum tíma til að efla skilning á erfðafræði veirusýkinga?
Tveir látnir í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það var nú einn sem benti á að inflúensufaraldar skilja gjarnan eftir sig einhver dauðsföll. nema núna er það skyndilega blásið upp að þessi gerir það. og flensunni gefið nafn.
mér persónulega hefur samt fundist óvenju mikið um alskonar flensur undanfarið, og sérstaklega skæðar sýkingar sem ég hef þurft að fá pensilin kúr til að ná mér af, eins og streppikorkasýkingar í öndunarfærum, ekki sá ég neinar fréttir um faraldur þegar ég veiktist af þessum "flensum"
samt mín skoðun að það eigi að setja fólk í allavega viku sótthví eftir það kemur frá útlöndum, þetta ýkta flakk á fólki milli landa gerir ekkert nema flýta fyrir flensu útbreyðslu.
GunniS, 25.5.2009 kl. 01:57
Ég veit ekki, ég er ekki sammála ykkur. Svínaflensa virðist mér ekki vera neinn bráðhættulegur sjúkdómur. Fólk sem er "annars" hraust virðist taka þessu eins og verri kvefpest. Eins og allar Flensur tekur þessi toll hjá þeim sem eru viðkæmari, þess vegna bjóðast t.d. Flensusprautur fyrir þá sem eru í áhættuhóp.
Ég myndi frekar eyða meira púðri í að koma hér upp almennilegri barnaþjónustu, sem nær til tannlækninga. Mér er ljóst að tannlæknar hegða sér eins og Mafían gagnvart Tryggingastofnun, en gagnvart okkur foreldrunum sem eiga ekki óendanlega sjóði sem hægt er að dýfa sér í...
Ég myndi líka byrja að samhæfa meðferðir innan sjúkrakerfisins. Miðað við reynslu mína virðist sjúklingi vera skipað niður eftir versta ástandi og síðan vera fastur hjá sínum sérfræðingi (í tilfellinu sem ég þekki til - stoðkerfið mölbrotið).
Áhyggjur mínar af næringu og almennri uppbygginu líkamans í gegnum fæðu voru sagðar óþarfar. Ég var ekki viðstödd allar máltíðir á sjúkrahúsinu, en ef þetta er fæði sem kemur fólki aftur á fætur... Ég skil ekki forgangsröðunina!
Almenn skynsemi virðist vera gleymd í sjúkrakerfinu.
Kveðja, Káta
Káta (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 04:08
Það sem alltaf er að gerast er ekki frétt. Það sem aldrei eða sjaldan hefur gerst áður er frétt. Þess vegna falla venjulegar árlegar flensur ekki undir fréttir, en svínaflensan er alveg ný og því eru fréttir sagðar af henni. En í samanburði við venjulega flensu ætti hún ekki að vera fréttnæm. Óttinn við hana skapast ekki af fjölda dauðsfalla, heldur af hættunni á því að veiran geti stökkbreyst og við það orðið miklu skæðari en áður.
Íslensk erfðagreining er ekki að fást við veirusýkingar. Þeir eru að fást við erfðabreytileika og hverjir eru í aukinni hættu á að verða fyrir arfgengum sjúkdómum, en alls ekki hvort einhver geti sýkst af smitsjúkdómum. Það er allt önnur Ella.
´sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 04:52
Það verður mjög áhugavert að sjá hvort að flensan gerist skæðari með haustinu. Það er vissulega rétt að einkennin hafa verið hættulítil hjá flestum fram að þessu.
Minn punktur er að það þarf að stórefla skilning okkar á eðli veirusýkinga. Þar geta rannsóknir ÍE á samverkun erfða einstaklings og veiru varpað lósi á það hverjir sýkjast.
Erfðabreytileiki og hæfni ónæmiskerfisins skýra það afhverju menn sýkjast mismikið, afhverju sumir deyja og aðrir ekki, afhverju sumir smitast en aðrir ekki.
Frásögnin af íslensku fjölskyldunni þar sem einungis einn er veikur en aðrir hafa ekki sýkst sýnir einmitt þennan breytileika. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 25.5.2009 kl. 14:15
Framfarir vegna þess þú kallar tæknihyggju hefur t.d. byrst í stórauknum lífsmöguleikum krabbameinssjúkra svo fátt eitt sé talið. Annars vil ég nefna ágæta setningu frá Viktor Hugo. Bjarsýni er að líta björtum augum á vandamál annara
Kveðja
Finnur Bárðarson, 25.5.2009 kl. 17:41
Ágætur punktur Finnur en einhverns staðar þurfum við að staldra við. Þannig hef ég trú á að inngrip í lífsmynstur geti dregið verulega úr krabbameinum og hjartasjúkdómum (t.d. rannsóknir Dean Ornish). Þannig getur skurðarhnífurinn fjarlægt meinsemdir og lyf dregið úr einkennum en það er þó ekki lækning. Þannig er ekki æskilegt að leysa offituvandann með garnastyttingum, nema í örfáum undantekningatilfellum. Við þurfum að fara að rót vandans, finna hana skilja og meðhöndla.
Gunnlaugur B Ólafsson, 25.5.2009 kl. 18:49
"Þannig getur skurðarhnífurinn fjarlægt meinsemdir og lyf dregið úr einkennum en það er þó ekki lækning."
Jújú auðvitað er það lækning ef þú losnar við meinið og það tekur sig ekki upp aftur. Það tekst oft í mörgum tegundum krabbameina. Ef það er ekki lækning þá hlýtur merkingin að hafa breyst.
Annars voru virk lyf gegn bakteríusýkingum ein mikilvægasta bylting nútímans og það væri frábært ef svipuð bylting yrði í þróun veirulyfja. Annars er svona þróun dýr og það eru fáir alvarlegir veirusjúkdómar sem herja á vesturlönd (helst HIV). Þar sem þörfin er mest fyrir sýkingarlyf eru minnstir peningar sem gerir það ekki eins áhugavert viðfangsefni. Ekki eins og að þróa lyf við fótaóeirð eða vefjagigt fyrir ríkt fólk...
Kommentarinn, 26.5.2009 kl. 00:07
Með orðinu lækning þá er ég að vísa til þess þegar sjúkdómsferli er snúið við eða stöðvað. Vissulega má það teljast lækning eins og þú segir að ef meinsemdin er staðbundinn og við teljum að það hafi verið nokkurs konar tilviljun að hún myndaðist í tilteknum vef. Annars væri hið sjúklega ójafnvægi í líkamanum enn til staðar og gæti komið af stað kvilla í öðrum vefjum.
Niðurlag þitt vísar til meginpunkts í minni færslu. Peningasjónarmið ráða mestu í þróun lyfja og lækninga. Þannig hefur ávallt verið mikil tækjaþróun tengd hjartasjúkdómum því vel stæðir körlum er hættara við að fá sjúkdóminn. Það græðir heldur engin á rannsóknum á heilbrigðum lífstíl án tækni og lyfja.
Gunnlaugur B Ólafsson, 26.5.2009 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.