14.9.2009 | 23:36
Jafnaðarmenn allra landa sameinist
Það er flott að jafnaðarmenn koma sterkir út úr þessum kosningum. Hugsanlega mikilvægustu úrslit í ríflega hundrað ára sögu norska Verkamannaflokksins.
Nú þurfa Norðmenn að leggjast á árar með íslendingum að móta stefnu sem varðar veginn fyrir öfluga stöðu landanna í sameinaðri Evrópu.
Að norrænu þjóðirnar séu samstíga í málefnum Evrópu er mikilvægur hlekkur fyrir Ísland til að það hafi áhrif og vægi í tillögugerð.
Þannig er eining og samvinna Norðurlanda nauðsynleg forsenda fyrir áhrifum á þróun Evrópu. Frændþjóðirnar eiga meira skilið en vera óvirkur viðtakandi á löggjöf ESB.
Gott væri að Norðmenn séu með í ráðum í samningaviðræðum Íslands við sambandið. Sérstaklega hvað varðar auðlindir og stefnu í sjávarútvegsmálum.
Þessi úrslit eru persónulegur sigur fyrir Jens Stoltenberg.
Stoltenberg sigurvegarinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.9.2009 kl. 10:32 | Facebook
Athugasemdir
Bestu úrslit Verkamannaflokksins í sögu hans? Hjálp, nei. Þetta eru skárstu úrslit flokksins síðan 1993. Fyrir þann tíma var Verkamannaflokkurinn norski nær ávallt með yfir 40% fylgi, stundum jafnvel með meirihluta á þingi.
Guðmundur Auðunsson, 15.9.2009 kl. 09:25
Jens Stoltenberg er hæfur og framsýnn pólitíkus og sama verður sagt um Jonas Gahr Störe annan norskan jafnaðarmann. En þú ert væntanlega ekki Gunnlaugur að kalla yfir okkur sameiningu ykkar í Samfylkingunni við systurflokkinn Labour í Bretlandi, George Brown og hans hyski (fyrirgefðu orðbragðið) ?
Norski Verkamannaflokkurinn er hins vegar engin sérstakur ESB flokkur, þó ESB aðild sé að finna í stefnu flokksins. Hann gerir hins vegar ekki ESB aðildarumsókn að úrslitaatriði í stjórninni. Hægriflokkurinn í Noregi, flokkur atvinnurekenda er hins vegar það stjórnmálaafl þar í landi sem heldur ESB kyndlinum hæst á lofti.
Norski Verkamannflokkurinn sýndi það í kosningabaáttunni og færði honum fylgisaukingu að leggja áherslu á atvinnumál og fullt atvinnustig í landinu. Ætli Samfylkingunni veitti nokkuð af því að leita í smiðju Stoltenbergs og félaga, nú þegar flokkur þinn Gunnlaugur sýnir lágmarksmetnað í þeirri viðleitni að reyna að auka atvinnustigið hér á landi.
Þetta með stjórnmálaflokkana er eins og með systkinin, þau eru ekki alltaf lík og stundum ekki einu sinni svipur með þeim !
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 15.9.2009 kl. 09:29
Mikill sigur að halda völdum og mikill sigur fyrir forsætisráðherrann Guðmundur (en vissulega aðeins of sterkt orðað).
Það er góð ábending Einar að það þurfi að efla atvinnulífið. Þar þarf Samfylking og aðrir að spíta í lófana. Stóriðjustefnan drap verkmenninguna, sem hefði nú verið gott að hafa í landinu til að skapa gjaldeyri. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 15.9.2009 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.