9.10.2009 | 01:00
Forsetinn meti stöðu sína
Mér fannst hann vera rétta kryddið sem við þyrftum í tilveruna á móti hinum sterku hægri öflum sem voru í stjórnarráðinu undir forsæti Davíðs Oddssonar.
Mér fannst fyndið að sjá hversu mörg forpokuð íhöld sem töldu sig ein réttbær til tignar og valda voru pirruð út í forsetann.
Mér fannst hann hafa gegnt góðu hlutverki að innleiða lýðræðislegar áherslur í starfshætti Alþýðubandalagsins í stað valds örfárra fulltrúa sannleikans.
Mér fannst hann vera með áhugaverða viðleitni að gera forsetaembættið meira gildandi, þannig að viðfangsefnin væru fleiri en menningin og móðurmálið, skógræktin og föðurlandið.
En nú er ég orðinn óánægður með forsetann minn.
Mér finnst hann ekki hafa gert nægjanlega grein fyrir þátttöku sinni í útrásinni. Hann virðist á sama báti og íhaldið að geta ekki viðurkennt að hann hafi nokkurn tíma gert mistök.
Mér finnst hann leggja meira upp úr fjölmiðlum og partíum erlendis en að efla samhug og samræðu með eigin þjóð.
Mér finnst miður að hann horfist ekki í augu við græðgivæðinguna og spilaborgina sem voru algjörlega íslenskar afurðir, en reyni að færa ábyrgðina á evrópskar eftirlitsstofnanir.
Mér finnst að forsetaembættið hefði getað gegnt lykilhlutverki í orðræðu og endurskoðun á innviðum samfélagsins. En það virðist ekki ætla að verða gæfa Ólafs Ragnars Grímssonar.
Ólafur Ragnar í Forbes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Facebook
Athugasemdir
Hin ágætasta færsla. Tek heilshugar undir seinnipartinn hjá þér (hef s.s. aldrei verið hrifinn af ÓR og er stoltur af því að hafa aldrei kosið hann). Hann er sérstaklega duglegur að tjá sig í erlendum fjölmiðlum (sem hefur valdið misskilingi hjá hinum erlendum blaðamönnum). Hann virðist ekki geta tjáð sig um hrunið innanlands heldur bara utan. Ég held að maðurinn þurfi að gera meira en að íhuga stöðu sína. Hann á bara að hætta strax.
Guðmundur St Ragnarsson, 9.10.2009 kl. 01:36
Mér finnst forsetaembættið vera embætti virðingar, samstöðu og samhugs þjóðar í gleði og sorg.
Mér finnst sá er nú situr í embætti forseta Íslands hafa glatað allri virðingu þjóðarinnar.
Mér finnst að enginn ætti að þrásitja í því embætti án virðingar.
Þess vegna á sá er nú situr í embætti forseta Íslands, tafarlaust að segja af sér, af virðingu við þjóðina.
Virðingarfyllst,
Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.10.2009 kl. 05:58
Þetta hafðirðu upp úr því að láta óvild í garð eins manns ráða mati þínu á alls óskyldum aðila. Þessi viðurkenning getur orðið fyrsti vísir mannrækrar þinnar.
En þetta er gott fyrsta skerf.
Ragnhildur Kolka, 9.10.2009 kl. 17:13
Don´t jump to conclusions Ragnhildur! Ólafur var nauðsynlegur til að hindra frekari einræðistilburði Davíðs og hefur oft staðið sig mjög vel. Mér finnst hann bara ekki í takt við þjóðarsálina núna og ekki kunna að skammast sín frekar en fulltrúar græðgisvæðingar og nýfrjálshyggju.
Gunnlaugur B Ólafsson, 9.10.2009 kl. 18:23
ÓRG er bæði öflugur og starfsamur maður - og kjarkmaður gagnvart pólitísku ofríki og yfirgangi - bæði sem ungur og áhugasamur Framsóknarmaður og síðar sem forseti Lýðveldisins.
Ekki það að ég hafi endilega metið hann útfrá hans pólitíska lokaspretti í Alþýðubandalaginu - ég þá pólitískur heimilsileysingi.
Ólafur hefur samt orðið fyrir fráleitum áróðri - og honum kennt um einhverja framvindu útrásarinnar. Forsetaembættið þarf að njóta sannmælis - óháð einstaklingnum.
Bæði ættu menn að velta fyrir sér hvernig "viðskiptalífið" og pólitík hægri manna og pressan öll hefði tekið því ef ÓRG sem forseti Íslands hefði neitað að vinna með og sinna hagsmunum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna á erlendri grund - og líka að horfa til þess að forsetinn er aleinasta ráðamaðurinn sem beint hefur íjað að afsökunarbeiðni - með orðum í þá veru í áramótaávarpi sínu.
Hann hins vegar er ekki að lesa landið rétt að því leyti að almenningur er sennilega ekki tilbúinn til að leggja við hlustir þegar hann boðar einhverja stefnu - eða túlkar útrásina í útlöndum. En þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar og ráðherrarnir yfir höfuð eru ekki að boða neina framtíðarsýn - eða stefnu yfirelitt - þá kunna orð forsetans að virka þyngri en ella.
Gæti sem sagt ekki staðið meira upp á aðra en ÓRG?
Benedikt Sigurðarson, 9.10.2009 kl. 22:02
Heill og sæll Benedikt
Þetta er flest satt og rétt hjá þér. Mér finnst þó hæpinn þessi vínkill hjá honum að setja ábyrgðina á eftirlitsstofnanir út í Evrópu frekar en að horfa í eigin barm og neysluhyggju þjóðarinnar síðustu ár.
Þögn hans hefur líka verið óþarflega mikil. Hann er sennilega í bestri stöðu til að tala kjark í mannskapinn.
Sá þig í Borgarholtinu tilsýndar, var á hlaupum en hélt e.t.v. að ég rækist kanski á þig í matsalnum. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 9.10.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.