55% óttast aðildarviðræður

Ríflega helmingur af á þriðja hundrað þáttakendum svarar því játandi að þeir óttist aðildarviðræður við Evrópusambandið. Segja má að þetta sé sálfræðileg könnun. Því í raun er þetta mat á hinu óþekkta. Áróður gegn sambandinu þrífst á tortryggni.

Þjóðarsálin er á tauginni full af vantrausti til alls og allra. Þá er auðveldast að finna einhvern blóraböggul. Ah, ha Evrópusambandið. Meira að segja sameiningartáknið okkar hann Ólafur Ragnar lét hafa það eftir sér að ESB hefði átt að hafa öflugra eftirlit með honum og víkungunum.

En takið eftir eðli spurningarinnar. Það er ekki spurt hvort fólk óttist að samningamenn okkar nái litlum árangri í aðildarviðræðum. Það er bara spurt hvort viðkomandi sjái ástæður til að óttast viðræður. Að leita eftir því hvort við getum náð ásættanlegri stöðu til að vera fullgild í samvinnu innan Evrópu.

Nei, við viljum bara ekki tala við Evrópu. Við viljum vera í þjáningunni og eigum ekkert betra skilið.

Evropa 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er alrangt hjá þér sökum þess að þetta er ekki mat á hinu óþekkta í þessu tilviki heldur hafa menn upplýsingar um göngu annara þjóða inn í ríkjasambandið og af þeim hinum sömu upplýsingum sem eru þær hinar sömu hjá hverri þjóð á fætur annarri hafa menn getað myndað sér skoðun Gunnlaugur.

Burtséð frá því hvort Samfylkingin einn flokka hér á landi hefði það hið sama stefnumál að ganga þarna inn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.9.2009 kl. 01:45

2 Smámynd: Ævar Einarsson

Sæll og blessaður. Fyrst vil ég þakka fyrir marga ágæta pistla, en ég les oft það sem þú leggur út á bloggið. Ég get verið sammála því að þjóðarsálin sé á tauginni og leiti sér að blórabögglum. 

Eitt av því sem mér hefur fundist einkenna þitt blogg er einmitt hæfileiki þinn til að finna blóraböggla.

Kveðja,

Ævar

Ævar Einarsson, 30.9.2009 kl. 05:58

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Guðrún, það er alls ekki rétt að það sé þekkt hvað komi út úr viðræðum. Jafnvel þó það væri ljóst, þá eiga engir að þurfa að vera óttaslegnir. Samningur verður settur í þjóðaratkvæði. Þannig að ef málið fær lýðræðislega og faglega meðhöndlun þá er ekkert að óttast.

Ævar, takk fyrir að líta reglulega við. Veit ekki annað en ég sé umburðarlyndur og alltumvefjandi kærleiksbolti nema ef vera skyldi gagnvart íhaldinu. Það er líka mikilvægt forvarnarstarf að vara við pestum og plágum  .

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.9.2009 kl. 10:24

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Dálítið sérstakt og þó. Hefðbundin vinnubrögð hins hrædda við að þurfa að beygja sig. Utanríkisráðherrann kemur með þúsundir fyrirspurna frá EB allt upp á ensku. Hvað er verið að fela fyrir almúganum sem ekki skilur hvað verið er að fjalla um? Svo belgir þú þig út Gulli og talar um að almenningur sé hræddur. Auðvitað er almenningur hræddur, hræddur við það sem hann þekkir ekki og skilur ekki. Skárra væri það nú þó fólk gjaldi varhug við því sem páfinn tuldrar á Latínu og fólkið skilur ekki. Hann gæti þess vegna verið að fara með örgustu klámvísur. Hvað út úr viðræðum við EB kemur liggur alveg kristaltært fyrir. við munum þurfa að skrifa undir afsal eftir afsal. Við skulum bara viðurkenna að margir þeir fræðingar sem hafa fjallað um efnahagsmál þjóðarinnar undanfarið hafa haft rétt fyrir sér. Mjög mislukkaðir stjórnmálamenn hérlendis, alveg frá stofnun lýðveldisins hafa fallið í þá gryfju að halda að þjóðin lifi á fjármagnseigendum. Þeir hafa neitað að viðurkenna þá staðreynd að þessi þjóð hefur lifað á framleiðslugreinum sem bornar hafa verið uppi af berum höndum alþýðu þessa lands. Krónunni hefur verið riðið á slig svo að segja á hverjum degi frá því hún var tekin í notkun. Hvaða kerruklár mundi hafa þolað þess háttar meðferð í svo langan tíma? Við skulum bara viðurkenna staðreyndir Gulli minn. Allir stjórnmálaflokkar landsins hafa tekið þátt í að eyðileggja gjaldmiðil okkar með því að taka stöðu gegn henni á markaði. Þar hafa kratar farið blóðugir upp að öxlum eins og hinir og nú vilja þeir fela ósómann með því að fela sig á vald EB.

Þórbergur Torfason, 30.9.2009 kl. 14:21

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við megum samt ekki óttast það að verða hrædd um að óttast um að verða hrædd við að ESB muni verða ósanngjarnt við okkur í samningum.

Ef við hugsum þetta af fullu raunsæi hvaða tilgangur er í því að standa áfram í dyragættinni. Með ees samninginn en ekki virk.

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.9.2009 kl. 17:29

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gunnlaugur minn, þú hefur víst ekki tekið eftir hvernig ríkisstjórn Íslands hélt á málum með Icesave samninginn. Það ver ekki svo lítið fjallað um það í sumar.

Það er full ástæða fyrir Íslendinga að vera á varðbergi gagnvart samninganefndum sem þessi ríkisstjórn setur á fót og eiga að véla um fjöregg þjóðarinnar. Traust á samninganefnd sem sett er saman af Samfylkingunni hlýtur að vekja ugg í hvers manns brjósti.

En það er þakkar vert að þú skulir ekki bera fyrir þig "hlutfallslega stöðugleikann", því hann hefur nú verið gataður eins og húfa á rjúpnaskyttu.

Ragnhildur Kolka, 30.9.2009 kl. 19:34

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skringilegt hvernig þú skrifar, Gunnlaugur: "það er alls ekki rétt að það sé þekkt hvað komi út úr viðræðum." – Það liggja fyrir slíkar niðurstöður viðræðna við margar þjóðir, m.a. Norðmenn. Þær niðurstöður eru ekki til að hrópa húrra fyrir.

Svo talarðu um tortryggni gagnvar Evrópubandalaginu. Ertu hissa á því? Geturðu reynt að setja þig í fótspor annarra? Gæti t.d. verið, að bandalagið sé eins og kötturinn gagnvart músinni, Íslandi? Raunar ekki. Bandalagið er um 1580 sinnum öflugra í fólksfjölda. Þetta er eins og köttur og fiðrildi í samanburði.

Þar að auki er það algerlega rétt sem þær Guðrún María og Ragnhildur Kolka segja.

Þessari ríkisstjórn er ekki treystandi fyrir neinum samningaviðræðum við fulltrúa annarra ríkja.

Jón Valur Jensson, 30.9.2009 kl. 22:38

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er engum betur treystandi en ríkisstjórninni af þim sem að eru nú í hinu póltíska litrófi.

Nú þarf að ljúka Ice Save málinu með hraði. Það er í raun ekki annað en einfalt innheimtumál. Hluti af heildaruppgjörinu á hruninu. Bretar og Hollendingar hafa borgað fólki tryggingarupphæð vegna íslensks banka.

En það er slæmt að búast við því að 28 lýðræðisríki muni fara að leika sér að Íslandi eins og köttur að mús. Það er hugsun full af tortryggni og jaðrar við að vera ókristileg.

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.10.2009 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband