Sigmundur Davíð missir af stóra tækifærinu

Það sem er ánægjulegt í öllum leiðindunum við ICESAVE málið er að Alþingi stóðst hið lýðræðislega álagspróf. Í fjárlaganefnd var fullur vilji til að ná þverpólitískri lendingu. Svo virtist sem að allir gætu lagt fram hugmyndir til umræðunnar og reynt að vinna þeim fylgi. Fyrir þessa verkstjórn á Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar skilið mikið hrós. Þetta er rétti andinn til eflingar þingræðis. Þór Saari virðist líka hafa landað sínum fiskum og komið fyrirvörum inn í hina sameiginlegu niðurstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn og Bjarni Benediktsson sýna líka virðingarverð þroskamerki við meðferð málsins.

En á hvaða leið er Framsóknarflokkurinn með hinn nýja formann og formannskandídat? Svo virðist sem Sigmundur Davíð og Höskuldur Þórhallsson hafi glutrað niður stóru tækifæri til að vera virkir í hinu nýja og heilbrigða þingræðislega umhverfi. Þeir virðast veðja á að styrkja stoðir Framsóknarflokksins með óánægjufylgi tengdu ICESAVE. Þeir eru bara á móti. Punktur. Það er ekki ljóst hvernig þeir vilja farveg fyrir þetta mál. Í heildina finnst mér Sigmundur Davíð ekki vera að leiða flokkinn skynsamlega og þarna held ég að hann hafi misst af stærsta tækifærinu til að stimpla sig inn sem marktækur og trúverðugur leiðtogi.


mbl.is Samkomulag í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Trúverðugur?  Hvernig á hann að geta orðið það, hann er jú framsóknarmaður og náskyldur hinni gömlu maddömu. (mafíunni)

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.8.2009 kl. 22:20

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sæll vertu Gunnlaugur, ég held að framsóknarflokkurinn sé einmitt að gera það sem  rétt er í stöðunni, einmitt það að samþykkja ekki þennan ósóma sem Icesafe er! Ekki  það að ég sé framsóknarmaður heldur er ég íslendingur og mér er annt um mitt land!

Guðmundur Júlíusson, 15.8.2009 kl. 22:20

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er öllum annt um land og þjóð. Það er einföldun að gera ekki ráð fyrir að það sé sameiginlegt með öllum þingmönnum. Við getum sem þjóð og þing ekki hafnað samningnum án þess að koma með eitthvað betra útspil. Þá  eru Íslendingar orðnir sem ómarktækur glæpalýður í samfélagi þjóðanna. Mér finnst Framsókn ekki alveg vera í jarðsambandi með að leysa úr alvarlegu vandamáli af yfirvegun og ábyrgð.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.8.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Framsóknarflokkurinn, bara nafnið eitt kallar á megaskammt af Primperan.

Finnur Bárðarson, 15.8.2009 kl. 23:25

5 identicon

Framsókn féll á prófinu.

Eiður (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 23:51

6 identicon

Gunnlaugur B

Sigmundur Davíð er ekki eins og allar þessar litlu, litlu nice,  nice, Sósíalista--Samfylkingar gungur, eða eins og þessar gungur norðursins, gefandi allt icesave-málið eftir til þess eins að komast inn í þetta Sósíalista- dictatorship -bákn ESB.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 00:38

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sigmundur Davíð er ekki eins og allar þessar litlu, litlu nice,  nice, Sósíalista--Samfylkingar gungur,

 Þorsteinn.. Í það fyrsta hljómar þetta ákaflega barnalegt og dettur mér einna helst í hug að eitthvert barn hafi skrifað þetta fremur en þú og svo stenst þetta þar að auki rök... Eða er íhaldið ... sosialista samfylkingargungur ?

Það þarf nú ekki nema að sjá forsögu málsins til að gera sér grein fyrir því að ... hér er um arf fyrverandi ríkisstjórnar til núverandi og ... þar var var búið að leggja grunninn af miklu verri samningi en er núna í bígerð...  

 Þannig að það er bókað mál .. að hér er verið að reyna að gera það eina sem er hægt í stöðunni því að þó það hljómi rosalega ævintyrakennt að vera Kúba norðursins er það fjarri því að vera fýsilegur kostur... Við verðum einfaldlega að ganga frá þessum samningi til þess að eiga lánslínu frá skandenaviíu og alþjóðagjaldeyrissjóðnum tryggða. 

Brynjar Jóhannsson, 16.8.2009 kl. 07:52

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll.  Eftir bankahrunið síðastliðið haust var ljóst , og eðlilegt að hér kæmi vinstri sinnuð stjórn. Þar sem Framsóknarflokkurinn var að ná vopnum sínum eftir miklar breytingar, kom hann með óvænt spil, að styðja minnihlutastjórn VG og Samfylkinguna. Þetta var auðvitað samstarf. Ef Sigmundur hefði getað tekið upp þessa ákvörðun sína, heldur þú þá að hann hefði þá endurtekið leikinn? Nei við vitum báðir að það hefði hann ekki gert og ástæðan er ekki samstarfið við VG, heldur treystir Sigmundur Samfylkingunni ekki lengur. Hér á blogginu mátti sjá óvildina og  hatrið út í Framsóknarflokkinn frá Samfylkingunni.

Í skoðanakönnunum hefur komið fram að Icesavesamningurinn naut aðeins stuðnings 30% þjóðarinnar. Þrátt fyrir að Steingrímur Sigfússon bæri ábyrgð á þessari furðulegu samningsgerð, kom fram öflug andstaða innan VG. Samfylkingin var hins vegar einhuga, að samþykkja samninginn óbreyttan og án fyrirvara. Hér á blogginu eru yfirlýstir Samfylkingarmenn einhuga. Framsett gagnrýni t.d. frá Ragnari Hall var hædd, og gert lítið úr Ragnari sem fagmanni. Meira að segja Eva Joly var andstæðingur.

Í búsáhaldabyltingunni, var krafan  öflugt lýðræði. Krafan var um þjóðaratkvæðagreiðslu um öll stærri mál. Eftir kosningar var það um öll mál sem þjóðin hefði vit á. Ekki ESB og ekki Icesave. Um hvort banna eigi kattahald, já.

Sem frjálslyndur, umhverfissinnaður jafnaðarmaður er ekkert sem mér finnst eins mikil ógn  fyrir þjóðríki, þegar fram kemur flokkur, þar sem allir hafa sömu skoðun. Þar sem fylgismennirnir hafa líka allir sömu skoðun. Slík starfsemi flokkast ekki undir lýðræðislega vinnu, heldur alræði.

Mér skilst að ný forysta Framsóknarflokksins hafi þegar myndað sér skoðun um með hvaða flokki hún ætlar ekki að vinna með eftir næstu kosningar. Ég læt þér eftir að geta til hvaða flokkur það er.   

Sigurður Þorsteinsson, 16.8.2009 kl. 09:12

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég vil undirstrika það að ég ber enga persónulega óvild til Sigmundar og þekki hann ekki. Hafði í upphafi trú á að hann gæti endurreist Framsóknarflokkinn. Að hann væri með eitthvað "substance". Fannst skipulagsþættirnir hans frábærir.

Það er fagnaðerefni Sigurður að Samfylkingin hefur síðustu ár haldið vel á sínum málum varðandi samstöðu. Það er mikilvægt að geta siglt um ólgusjó stjórnmálana án persónukegra væringa líkt og eru að gera út af við Borgarahreyfinguna.

Kannast ekki við að það sé skilyrði innan Samfylkingar að allir hafi sömu skoðunina. Ég skrifaði einmitt á þeim nótum snemmsumars að það væri mjög mikilvægt að Alþingi færi vel yfir alla þætti þessa máls.

Samfylkingin kemur einmitt sterkust út úr þessu. Gætir að því að tryggja hagsmuni okkar í alþjóðasamfélaginu með samningi um þetta mál við Breta og Hollendinga. Fer síðan með það undir forystu Guðbjarts í gegnum nákvæma skoðun Alþingis og tryggir breiða samstöðu um meðferð þess og fyrirvara.

Kæri Sigurður - hvort ertu jafnaðarmaður eða framsóknarmaður? Hvað stendur sá flokkur fyrir í dag? Hann ætti eitthvað erindi ef að hann væri að vinna að endurvakningu samvinnustefnunnar, ræktun lands og lýðs. En þarna eru nokkrir pabbadrengir að híma yfir rústunum og nýta þær til persónulegs frama.  

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.8.2009 kl. 11:51

10 identicon

Brynjar

Samfylkingin kenndir sig við sosíalisma, þú? Nú þessi litla, litla, nice, nice Samfylking er og hefur verið eins og gunga hvað varða Icesave-málið allt saman, og það alveg frá byrjun. Jóhanna er nú búin að drulla svoleiðis yfir alla þjóðina og hana Evu Joly með því að segja í Financial Times, að við eigum að borga icesave. Já, þessi icesave-inngöngumiði  í ESB er kostar sitt og allt fyrir ESB og þeirra gallaða regluverk, ekki satt?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 13:18

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ríkissjórn Jóhönnu Sgurðardóttur var niðurlægð af stjórnarandstöðunni og völdin voru tekin af stjórninni.Þótt Steingrímur J. hafi talað mest fyrir óbreyttum samningi þá er það öllum ljóst að þjónkun Jóhönnu við gömlu nýlenduveldin var það sem Steingrímur var í raun að tala fyrir eftir hótanir Jóhönnu um stjórnarslit.í raun er komin upp sú staða að það fólk í VG sem mest talaði fyrir því að samningnum yrði hafnað, hefur tekið völdin í VG.Það fólk er líka harðast í andstöðunni gegn ESB.Það fólk náði samstöðu með öllum nema Samfylkingu.Ef ESB þjónkun Samfylkingar og áróður fyrir inngöngu heldur áfram hjá Jóhönnu má öllum vera ljóst að þessi auma landráðaríkisstjórn kratans Jóhönnu er dauðadæmd og mun hrökklast frá.Farið hefur fé betra.

Sigurgeir Jónsson, 16.8.2009 kl. 15:14

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Sigurgeir sýslungi

Ég vona að þú náir þeim þroska sem skaftfellskur samvinnumaður að færa þig yfir á næstu hæð eins og ég erði og gerast rómantískur jafnaðarmaður. Þar eru góðar leið fyrir þjóðina, álfuna okkar og í raun heiminn allan.

Engin landráð, niðurlæging, þjónkun, dauðadómar eða hótanir. Hvernig finnst þér annars myndirnar sem ég tók í gönguferðum sumarsins. Átt þú ekki eftir að fara um þetta svæði. Ég hef verið að reyna að sannfæra Þorvald um að drífa sig. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.8.2009 kl. 16:11

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið eini sanni jafnaðarflokkur landsins.Að vísu sér íslenskur jafnaðarflokkur.Myndirnar eru mjög flottar.Því miður hef ég aldrei komið lengra en inn að Illakambi,en mig dreymir alltaf um að fara lengra.Sighvatur heitinn á Brekku bað mig 1963 að fara í vikulanga göngu um Stafafellsöræfi til að smala sauðfé.Honum fannst ég léttur á fæti.En ég nennti ekki og hef alltaf séð eftir því.Ef mig misminnir ekki þá var annar síðasti ábúandi í Víðidal frá Skálafelli.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 16.8.2009 kl. 23:21

14 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ragnar í Gamla Garði sagði mér fyrir nokkrum árum að hann myndi eftir því að fá sel frá Stafafelli sem hafði verið greiðsla fyrir að pabbi hans fór í göngur. Þannig að það var leitað að samalamönnum út í Suðursveit og alveg austur í Breiðdal.

Þeir bjuggu seinast feðgarnir Sigfús og Jón. Hélt að þeir hefðu verið ættaðir úr austurátt. Álftafirði eða austar. En rámar þó í einhver Skálafellstengsl. Gat það ekki verið Helga kona Jóns?

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.8.2009 kl. 09:57

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég rakst á þetta í einhverju blaði þar sem fjallað var um ábúendur í Víðidal og líka var fjallað um ábúendur í Víðidal í útvarpsþætti fyrir nokkrum árum. Ég man ekki nafnið en það var kona sem kom frá Skálafelli.En saga ábúðar í Víðidal finnst mér merkileg þótt ekki hafi hún verið löng.Hún sýnir hvað fólk lagði á sig til að verða sjálfstæðir bændur.

Sigurgeir Jónsson, 17.8.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband