Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Girðingar á íbúalýðræði

banghead1Sveitarfélög eru misviljug á íbúakosningu í umdeildum deilumálum um framtíðarþróun byggðar og umhverfis. Að berja höfðinu við stein er hvorki árangursrík leið fyrir bæjaryfirvöld né íbúa. Skipulagsmál eru samvinnuverkefni. Það er mikilvægt að hafa viljann til að hlusta og taka tillit til sjónarmiða. Í þeim tilfellum þar sem að ekki næst sátt um málamiðlun getur átt við að gefa íbúum tækifæri á að kjósa um valkosti. Hafnarfjörður miðar við að ef 20% íbúa eða fleiri óska eftir kosningu þá fer hún fram. Um helmingur Mosfellinga óskaði eftir því að hafa áhrif á staðsetningu nýrrar sundlaugar, en það var hunsað og nú hefur stór hluti bæjarbúa sínar áherslur og meiningar um vegtengingar um Varmársvæðið, sem gegnir hlutverki útivistarbeltis, sem mikið er notað af hjólandi, gangandi og ríðandi vegfarendum. Aftur kemur í ljós að ferlið um aðkomu almennings í skipulagsmálum er sýndarmennska í Mosfellsbæ.

Það er merkilegt að sjá lagningu hinnar umdeildu tengibrautar um Álafosskvos sem nú er byggð upp áður en deiliskipulagið er búið að fara í gegnum skipulgsferlið,kynningu og hina lögboðnu aðkomu almennings að ferlinu.

http://varmarsamtokin.blog.is/blog/varmarsamtokin/entry/251719/

Leiðari Morgunblaðsins í gær er mjög samstíga áherslum Varmársamtakanna á íbúalýðræði. Þar segir meðal annars;

"Mótmælum, fundarhöldum, nýjum hugmyndum, íbúasamtökum, hverfasamtökum, öllu þessu eiga forráðamenn bæjarfélaganna að taka með opnum huga, minnugir þess, að þeir eru kjörnir í sveitarstjórnir til þess að vinna fyrir fólkið en ekki fyrir sjálfa sig.

Tími hins beina lýðræðis er runninn upp. Með slíku lýðræði í framkvæmd hefur lýðræðið náð þeirri fullkomnun, sem hægt er að ná."

http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/251757/

Undirritaður hefur bæði á táknrænan og raunverulegan máta tekið að sér að fella girðingar á íbúalýðræði, sem virðast óvenju háar í Mosfellsbæ og aðkoma almennings og íbúasamtök eru þar gerð tortryggileg. Ef til vill er rétt að setja af stað undirskriftasöfnun með áskorun til bæjarstjórnar um íbúakosningu þar sem valið væri milli fyrirliggjandi aðalskipulagstillögu Helgafellsvegar um Álafosskvos, undir Vesturlandsveg og í gegnum miðbæinn annarsvegar og útfærslu á tillögu Varmársamtakanna um mislæg gatnamót í jaðri byggðar, ásamt hægri afrein af Vesturlandsvegi inn í Álafosskvos hinsvegar. Tel að allir eigi að geta unað við að vilji íbúnna fái að ráða endanlegri lendingu í þessu deilumáli. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband