Er Lyngdalsheiði boðleg ferðamönnum?

Fór stórkostlega ferð um suðurland í dag. Þó nokkuð væri skýjað hér og þar, þá elti sólin okkur mest allan daginn. Regnboginn var oftast skammt undan.

Mér fannst veguriin yfir Lyngdalsheiði frá Þingvöllum þar til er komið niður að minni gömlu mennatastofnun á Laugarvatni með ólíkindum.

Vegurinn er meira en þvottabretti, það eru stórar og miklar holur í veginum. Þessi vegur er miklu verri en Kjalvegur þar sem við snérum við á Bláfellshálsi.

Hér er þó um einn fjölmennasta þjóðveg landsins að ræða, sem leiðir ferðamenn um helstu náttúruperlur í nágrenni Reykjavíkur.

Jafnvel þó að reiknað hafi verið með að Gjábakkaleið yrði opnuð fljótlega og jafnvel þó að það sé kreppa, þá hljótum við að hafa efni á að senda þangað veghefil hálfan dag.

Tók myndir af veginum á Lyngdalsheiði, sem eru hér með. Þá kom að húsbíll. Ég vorkenndi útlendingunum. En þegar betur er gáð þá eru þau skælbrosandi.

Held að það sé skki vegurinn, heldur eru allir svo bjartir í hjarta sem keyra um á FIAT.

Lyngdh

Lyngdh2Lyngdh3

 

 

 

 

 

 

 

 

Lyngdh4

Unnið að framkvæmdum við Gjábakkaveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg furðulegt með okkur Íslendingana, við þykjumst vera fremstir meðal þjóða þegar kemur að menntunarstigi, tæknivæðingu og fljótir til að taka upp nýjungar. En svo þegar að kemur að stofnþáttum hvers samfélags, þ.e. samgöngukerfi, þá erum við eins og einhver frumstæð þjóð úr svörtustu Afríku.

Útlendingarnir eru í sjöunda himni. Þeir hafa aldrei lent í öðru eins og þetta er eins og hvert annað ævintýri fyrir þá.

Ég fór líka á Þingvelli í gær, fegurðin og haustlitirnir ólýsanlegir.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 09:00

2 Smámynd: Björn H. Björnsson

Ég fór þarna yfir í gær og ég verð að segja að ástandið á veginum hlýtur að vera rannsóknarefni. Hver sér um að reka þennan veg? Hvað koastar það á ári? Og er þetta eðlilegur árangur?

Björn H. Björnsson, 20.9.2009 kl. 13:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hefði fyrir löngu átta að vera búið að malbika þennan veg án þess að hækka hann upp eða breyta nema á verstu snjósöfnunarstöðunum.

Þetta er gamli Konungsvegurinn frá 1907 að stofni til og því mjög merkilegur og gagnlegur hluti vegakerfis okkar.

Það hefði átt að stytta leiðina frá Laugarvatni til Reykjavíkur fyrir venjulega umferð á annan hátt en að leggja aukaveg mun neðar um Lyngdalsheiði þar sem fólk á eftir að sakna hinna góðu útsýnisstaða og skemmtilegra náttúru- og mannvistarminja rétt við veginn.

Ómar Ragnarsson, 20.9.2009 kl. 15:08

4 identicon

Tek undir með Ómari. Af gamla veginum sem Gunnlaugur talar um er frábært útsýni og því vinsæl leið fyrir ferðamenn. Landvernd gerði þá athugasemd við nýtt vegstæði að lítið útsýni yrði af veginum og þjónaði hann því ekki hagsmunum ferðaþjónustunnar. Einhverra hluta vegna hefur hann samt ár eftir ár verið í þessu ástandi. Þegar ferðast er um Evrópu er víða að finna ferðamannavegi um falleg landsvæði s.s. Chianti-veginn.

Einhvern veginn finnst manni að Þingvellir ættu að skipa þann sess í menningu Íslendinga að svæðinu  væri hlíft við hraðbrautarstemningu. En í stað þess að hlúa að mikilvægustu menningarverðmætum þjóðarinnar er nú tekin sú áhætta að Þingvellir verði teknir af heimsminjaskrá UNESCO. Svona verklag er virkilega dapurlegt!

Sigrún P (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 18:01

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir innlit og umræðu.  Góðar ábendingar um mikilvægi þess að halda útsýnisstöðunum. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.9.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband