28.9.2009 | 20:35
Fresta hátæknisjúkrahúsi
Samkvæmt alþjóðlegum samanburði er Ísland í þriðja sæti með gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er þó bent á nokkur atriði sem megi gera úrbætur. Meðal annars að taka þátt í tannlæknakostnaði barna. Sama dag koma fréttir af stóraukinni offitu meðal þjóðarinnar. Þessar vikur er helst búist við að svínaflensa muni ógna heilsufari landsmanna. Fátt hátæknilegt.
Það er algjörlega út í hött að lífeyrissjóðir fari að veita milljörðum í byggingu hátæknisjúkrahúss. Það er þó verðugt verkefni að halda sjó með sterka stöðu heilbrigðiskerfisins. Vissulega gætu orðið samlegðaráhrif af því að færa háskólasjúkrahúsið allt á sömu lóðina, en þetta er þó í bráð fyrst og fremst útgjaldaframkvæmd.
Það sem Ísland þarf er vöruþróun og verkmenning sem líkleg er til að snúa við margra ára viðskiptahalla. Skilgreina alla sprota sem líklegir eru til að skaffa gjaldeyristekjur. Okkur hættir til að hugsa eingöngu í stórframkvæmdum. En ég er fullviss að fjárfesting í fjölbreytilegum hugmyndum og arðbærum fyrirtækjum er skynsamlegri leið fyrir samfélagið.
Viðamiklar breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.9.2009 | 23:42
Afskriftir Árna Páls
Það er ánægjulegt að umræða hefur verið opnuð á afskriftir þess hluta verðtryggðra lána og mynkörfulána, sem rekja má til hrunsins. Þetta hefur mér þótt mikið réttlætismál að láta ekki eignarhluta fólks í húsnæði gufa upp vegna kerfishruns, en bæta síðan hinum og þessum öðrum skaðann. Þar á meðal sparífjáreigendum.
Þetta hefur verið það mál sem að ég hef verið mest ósáttur við hjá ríkisstjórninni. Frá upphafi fannst mér leið greiðsluaðlögunar óskynsamleg, þar sem hún var leið skertrar sjálfsvirðingar. Fólki var ætlað að fara bónleið til búðar, fá mat á því að ástandið væri nægjanlega alvarlegt. Í framhaldi væri gerð einhver aðlögun eftir tekjum og síðan settur inn tilsjónarmaður með fjármálunum.
Hér á Pressunni er sagt frá inntakinu í hugmyndum Árna Páls
Um nokkuð langt skeið hef ég barist fyrir að leið afskrifta verði farin með því að stilla af lán um mitt ár 2008. Hér eru nokkrar færslur A B C D E F G H I J K L M sem ég hef sett inn um málið.
Ég hef ekki sett mig nákvæmlega inn í tilvonandi tillögur ríkisstjórnarinnar. Þeim er tekið fagnandi af flestum, en þó hef ég meðal annars heyrt efasemdarraddir um að höfuðstóllinn verði ekki lækkaður strax heldur einungis afborganirnar.
Greiðslubyrði lána færð aftur til maí 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.9.2009 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
26.9.2009 | 23:11
Myndbirting spillingar og sjálftöku
Tortryggni er ríkjandi hugarástand meðal íslensku þjóðarinnar. Reyndar hefur hjartahlýja gagnvart náunganum aldrei verið grunnstef samskipta. Kaldhæðni er aðalsmerki okkar Íslendinga. Um langt skeið hefur það verið vinnuhefð í pólitík að betra sé að stilla saman strengi í bakherbergjum heldur en ræða málin á opinn máta. Stundum er það rétt að í andrúmslofti tortryggni er betra að vinna saman í liðum. Síðan er farið í að safna liði og mæta til þings og bera saman styrkleika. Sumum finnst þetta lýðræði en þegar traust og kærleikur eru víðs fjarri þá er ekki jarðvegur lýðræðis. Illgresi lýðræðis eru óttinn og hrokinn.
Ráðning Davíðs Oddssonar í stól ritstjóra á Morgunblaðinu var olía á eld tortryggni í landinu. Hann hefur verið það lengi í framvarðasveit átakastjórnmála að hann nýtur ekki trausts. Í raun tengja margir persónu hans við einræði frekar en lýðræði, að honum fylgi í senn hroki og ótti frekar en það sem leysir úr læðingi hin fegurri gildi sem þarf að innleiða í landinu. Hvort er mikilvægara fyrir erfiðleika lands og þjóðar sem að hún stendur nú frammi fyrir? Hvernig rjúfum við tengslanet íslensks viðskiptalífs sem reyndist svo spillt? Hvernig endurskoðum við stöðu okkar sem þjóð meðal þjóða?
Sjálfstæðisflokkurinn rak lengi þá utanríkismálapólitík að hún gengi fyrst og fremst út á það að Ísland hefði af henni ávinning. Á sama tíma var í landinu léleg lýðræðishefð. Kaldastríðið gaf af sér tortryggni, þannig að sambönd flokksfélaga og fjölskyldutengsl urðu farvegur ákvarðana. Að vera í góðum tengslum við réttu mennina var það sem var talið farsælast. Davíð Oddsson hefur lýst því að hann hafi átt vináttu George W Bush og Silvio Berlusconi. Síðan kemur nýfrjálshyggjan og græðgivæðingin ofan á hið óþroskaða lýðræði í landinu. Fjármálakerfið og umsvif þess eru sett inn í tenglanet flokka og fjölskyldna.
Uppgjörið þarf að vera inn á við og út á við. Við þurfum að opna hjartað og treysta í stað þess að vera verkfæri tortryggni og hroka. Við þurfum að verða fullgildir þátttakendur í samstarfi lýðræðisríkja í Evrópu og tengjast stóru myntsvæði. Þannig getum við fyrst átt möguleika á að gera raunhæfar viðskiptaáætlanir og búið til farveg gegnsæis og lýðræðis. Losað okkur úr böndum LÍÚ, flokka og fjölskyldna. Hin eina sanna samspilling, sem þrífst á notkun tenglanets í stað lýðræðis er Sjálfstæðisflokkurinn. Aflið sem að innleiddi meira sundurlyndi og tortryggni en þekkst hefur á Íslandi á lýðveldistímanum. Græðgi og sjálftaka voru helstu meinsemdir. Grunnurinn lagður með kvótakerfinu og sölu bankana.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.9.2009 | 18:48
Borgin mín Pittsburgh
Við fjölskyldan bjuggum í Pittsburgh, Pennsylvania í tvo ár fyrir úm áratug síðan. Borgin kom okkur skemmtilega á óvart og eigum við ljúfar minningar þaðan. Borgin sem áður var menguð stáliðnaðarborg var orðin græn og fögur. Miðborgin er sérlega tilkomumikil þegar hún birtist, þar sem ekið er út úr jarðgöngum á leiðinni frá flugvellinum.
Borgin er búin að vera í sviðsljósinu vegna funda leiðtoga helstu iðnríkja heims. Set hér inn tvö skemmtileg myndbönd til fróðleiks.
Mótmæla G20 fundinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2009 | 12:19
En hún er samt mamman
Kona sem gengur með barn eftir glasafrjóvgun ætlar að skila líffræðilegum foreldrum barninu eftir fæðingu. Í framhaldi af þeirri uppgötvun að rangt egg hafði verið sett upp hjá konunni.
Nú er barnið búið að vera í níu mánuði í umhverfi meðgöngumóður. Hennar hormón og líf hefur mótað fósturþroskunina. Hún er móðirin sem að er tilbúin með móðurmjólkina.
Rannsóknir hafa sýnt að til dæmis streituviðbrögð móður geta haft áhrif á eðli viðbragða og losunar streituhormónsins kortisól hjá barninu. Meðganga gerir því líf barns og móður samtvinnað.
Margt bendir til mikilvægis brjóstagjafar og tilfinningatengsla fyrstu tvö árin. Oxytosin er brjóstagjafahormónið sem skapar grundvöll tengsla og vellíðunar.
Út frá hagsmunum barnsins hefði því verið farsælast að konurnar tvær meðgöngumaman og líffræðilega móðirin gerðu með sér samning um sameiginlegt uppeldi.
Það eru ekki hagsmunir barnsins að taka það frá móðurinni sem að er tilbúin líffræðilega að veita því þá næringu sem það þarf.
Fæddi barn og skilar því svo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009 | 23:19
Segið upp áskriftinni!
Það er mjög mikilvægt að sem flestir sýni hug sinn til ráðningar Davíðs Oddssonar og yfirtöku LÍÚ klíkunnar á ritstjórn Morgunblaðsins.
Við hjúin höfum ákveðið að hringja inn uppsögn á áskrift. Blaðið þrífst á tekjum. Auglýsingatekjur hafa minnkað gífurlega og nú þurfum við að senda skýr skilaboð.
Finnst bloggið annars eðlis. Þetta er frír samskipavefur og hér er ég orðinn heimavanur. Þekki ekki hvort blogg á visir.is er nothæft.
Ef til vill dugar fésbókin, en þar er takmarkað við vini og meiri skeytastíll á umræðunni.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2009 | 22:44
Óbreytt kerfi til sjós og lands
Jón Bjarnason sjávar- og landbúnaðarráðherra kom ekki vel út í Kastljósi kvöldsins. Honum er að nokkru vorkunn að vera gestur hjá hinum hvatvísa spyrli Helga Seljan. Samt! Hann virtist ekki hafa neina stefnu í sjávarútvegsmálum. Vísaði endurtekið í að boðuð uppstokkun kvótakerfis væri komin í nefnd. Áætlun um innköllun fiskveiðiheimilda var gerð hlægileg með því að ráðherrann gat ekki tjáð sína skoðun eða stefnu í málinu.
Ekki tók betra við þegar hann talaði gegn samkeppni í landbúnaði. Á vissan hátt stillti hann sér upp sem gamaldags framsóknarmaður sem ver allt í landbúnaði og er í hlutverki umboðsmanns bændasamtakanna í ríkisstjórn. Gerir kröfuna á ríkið um opinberar greiðslur til landbúnaðar óháð því hvort framleiðslan er hagkvæm eða ekki. Engar nýjar hugmyndir eða endurskoðun sem gæti hleypt lífi í landsbyggðina. Sama eyðibyggðastefnan og verið hefur síðustu öldina.
Örlítið líf hljóp í karlinn þegar hann tjáði sig um hversu vitlaust það væri að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ráðherrann virðist því í stjórnarandstöðu í mörgum lykilmálum. Fylgir ekki stefnu í kvótamáli, samkeppnismálum eða Evrópumálum. Þessi gæðalegi karl virðist hvorki vera drífandi eða gerandi í pólitík. Miðað við málflutning kvöldsins virðist hann hið mesta og versta afturhald á sviði stjórnmálanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.9.2009 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.9.2009 | 10:25
Davíð og LÍÚ að taka yfir Morgunblaðið?
Umfjöllun á þeim nótum að Davíð Oddsson verði ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins fær mann til að athuga hvort dagatalið sé ekki rétt. Hvort möguleiki sé á að það sé byrjun aprílmánaðar eða að dögum þar sem má segja grínfréttir hafi fjölgað. Sprell að vori og aftur að hausti.
En svo virðist vera að þetta sé rætt í fullri alvöru. Var Steingrímur J að gefa eftir fimm milljarða skuld Morgunblaðsins til að búa til möguleika fyrir LÍÚ klíkuna og foringjadýrkendur að komast yfir blaðið? Þá hefði verið miklu betra að láta það fara á hausinn.
Ég var nokkuð ánægður með aukið frjálslyndi í ritstjórn blaðsins síðustu misserin. Tók eftir að fyrir tæpum mánuði var jafnvel Kjartan Gunnarsson gagnrýndur í Staksteinum. Dálkurinn sem var frátekinn fyrir forpokuðustu íhaldssjónarmið innvígðra og innmúraðra.
Ólafur Stephensen virtist heimsmaður og skilja breytta stöðu landsins í alþjóðlegu umhverfi. Davíð Oddsson er tákn alls þess sem við þurfum að endurskoða og gera öðruvísi. Hann er tákn oflátunga og þjóðremba sem héldu að allt væri best á Íslandi.
Hann hefur vitnað til þess að vera vinur George W Bush og Silvio Berlusconi. Stuðningur Íslands við innrás í Írak átti að verða endurgoldinn með áframhaldandi veru herliðs á Suðurnesjum. Vinaböndin héldu ekki. Nú hefur þjóðin glatað trausti til hans í opinberri umræðu.
Fregnir eru af því að blaðamenn á Morgunblaðinu íhugi uppsögn verði Davíð ráðinn. Áskrifendur blaðsins verða líka að taka sig saman og senda sterk skilaboð um að þeir kaupi ekki blað með þennan umdeilda karakter í forystu.
Það er ekki hægt að ráða mann sem að hið virta tímarit TIME hefur útnefnt sem einn af 25 helstu ábyrgðaraðilum á efnahagslægð heimsins til forystu á fjölmiðli sem að er endurreistur og rekinn fyrir almannafé. Það verður ekki liðið að smáklíka úr Sjálfstæðisflokknum búi sér til áróðursvél.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.9.2009 | 00:27
Vistvænan lífsstíl
Græðgin ógnaði jafnvægi í umhverfi jarðar. Nú er það spennandi verkefni að nýta viljann sem skaparinn úthlutaði okkur til að við látum gott af okkur leiða.
Það er ef til vill enginn tilviljun að Fiat er einn af fáum bílaframleiðendum sem skilaði hagnaði á síðasta ári og leggur áherslu á framleiðslu smábíla og vistvænan akstur.
Í bílnum er tölva sem skráir niður aksturslag. Síðan er hægt að taka minniskubbinn og fara með hann í heimatölvuna og fá yfirlit yfir aksturslagið.
Eins og sjá má virðist daman í auglýsingunni, haldandi á minniskubbi með upplýsingunum um vistvænan akstur, vera í góðu líkamlegu og andlegu jafnvægi.
Við erum flott í jafnvægi!
Loftmengun minnkar í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 09:52
Hálf milljón á tónleikum í Havana
Í gær var rauði liturinn ekki áberandi á byltingartorginu, heldur sá hvíti. Talið er að á milli 400 og 500 þúsund hafi mætt á tónleika sem suður ameríski tónlistarmaðurinn Juanes skipulagði og fékk til liðs við sig fjölda listamanna. Hópur kúbanskra innflytjenda á Miami í Flórída mótmæltu tónleikahaldinu þ.s. að þeir vilja einangra stjórn Kastró. En Juanes hafði stuðning Obama stjórnarinnar og hitti á Hillary Clinton utanríkisráðherra í síðustu viku.
Mér finnst gaman að hlusta á og dansa við suður ameríska tónlist. Lagið La Camisa Negra með Juanes hefur verið í uppáhaldi. Hef fulla trú á að gleðin í tónlistinni og einstaklingar eins og þessi vel innréttaði tónlistarmaður geti náð yfirlýstu markmiði tónleikana "Friður án landamæra". Set hér inn tengla á nokkur myndbönd, sem að eru komin á Youtube nokkrum klukkutímum síðar. Þar eru meðal annarra Juanes og Olga Tanon.
Risatónleikar í Havana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)