Skyldi Guð nokkuð vera á móti því að fólkið velji staðsetningu á kirkju í Mosfellsbæ

Fyrirliggjandi hugmyndir í miðbæjarskipulagi gera ráð fyrir að sambyggð kirkja og menningarhús verði þar helsta stef. Mig langar líka að sjá útfærðar hugmyndir að kirkju þar sem Bæjarleikhúsið er núna og hafa síðan atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa um þessa tvo kosti.

Það eru nokkur atriði sem að er vert að hafa í huga í þessu samhengi;

1. Þeim fer fjölgandi sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Nýleg skoðanakönnun sýndi að það er afstaða 2/3 hluta landsmanna.

2. Óskynsamlegt er að blanda saman rekstri safnaðarheimilis og menningarhúss þar sem fulltrúar kirkjunnar verða húsbændur og ráða þar með dagskrá menningarhússins.

3. Það er hugsanlegt að betra sé að kirkjan rísi til hlés frá skarkala miðbæjarins á lóð Bæjarleikhússins. Staðsetningin væri steinsnar frá miðbænum og hægt að gera göngustíg yfir ísaldarklappirnar.

Þetta á ekki að vera nein betri borgara ákvörðun, heldur einmitt undir þeim formerkjum að mikilvægt sé að fólkið taki þátt í starfinu og ákvarði staðsetningu kirkjunnar. Ef miðbærinn er einungis þróaður af fulltrúum núverndi meirihluta þá óttast ég að hann skorti bæði sál og kærleika.

Kirkjur eru svo sem nægar í Mosfellsbæ, bæði á Mosfelli og Lágafelli, en á móti kemur sjónarmiðið að það vanti húsnæði fyrir stærri kirkjulegar athafnir. Mér finnst eðlilegt að hugað sé frekar að samnýtingu menningarhúss og fyrirhugaðs framhaldsskóla. Brýnt er að færa skólann á skipulagi nær miðbæjarkjarna. 

Nú ef að þetta er allt orðið meira og minna veraldlegt og byggt fyrir opinbert fé og milligöngu bæjarins, afhverju er þá ekki húsbóndavaldinu snúið við og kirkjan fær einfaldlega sal í menningarhúsinu lánaðan fyrir stærri athafnir á hennar vegum

Stórt hol í Borgarholtsskóla hefur síðustu ár verið notað af Grafarvogskirkju og engum orðið meint af.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kirkjur eru svo sem nægar í Mosfellsbæ, bæði á Mosfelli og Lágafelli, en á móti kemur sjónarmiðið að það vanti húsnæði fyrir stærri kirkjulegar athafnir. Mér finnst eðlilegt að hugað sé frekar að samnýtingu menningarhúss og fyrirhugaðs framhaldsskóla.

Ég er sammála þessu sjónarmiði og dreg í efa að ný kirkja í miðbænum komi til með að ná broti af því látleysi og hlýleika sem einkennir  Lágafellskirkju eða umgjörðina um kirkjuna að Mosfelli.

Ég dreg það einnig í efa að hégómi og bruðl eigi samleið með kristilegum boðskap eða gildum, bruðl með fjármuni í glæsihallir á sama tíma og samfélagið er að falla til grunna vegna taumlausrar græðgi hlýtur að vera kristileg þversögn...

Er ekki frekar tími til að staldra við, hlúa að mannlegum gildum og leitast við að nýta fyrst það sem við höfum og forgangsraða samkvæmt raunverulegum þörfum í almannaþjónustu.

Mosfellingar eiga tvo ágæta konfektmola fyrir kristilegar trúarathafnir og guð verður ekki bragðbetri þó tonnum af suðusúkkulaði verði hlammað niður milli krónukassans og Arionbanka.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 11:01

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Vel mælt Óli! Kirkju- og menningarhúshugmyndin fær alltof mikið vægi í miðbæjarskipulaginu. Síðan er gert ráð fyrir miklu magni af blokkum í miðbænum. Framhaldsskólinn er síðan settur út í horn. Afhverju er sú staðsetning valin fyrir skólann. Jú, af því að það svæði hentar ekki vel fyrir blokkir.

Ef maður hugsar um allt það nostur, skraut og fegurð sem að notað var í kirkjur margra borga þá er fátt í öllum kassaformum sem birtast í miðbæjarskipulagi sem lyftir andanum á hærra plan. http://mos.is/Files/Skra_0033681.pdf

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.1.2010 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband