Á að takmarka umferð fjórhjóla og krossara?

Útivist og gönguferðir eru bæði mitt starf og yndi. Síðustu ár rekst ég æ oftar á skemmdir á náttúrunni sem að tengjast leikaraskap á mótorhjólum. Kraftmikil fjórhjól og krossarar eru nýttir til að framkalla kikk augnabliksins og tæta upp náttúruna. Fara yfir mosavaxin svæði, keyra upp litfagrar líparítskriður eða stytta sér leið yfi birkikjarr.

Þessi farartæki eru í mikilli tísku um þessar mundir og svo virðist sem að foreldrar afhendi börnum sínum þessar öflugu græjur sem leiktæki. Vissulega er það fyllilega skiljanlegt að krökkum og unglingum finnist skemmtilegt að geysast um á slíkum farartækjum. En það er ekki síður mikilvægur hluti af uppeldi að kenna ungu fólki að bera virðingu fyrir náttúrunni.

Mótorhjol

Motorhjol2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki spurning. Það er ömurlegt að sjá örin eftir þetta vítt og breitt um landið.

hilmar jónsson, 29.9.2009 kl. 13:32

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég stakk upp á því þegar að ég sá tolvuvert víða skemmdir á rölti um heimasvæði fyrir austan að það yrðu gerð einhver skilyrði fyrir því að mega keyra um á fjórhjóli eða krossara. T.d. væri eitt þeirra að þekkja 50 plöntutegundir!!! Tryggja að þetta séu ekki alveg skynlausar skepnur á fjölbreytilega náttúrunnar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.9.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband