Eru glæpagengin frá Póllandi og Litháen?

Í gegnum aldirnar hefur orðið Tyrki haft neikvæða merkingu í íslensku, sem rekja má til frásagna og heimilda um hin grimmilegu Tyrkjarán. Svo reyndust ránsmennirnir í raun hafa komið frá Marakkó, þannig að ef til vill var andúð okkar byggð á misskilningi. Mannvonskan sem birtist í þeim ránum sýnir að við þurfum að vera á varðbergi gagnvart utanaðkomandi ógn.

Mikil umræða var um að banna með lögum starfsemi Vítisengla þar sem að félagsskapurinn væru skipulögð glæpasamtök. Þannig tóku íslensk stjórnvöld afstöðu gegn einstaklingum innan vébanda þessarar mótorhjólasamtaka. Nú er komin upp hysterísk viðbrögð yfir því að Guðrún Þóra Hjaltadóttir viðrar hugmyndir um þjóðerni glæpagengja.

Í Fréttablaðinu í morgun tjáir samkennari hennar sig á þeim nótum að hún hafi gerst sek um að vera með kynþáttafordóma sem að geti komið fram í starfi hennar sem kennari við Hagaskóla. Þarna hef ég sterka tilfinningu fyrir því að sé gengið fram með miklu offorsi. Þó ég þekki ekki Guðrúnu persónulega þá hefur mér ætíð þótt hún vera hlýleg manneskja.

Við þurfum að skilja mun milli þjóða. Ef það er tilfellið að glæpagengi komi meira frá tilteknum löndum, þá þurfum við að geta skilið hvers vegna það er. Efla samstarf við lögeglu í þessum löndum og uppræta vandann. Það gerum við ekki með einhverri þöggun eða að álykta að þeir sem vilja á yfirvegaðan hátt ræða vandamálið séu á móti öllum einstaklingum af tilteknu þjóðerni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Það eru og verða alltaf til einstaklingar sem slá sig til riddara umburðarlyndisins.

Ekki má ræða vandamál og slæma þróun þar sem erlendir einstaklingar sem koma við sögu, því þá er það rasismi.

Þetta er heimskulegt, í besta falli.

Tek undir með þér, það þarf að taka á þessu vandamáli. Í fyrra voru fleirri útlendingar í gæsluvarðhaldi heldur en íslendingar. Samt eru íslendingar 280.000 fleiri hér á landi.

Þetta sýnir fram á alvarlega þróun sem verður ekki leyst með þöggun og ásökunum um rasisma á þá sem ræða þessi mál.

ThoR-E, 15.9.2009 kl. 10:32

2 identicon

Voru þettað ekki Tyrkir sem komu frá Marakkó?Held að það hafi ekki verið beint flug frá Tyrklandi á þeim tíma.

Ingi Torfi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 10:38

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll félagi!  þetta er ekki spurning um hlýleika.  Þetta er spurning að geta fordæmt hið illa án þess að drga fólk í dilka eftir uppruna, litarhætti eða trúarbrögðum. Því miður skortir mikið upp á það að allir nái þessari hugsun.  Mikið veltur á kennurum, styjórnmálamönnum og fjölmiðlamönnum að þeir falli ekki í gryfju kynþáttafordóma.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 15.9.2009 kl. 11:09

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Umburðarlyndi er verðugur mannkostur. En þegar vegið er að starfsheiðri kennara vegna þess að hún hafi velt fyrir sér þjóðerni glæpagengja, finnst mér það einmitt vera skortur á umburðarlyndi, alla vega eins og það birtist mér í blaðinu í morgun að farið væri að efast um hæfni viðkomandi til að kenna börnum af tilteknum uppruna.

Hérna er á vísindavefnum útskýring á því hvaðan þeir komu sem framkvæmdu Tyrkjaránið. Orðið var notað yfir alla múslima og hefur ekkert með núverandi Tyrkland að gera.

Ástand og skipan samfélaga er breytileg og getur gefið af sér tilhneigingar. Það er ekki sama og að litarháttur, þjóðerni eða trúarbrögð muni gefa af sér óæskilega eiginleika. Þannig hefur samfélagsrýni veitt innsýn inn í þjóðfélagsaðstæður í Þýskalandi sem gáfu af sér farveg fyrir einræðisherra.

Ef að það er raunin að hátt hlutfall glæpagengja hér á landi kemur frá tilteknum löndum, þá eru það upplýsingar sem við eigum alvega að þora að hafa í opinberri umræðu. Ekki til þess að dæma alla einstaklinga af ákveðnu þjóðerni, heldur til að leita skýringa, efla skilning og síðast en ekki síst að finna leiðir til úrbóta.

Mannskilningur og jákvæð samskipti milli hinna fjölbreytilegu þjóðerna, sem byggja álfuna okkar er svo sannarlega verkefni fræðara og annarra sem bera uppi opna umræðu í landinu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.9.2009 kl. 13:07

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hugsun án kynþáttafordóma er ekki umburðarlyndi.  það er hugsun án kynþáttafordóma. Sá sem hugsar þannig þarf ekki að vera umburðarlyndur gegnvart glæpagengjum frá Pólandi, síður en svo...en hann ætlar ekki pólverjum glæpinn...svo að ég einfaldi nú röksemdafærsluna. Þetta á ekkert skylt við umburðarlyndi.

Voru það ekki menn frá Alsír sem frömdu Tyrkjaránið  en fyrst og fremst þó alþjóðlegir glæpamenn.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 15.9.2009 kl. 13:44

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við höfum upplýngar um að ungir ökumenn lendi frekar í umferðaróhöppum en aðrir. Það er hægt að bregðast við því með tvennum hætti. Tala því máli að fólk eigi ekki að fá bílpróf fyrr en 25 ára og útiloka þennan hóp frá vegum landsins eða að nota þessar upplýsingar til að beina fræðslu og aðgerðum að þessum hópi til að draga úr þessari hegðun.

Þekki ekki tölfræðina, en það hefur verið áberandi í umræðunni að það séu þjófagengi að koma hér endurtekið frá ákveðnum löndum. Ekki dettur mér í hug eina sekúndu að fólk í þessum löndum hafi meira þjófseðli en aðrar þjóðir eða að það eigi að draga úr frelsi þeirra til að koma hingað til lands. Hinsvegar finnst mér að þetta geti verið upplýsingar sem að eigi alveg erindi inn í umræðu um leiðir til að draga úr glæpum.

Það voru ekki mín orð að það þyrfti umburðarlyndi til að vera án kynþáttafordóma, það er bara hið eðlilega og sjálfsagða. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.9.2009 kl. 15:22

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Við erum að tala í tvær áttir.  Það er grundvallarmunur á því að segja:.........mörg glægengi koma frá Póllandi  (maður þarf helst að hafa eitthvað fyrir sér í því að það sé rétt) eða að segja .........glæpagengið kom frá Póllandi..pólverjar eru varasamir.  Þetta er mjög einfalt, þú ert ekki að halda uppi vörnum fyrir racisma en því miður er hann áberandi hér á netinu og ætti að skapa fyrilitningu sérstaklega ef kennarar, stjórnmálamenn eða fjölmiðlamenn gers sig seka um slíkt.

Baldur Kristjánsson, 15.9.2009 kl. 20:00

8 identicon

Á þeim tíma sem Tyrkjaránið var framið var veldi Tyrkjasoldáns miklu stærra en Tyrkland nú er og náði þá næstum kringum Miðjarðarhafið og langt inn í Asíu.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 23:13

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir orðræðuna, kæri Baldur, það er gott að hafa þína þekkingu á þessum málaflokki. Mitt innlegg var ekki að leggja rasisma (og ég hef ekki kynnt mér hvort GÞH hefur farið óvarlega í yfirlýsingum) lið. Ég vil bara að það sé eðlilegt svigrúm á að segja hlutina eins og þeir eru. Að ef það er tilfellið að glæpa- eða þjófagengi koma meira frá sumum löndum þá verði leitað skýringa á því. Með skilningi er hægt að bregðast við vandanum.

Unglingurinn

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.9.2009 kl. 23:43

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

sendi óvart of fljótt :)   ... Unglingurinn minn var að ljúka við skáldsöguna Strákurinn í röndóttu náttfötunum. Hann var leiður yfir endinum þar sem sonur þýska herforingjans hafði laumað sér inn fyrir girðinguna til vinar síns og lendir með honum í gasklefanum. Tilfinningarnar, gleði og sorg eiga sér ekkert þjóðerni eða landamæri.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.9.2009 kl. 23:51

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Eftir að ég setti þessa færslu hefur komið í fréttum að karl og kona frá Litháen voru handtekin í Leifsstöð með mikið magn fíkniefna. Óljóst er hvort að tengsl eru milli málana og því væntanlega þörf á samstarfi við lögregluyfirvöld í Litháen.

Í morgun er frétt af ræðismanni Póllands sem bíði þess að fá nafnalista yfir Pólverjana sem stóðu fyrir umfangsmiklum þjófnaði hér á landi fyrir skömmu. Hann ræðir samstarf íslensku og pólsku lögreglunnar. Möguleikann að vísa þeim úr landi svo þeir afpláni sína refsingu í Póllandi en verði ekki birgði á íslenskum skattborgurum.

Allt sýnir þetta merki um opna og eðlilega umræðu þar sem þjóðernið skiptir máli í því samhengi að rekja málið og leysa. Ekki til að dæma. Þessa þætti þarf að ræða milli landana og engin ástæða til að þagga niður eða stinga höfðinu í sandinn.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.9.2009 kl. 08:50

12 Smámynd: ThoR-E

Nákvæmlega. Pólverjar eru flestir gott fólk, þeir voru þeir einu fyrir utan Færeyinga sem buðu okkur lán án Icesave kúgunar.

En það breytir því ekki að hér eru glæpahópar frá þessu landi sem eru að fremja glæpi.

Það vandamál leysist ekki með því að þagga það niður og kalla alla rasista sem ræða þessi mál.

Furðulegt alveg.

ThoR-E, 17.9.2009 kl. 12:45

13 identicon

Af bloggi Guðrúnar Þóru Hjaltadóttur:

8.9.2008 | 13:44

Ég er rasisti, get ekki annað. Ég er rasisti og ætla mér ekki að breytta því.

19.10.2008 | 21:02

Ég hef aldrei farið leynt með það, að vera Rasisti.

Hversemer (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband