21.9.2009 | 09:52
Hálf milljón á tónleikum í Havana
Í gær var rauði liturinn ekki áberandi á byltingartorginu, heldur sá hvíti. Talið er að á milli 400 og 500 þúsund hafi mætt á tónleika sem suður ameríski tónlistarmaðurinn Juanes skipulagði og fékk til liðs við sig fjölda listamanna. Hópur kúbanskra innflytjenda á Miami í Flórída mótmæltu tónleikahaldinu þ.s. að þeir vilja einangra stjórn Kastró. En Juanes hafði stuðning Obama stjórnarinnar og hitti á Hillary Clinton utanríkisráðherra í síðustu viku.
Mér finnst gaman að hlusta á og dansa við suður ameríska tónlist. Lagið La Camisa Negra með Juanes hefur verið í uppáhaldi. Hef fulla trú á að gleðin í tónlistinni og einstaklingar eins og þessi vel innréttaði tónlistarmaður geti náð yfirlýstu markmiði tónleikana "Friður án landamæra". Set hér inn tengla á nokkur myndbönd, sem að eru komin á Youtube nokkrum klukkutímum síðar. Þar eru meðal annarra Juanes og Olga Tanon.
Risatónleikar í Havana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Athugasemdir
Alltaf stuð á Kúbu!
Emil Hannes Valgeirsson, 21.9.2009 kl. 17:43
Sæll Emil Ég á eftir að fara í Kúbureisu. En það hljómar eins og þú hafir kynnst mannlífinu þar .... jafnvel dansað á byltingartorginu? Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.9.2009 kl. 23:38
Svona nokkurn veginn, allt um það hér: http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/920244/
Emil Hannes Valgeirsson, 28.9.2009 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.