Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
28.12.2009 | 16:03
Skuldsettu og svefnlausu litlu börnin okkar
Helstu höfundar hrunsins vilja ekki axla neina siðferðilega eða fjárhagslega ábyrgð á því að hópur manna fóru með orðspor Íslands sem vörumerki út um alla Evrópu og skildi eftir sig sviðna jörð. Í stað þess að eyða orkunni í að ná lögum yfir sökudólgana og ránsfenginn er öllu snúið upp á björgunarsveitina og reynt að spilla störfum hennar. Jafnvel þó að allir viðurkenni að núverandi björgunaráætlun se´mun betri heldur en sú sem var tilbúin af fyrrverandi fjármálaráðherra, forsætisráðherra og seðlabankastjóra.
Þeir sem að eltust mest við gullkálfinn og trúðu á að hér væri hægt að láta smjör drjúpa af hverju strái með verðbréfaprangi, viðskiptahalla og erlendum lántökum stíga nú á stokk og strngja fögur heit. Þeir skuli berjast gegn því að komandi kynslóðir, synir þeirra og dætur verði bundin í skuldafjötra til framtíðar. Blessuð börnin. Þeir sem að hafa fylgt vaktaplani málþófsins mánuðum saman, spillt fyrir ímynd og störfum Alþingis koma nú fram fullir af móðurlegri umhyggju og segja að það sé ekki boðlegt Alþingi sem vinnustað að börn þingmanna verði svefnlaus vegna vinnutíma foreldra. Blessuð börnin.
Það virðist vera mikil barnaumhyggja sem streymir frá Valhöll þessa dagana. Menn verða að prófa ný hljóðfæri til að spila á þegar helstu tónar og strengir íhaldsins á liðnum árum hafa reynst svikulir eða falskir.
Lokaumræða um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |