Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Flokksræðið er glæpurinn

Það er ekki óalgengt að einstaklingar í glæpagengjum séu búnir að samsama sig það sterkt ríkjandi innanbúðarkúltúr að þeir hafi eingöngu trúnað gagnvart genginu en ekki samfélaginu. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er að innleiða flokksræði og foringjadýrkun sem veikti lýðræðið, eftirlitsstofnanir og dómstóla.

SalgatGlæpur Ingibjargar Sólrúnar er að gangast undir þennan ofríkiskúltúr Sjálfstæðisflokksins. Hún sem boðaði "samræðustjórnmál" og þátttöku fólks í mótun samfélagsins virðist hafa talið nægjanlegt að hún væri í takt við forsætisráðherra í lykilmálum. Útilokaði meira að segja Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra og samflokksmann frá umræðu og ákvörðunum.

Áhugavert viðtal er við Svan Kristjánsson í þættinum um þróun lýðræðis í morgun. Þar heldur hann því fram að flokkarnir séu óagaðar stofnanir til að móta pólitíska stefnu. Þar hafi prófkjörin leitt til innanflokksmeinsemda þannig að verstu óvinir þínir verða samflokksmenn. Flokkarnir verða ekki maskínur hugmyndavinnu heldur safn einstaklinga sem detta inn á eigin forsendum og undirliggjandi tortryggni í hópnum.

Áhugavert er að hann telur úrkynjun íslensks lýðræðis hafi byrjað með stofnun lýðveldis 1944, sem hafi verið gerð af óheilindum. Mikil gerjun og háleitar hugmyndir hafi ríkt um lýðræði á millistríðsárum og allt til Jóns Sigurðssonar. Síðan blandast lýðræðisþróunin eftir stríð við hin pólitísku tengsl við Bandaríkin, sem leiðir til pólitískrar spillingar innan Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.


mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband