Valgerður og Hreinn um réttar og rangar skoðanir

Valgerður Bjarnadóttir skrifar í gær um beitingu þöggunar í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þar sem skoðanir eru flokkaðar í góðar skoðanir og slæmar skoðanir. Í frmhaldi eru viðkomandi flokkaðir hvort þeir eru á vetur setjandi. Þar rekur hún meðal annars sérkennilega framgöngu Sigmundar Davíðs í afstöðu til Ann Sibert fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og Þórólfs Matthíassonar prófessor í hagfræði. En formaður Framsóknarflokksins vill helst reka þau úr starfi vegna þess að þau hafa "rangar skoðanir"

Í athugasemdum skrifar Hreinn Loftsson frásögn þar sem að hann greinir frá samskiptum sínum við Hannes Hólmstein Gissurarson og leyfði sér að fara gegn leiðtoga sínum Davíð Oddssyni með því að mótmæla meðferð íslenskra stjórnvalda á Falun Gong hópnum hér um árið. Að sjálfsögðu sá Hannes eftir þessu eftir að hafa fengið trakteringar frá Davíð og sór þess eið að hann myndi fylgja honum í einu og öllu jafnvel þó það snérist um að berja niður friðsöm mótmæli fólks sem vill aukin lýðréttindi og losna undan oki kommúnismans. Fylgispekt við foringja var æðri lífsafstöðu.

Þetta tónar vel við fyrri færslu mína hér fyrir neðan um að þöggunin sé helsta ógnin við heilbrigt lýðræði hér á landi. Hroki Sjálfstæðisflokksins og sannfæring hefur gefið af sér þöggunartilhneigingu. Ótti vinstrisinna við fólk og flokka með rangar skoðanir hefur stuðlað að því að vinstri menn voru lengst af sundurleit hjörð í eyðimörkinni í leit að vatni. Heilbrigt lýðræði var það vatn sem að Samfylkingin var stofnuð til að veita þjóðinni. Flokkshollusta er slæm þegar hún fer að blinda mönnum sýn á persónuleg gildi og sannfæringu.

Grein Valgerðar Bjarnadóttur er mjög þarft innlegg í þessa umræðu. Hún er líka verðug áminning um að Samfylkingin má aldrei gleyma því að fjölbreytileiki í skoðunum á að vera helsti styrkur flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þessi hugleiðing er öllum hol og nauðsyn í hverju frjálsu samfélagi.

Jón Halldór Guðmundsson, 21.2.2010 kl. 00:25

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Gunnlaugur. Þöggunaráráttan hefur lengi verið sterk. Hvort hún tengist einum flokki fremur en öðrum, skal látið ósagt. Varð Ögmundur Jónasson t.d. að segja af sér með þrýstingi frá Sjálfstæðisflokknum, eða kom þrýstingurinn frá formanni einhvers annars flokks?

Ef þetta snýst um flokkstrúarbrögð, þá hefur Ögmundur sjálfsagt sagt af sér vegna þrýstings frá Bjarna Benediktssyni.

Sigurður Þorsteinsson, 21.2.2010 kl. 13:23

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælir piltar, þið eruð báðir hugsandi menn sem takið rökum og virðið skoðanir annarra, þó þær séu ekki alveg samhljóða ykkar eigin. Svoleiðis fólk vil ég þekkja og vinna með

Ég hef verið nokkuð spurð að því undanfarið hvaða skoðanir ég hafi persónulega á þessum og hinum málum. Ég sé nefnilega aðeins að bergmála skoðanir Samfylkingarinnar.

Svo dæmi sé tekið þá hef ég skrifað eindregið með inngöngu okkar í ESB og það er mín bjargföst samfæring að við eigum að ganga þar inn. Var einmitt spurð um hver væri mín "persónulega" skoðun á málinu.

Ég svaraði því þannig að það hefði mikið verið vegna stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum sem ég  gekk til liðs við flokkinn. Meginstefna flokksins er í grundvallaratriðum mjög nærri mínum lífskoðunum. Það er þó aldrei svo að meðferð einstakara mála er ekki allskostar eftir mínu höfði, enda væri slíkt nær óhugsandi í lýðræðislegum stjórnmálaflokki.

Það eru svona fyrirspurnir sem segja meira um spyrjandann, en þann sem spurður er.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2010 kl. 14:23

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er búin að lesa grein Valgerðar og færslur við hana. Góð grein og "grátsaga" Hreins Loftssonar er athyglisverð

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2010 kl. 14:25

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

 Takk fyrir athugasemdir

Þetta var sett í loftið Sigurður að Ögmundur hafi ekki haft svigrúm til að hafa eigin skoðanir. Sjálfsagt þarf Samfylkingin að passa sig á slíkri stjórnar og flokkshlýðni eins og aðrir. Hinsvegar hef ég sagt að þó mér hafi bara fundist Ögmundur standa sig prýðilega sem heilbrigðisráðherra að þá var hann alveg eins og lýðskrumari í Icesave málinu. Þannig að slíkt sólóspilirí á forsendum sem að eru ekki í tilteknu máli hlaut að veikja stöðu hans. 

Talaði í fjölmiðlum eins og það væri allt opið og ætti að setja í dómstóla. Hann sem hlaut þá að vita að íslensk stjórnvöld höfðu um langt skeið gefið frá sér dómstólaleiðina (þar að auki viðurkennum við ekki lögsögu neins alþjóðlegs dómstóls), viðurkennt ábyrgð okkar á 20 þús. evrum sem forsendu þess að Bretar og Hollendingar greiddu sparífjáreigendum fyrir okkar hönd.

Ég hef einmitt lent í svipuðu að það er gert ráð fyrir að maður tali eins og biluð plata fyrir hönd fyrir flokkinn. Þetta er spurning um lífsafstöðu að vera samfélagssinni og lýðræðissinni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.2.2010 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband