Þöggun er versti óvinur lýðræðisins, nærð af hroka og ótta

Grasrótin

Það er þreyta hjá fólki gagnvart flokkum og pólitík. Því finnst að þetta sé bara einhver veruleiki sem það hefur ekki nein tengsl við. Það er lítið svigrúm á gagnrýna umræðu innan flokka eða að flokkar leiti eftir og hlusti á almenning.

Flokkar verða því oft sjálfhverfar stofnanir. Það birtist meðal annars með þeim hætti að sitjandi sveitarstjórnarmenn voru almennt á móti persónukjöri á meðan að hinn almenni kjósandi vill hafa slíkt val. Sitjandi valdaöfl vilja hafa alla þræði á sinni hendi og hafa ekki þolinmæði gagnvart fjölbreytileika í skoðunum.

Skýrasta dæmið um þetta er hvernig haldið var á endurskoðunarvinnu innan Sjálfstæðisflokksins. Þar leiddi Vilhjálmur Egilsson nokkuð vandaða vinnu þar sem að farið var yfir veikleika og styrkleika í starfi Sjálfstæðisflokksins. Að sjálfsögðu var þar margt sem að betur hefði mátt fara. En á endanum þoldi umræðan ekki dagsljósið.

Hin hrokafulla hópsál Sjálfstæðisflokksins náði sér á skrið þegar Davíð Oddssson birtist utan dagskrár í pontu á landsfundi flokksins og skaut föstum skeytum út og suður. Gerði lítið úr endurskoðunarvinnunni og réðst persónulega á Vilhjálm Egilsson. Þetta dugði til að þagga niður allar gagnrýnisraddir og nú er keyrt áfram á endurnýjuðum hroka.

Flokksstarf til vinstri hefur oft nærst á óttanum. Ekki síst að það sé mögulegt að einhverjir með "rangar skoðanir" nái of miklum áhrifum í flokksstarfinu og allt þurfi að leggja á sig til að tryggja kosningu þess sem að hefur "réttar skoðanir". Þess vegna var krafan um lýðræðið helsti ótti flokkseigendanna í Alþýðubandalaginu.

Samfylkingin er byggð á kröfunni um lýðræði. Hennar helsti veikleiki er að vera stofnuð af flokkum en ekki fólki. Þess vegna vantar tengslin við grasrót, vonir og væntingar, tár og svita. Það þarf að ljúka því verkefni sem stofnað var til að Samfylkingin sé sá flokkur sem að er í bestum tengslum við kjósendur og þar sem ríkir vitund og hefðir öflugs lýðræðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Samfylkingarbænum er foringinn ný orðinn uppvís af svo svæsinni skoðanakúgun að ráðherra sá sér ekki annað fært en að segja af sér, svo hann gæti haldiðstjórnarskrárvarinni sannfæringu sinnisinni.

Eftir sitja ráðherrar og þingmenn lúbarðir til hlíðni sem sögðu auðmjúkir af sér samviskunni sem þeim er skylt að starfa eftir.

Afsakið meðan ég æli.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 01:42

2 identicon

Það er rétt að það hefur kostað landsmenn blóð svita og tár að hafa þessa aumu Samfylkingu við völd. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá er Samfylkingin spilltasti stjórnmálaflokkur landsinns.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 01:53

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Með því að vísa einstökum málum til þjóðarinnar er verið að gefa flokkunum langt nef. Þeir hafa gott af því. Það ætti að hafa eina eða tvær þjóðaratkvæðagreiðslur á ári um ýmis mál sem flokkarnir ráða illa við.

Benedikt Halldórsson, 2.2.2010 kl. 06:15

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnlaugur finnst þér það benda til opinna lýðræðislegra skoðanaskipta, að allir þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar voru sammála um Icesave, og eru allir sammála um ESB. Það virðist einnig vera hefð innan Samfylkingarinnar að þeir aðilar sem sem ekki eru á flokkslínunni, og sína einhverja viðleitni til frumleika er umsvifalaust gerðir óvirkir og kolfelldir í prófkjörum.

Sigurður Þorsteinsson, 2.2.2010 kl. 09:25

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir athugasemdir. Sterkir dómar og alhæfingar hitta stundum menn sjálfa.

En sammála þér Benedikt að við eigum að koma hefð á þjóðaratkvæðagreiðslur og lyfta lýðræðinu upp úr hjólförum flokkanna. Þó að ég vildi koma þessu endalausa ICESAVE máli frá, þá sá ég strax viss sóknarfæri í ákvörðun forseta bæði varðandi efnislega umfjöllun og að fara út á þá braut, sem aldrei þessu vant Sjálfstæðisflokkur virtist hliðhollur, að veta stíginn í átt að beinna lýðræði. Þó ég teldi þetta mál ef til vill ekki það heppilegasta. Bæði flókið og augljóst að enginn vill taka á sig auknar álögur þó við séum í alþjóðlegu lagaumhverfi sem kveði á um ábyrgð okkar.

Það eru ákveðinn grundvallarmál sem að er eðlilegt að sé samstaða um Sigurður. Flokkurinn hefur um langt skeið haft forystu um að móta þá stefnu að við eigum að vera virk í samvinnu lýðræðisþjóða í Evrópu. Um það mál hefur farið fram mikil og fagleg umfjöllun og ég held að engin upplifi það að hann byggi afstöðu sína á öðru en eigin sannfæringu.

Varðandi ICESAVE þá er ljóst að það var búið að lofa í október og nóvember að borga tryggingaupphæðina af íslenskum stjórnvöldum. Á þeim forsendum bættu Hollendingar og Bretar reikningseigendum tjónið. Steingrímur talar nú um að létt verði leynd af gögnum sem að sýni á hvaða stigi málið var þegar þessi stjórn tók við því. Hann var harður á móti en sá svo að við vorum búin að gefa frá okkur alla samningsmöguleika nema um greiðslutilhögun, vexti og lánstíma. Nú er rætt um að endurskoða vextina og er það jákvætt.

Mér finnst frekar að það sé hægt að hrósa þingmönnum Samfylkingar fyrir að ganga ekki veg lýðskrumsins eins og Ögmundur gerði og tala um dómstólaleið sem við vorum búin að gefa frá okkur fyrir löngu. Auk þess sem við höfum ekki viðurkennt lögsögu þeirra dómstóla sem gætu fjallað um málið.

Hinsvegar er lýðræðið í Samfylkingunni gallað og vissulega getur flokkshollustan blindað. Þannig að þeir sem að hafa sjálfstæðar skoðanir og eru virkir í hugmyndavinnu og skrifum eru ekki auðveldir í rekstri og á endanum geta þótt ógnun við flokksveldi. Þar liggur óttinn. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.2.2010 kl. 23:53

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samfylkingin byggir að hluta til sína hugmyndafræði á fleiri áratuga gamalli hugmynd um safylkingu " jafnaðarmanna".Núverandi forsætisráðherra er alin upp í þessum pólitíska hugsunarhætti, sem byggist á hugmyndum um alræði öreiganna og einræði hugsunarháttar þótt lýðræðishugsjóninni sé hampað.Það er ljóst þessir einræðistiburðir formannsins hefur haft þær afleiðingar að komið er i kringum hana lið, eins og alltaf gerist við svona aðstæður, sem er við það að taka öll völd og beitir frjálslyndisöfl í flokknum skoðanakúgun.Að sjálfsögðu lagast þetta ekki fyrr en formanninum verður sparkað og því liði sem henni stjórnar því hún stjórnar ekki sjálfri sér frekar en hún stjórnar landinu.Innan VG er lýðræðið miklu meira og hefur verið allt frá stofnun flokksins og þar leyfist skoðanamunur sem undirritaður kannast við frá fyrri tíð.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 3.2.2010 kl. 23:28

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Félagslega sinnað fólk hefur verið lengi að þróa leiðir til samvinnu og samstarfs. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei vitað í hvorn fótinn hann á að stíga í þeim efnum.

VG er afsprengi þeirra sem gátu ekki unað við lýðræðislega niðurstöðu um sameiningu flokkanna. Þeir voru sannfærðir um sinn rétta og eina sannleika.

Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.2.2010 kl. 01:06

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnlaugur, það fer engin frjó ESB umræða fram á Íslandi. ESB sinnar eru afar tregir til þess að ræða aðild á rökrænan hátt, og gjalda fyrir það með því að nú mælist yfirgnæfandi landsmanna á móti aðild. Hvað Samfylkingarfólk segir hvort við annað um ESB er þjóðinni hulin ráðgáta.

Einhver samningsdrög úr einhverju ráðuneyti, eru nú ekki samningar. Mikilvægt er þó að fá skýringar á því. Bæði Ingibjörg Sólrún og nú  Kristrún Heimisdóttir hafa haldið því fram að búið hafi verið að ganga út frá svokölluðu Brusselviðmiði. Eru þær kannski orðnar kvislingar.

Átti gott spjall við góðan vin minn úr innsta kjarna Samfylkingarinnar. Hann taldi að fólk með skapandi frumlegar hugmyndir ættu oft ekki upp á pallborðið hjá flokksforystum flokkana. Það ætti ekki síst við um Samfylkinguna nú.

Þegar allir eru alltaf sammála um alla hluti, er alveg ljóst í mínum huga að þá er einhverjum ofaukið í hópnum, og mjög brýnt að leita að aðilum til þess að fá vídd í hugsunina.

Sigurður Þorsteinsson, 10.2.2010 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband