Þjóð meðal þjóða

Það er fagnaðarefni að framkvæmdastjórn ESB hefur gefið grænt ljós á viðræður við Íslendinga um að þeir gerist fullgildir þátttakendur í samstarfi lýðræðisþjóða í Evrópu.

INATIONAL

Tel að það séu í raun aðeins tveir kostir. Að segja sig frá EES samstarfi og taka upp sem meginstef að eiga tvíhliða samskipti við önnur lönd´um öll viðskipti og milliríkjasamskipti. Hinn kosturinn er að stíga skrefinu lengra en felst í núverandi fyrirkomulagi. Í stað þess að standa óvirk og áhrifalaus í dyragættinni með aðildinni að EES samningnum þá gerumst við fullgildir meðlimir.

Umræðan um skerðingu á sjálfstæði þjóðarinnar með aðild er á villigötum. Hvaða rök eru fyrir því að við töpum sérstöðu og sjálfstæði sem þjóð frekar en Finnar, Svíar, Danir, Þjóðverjar, Pólverjar, Portúgalir, Ítalir eða aðrar þjóðir í samstarfinu? Þó við séum fámenn þjóð þá er landfræðileg einangrun landsins með þeim hætti að ekkert bendir til annars en hér verði áfram sjálfstætt stjórnvald.

Mikilvægt er að Norðurlöndin stilli saman strengi og komi fram sameinuð eining gagnvart Evrópusambandinu. Þannig getum við tryggt vægi okkar og hlut gagnvart stórþjóðunum í ákvarðanatöku. Við þurfum að eiga opna umræðu við Noreg um samspil aðildar og yfirráð yfir auðlindum, þannig að frændur okkar sjái sér hag í því að vera samhliða með í að búa til möguleika á að þeir gangi til samstarfsins.


mbl.is Ísland fær ekki flýtimeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Við erum nú þegar þjóð meðal þjóða og þurfum ekki að ganga í Evrópusambandið til þess. Við getum breytt því sem við viljum breyta hér innanlands svo fremi ´hér séu menn með bein í nefinu sem taka þátt í stjórnmálum , án þess að baula af básum flokksræðisins.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.2.2010 kl. 02:21

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Snúum þessu við Guðrún vilt þú að við verðum ein af tveimur til þremur þjóðum sem ákveðum að vera án tengsla við Evrópusambandið (gef mér að vera í EES óvirkur og áhrifalaus sé ekki valkostur). Hvaða úlfakreppa ótta eða sjálfumglaða þjóðremba réttlætir slíkt? Afstaða mín í þessu máli byggir á heilbrigðri skynsemi en ekki flokkslínu eða flokksræði.

Enda skilst mér að hægrimenn séu að reyna að brjótast undan þögguninni sem ríkir þar um Evrópumál. Birtingarform flokksræðisins er einmitt að í öðrum flokkum en Samfylkingunni eru Evrópusinnar baulaðir niður og ekki leyft að taka upp þessa nauðsynlegu umræðu. Vona sannarlega að slíkt færist til betri vegar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2010 kl. 08:32

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég held að Evrópusinnum í öðrum flokkum líði eins og gagnkynhneigðum gaur, sem lokast inni á hommastað. Eða öfugt. Skiptir ekki máli.

Jón Halldór Guðmundsson, 25.2.2010 kl. 08:40

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Flott samlíking Jón Halldór. Baulað á þá eins og "homma" eða "komma".

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2010 kl. 08:54

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvernig líður annars Grikklandi - sem þjóð meðal þjóða - núna ??

Sigurður Sigurðsson, 25.2.2010 kl. 13:25

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

"þjóð meðal þjóða" ertu þá ekki að meina að allar aðrar þjóðir sem eru fyrir utan evrópu og ESB eru þjóðir lágmenna og aumingja? þjóðir sem ekki hæfa því að talað sé um þær nema með þeim hætti að litið sé niður á þau hálfmenni sem þar búa?

og já var það lýðræði að taka ákvörðunarvaldið af Grikkjum? er það samstarf meðal sjálfstæðra þjóða þegar einn þjóð er svipt öllu atkvæðavægi og ákvörðunarrétt?

komdu nú fram af sannleika og viðurkenndu að þú vilt að sjá Unites States of Europe og að ísland verði lítið fylki innan þess. hættu þessum lygum og villumálflutningi. komdu hreint fram ef þú hefur þor og dug til. 

Fannar frá Rifi, 25.2.2010 kl. 13:53

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er góð spurning Sigurður. Ég held að það sé ekki hægt að ásaka ESB fyrir ástandið á Grikklandi. Spurningin snýst um hvort að sambandið skapi ekki hina almennu umgjörð fyrir samstarf og tækifæri fyrir þjóðir þvert á landamæri eða hvort að það þróist í átt að einu ríki. Sama gildir um Bandaríkin. Fátæktin er ennþá jafnmikil eða meiri í Lousiana og hún var fyrir hörmungarnar þar.

Tökum samlíkinguna við íslenskt búnaðarsamband sem að býr til einhverja sameiginlega innviði til að auðvelda ræktun og landbúnað tiltekinna bæja innan ákveðins svæðis. Segjum svo að það komi upp efnahagsvandi og fjárhagserfiðleikar á einum bænum að þá er það ekki hlutverk búnaðarfélagsins að koma til hjálpar á bænum sem er í fjárhagsvanda. Það væri frekar að einstaka bæir sem væru aflögufærir með aðstoð gætu slíkt. Enda hafa Grikkir verið að höfða til Þjóðverja í sínum vandræðum.

Nú svo er það auðvitað ákvörðun bændanna hvort þeir vilja vera með sameiginleg tún og standa að einhverju leyti saman að búsrekstrinum. Það gæti hugsast að það sé hagkvæmara. Slíkt hiða sama á við um ESB. Við erum með vettvang um samstarf á ákveðnum sviðum en jafnframt sjálfstæði einstakra þjóða.

Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig þetta þróast.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2010 kl. 13:56

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fannar treysti því að þetta sé tónninn sem þú sendir skoðanabræðrum þínum sem voru að stofna samtök Evrópus inna innan Sjálfstæðisflokks. Þeir eru væntanlega með "lygar" og "villumálflutning". Frábært. Óttinn er það helsta sem við þurfum að óttast. Jú, reyndar hrokann líka sem að er þaulsetinn í herbúðum íhaldsins. Kunna ekki að ganga fram af hógværð og lítillæti, þó þeir hafi keyrt þjóðarbúið í þrot.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2010 kl. 14:18

9 identicon

Ég ráðlegg öllum sem vilja að við göngum í ESB að flytja til evrópu í 10 ár (alveg sama hvaða land)  og dæma svo! Það er veruleikafyrrt og ábyrgðalaust fólk sem heldur því fram að ESB sé gott fyrir Ísland.

Ég bjó 30 ár í evrópu og horfði á allt breytast til hins verra og hrynja staðfast eftir að þetta peningaplokksbatterí tók yfir. Þetta er ekki að virka eins og vonir stóðu til og það hefur 80% af almenning í evrópu áttað sig á. T.d. Frakkar vilja franska frankann til baka, Þjóðverjar vilja þýska markið aftur, Spánverjar, Írar,  Finnar etc etc etc dauðsjá eftir þessu skrefi og nú er ég að vitna í almenning en ekki í elítuna!

Mér hrýs hugur við þeirri tilhugsun að við göngum í þessa miskunnarlausu snöru sem gerir ekkert fyrir litla manninn! Hvað þá fyrir litlar þjóðir. Við höfum allt hér á landi sem aðrar þjóðir gætu óskað að þær hefðu og sem ESB vill ENDILEGA komast yfir.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!  Höfum það í huga kæra þjóð

Jóhanna og hennar samfylking ættu að byrja á því að búa í t.d. Þýskalandi í nokkur ár áður en hún fullyrðir að þetta gæti verið gott fyrir okkur!!!

Mér finnst grátlegt að eyða öllum þessum mega milljónum í ESB umræður þegar sá peningur gæti farið í litla manninn hér heima. Þetta er ótímabært rugl og út úr kortinu. Ég er sammála því að við ættum að líta á þetta ESB dæmi eftir kannski 10 ár þegar við erum búin að sópa og skúra hér heima ;)

Ég veit um kosti og galla Íslands og evrópu því ég hef varið svipað mörgum árum af lífinu á báðum stöðum og kostirnir hér vega miklu þyngra en gallarnir.

Þessvegna kom ég aftur heim  

Hinn fullkomni heimur er ekki til, en ef þessi þjóð liti sér nær sæji hún kannski að við lifum í landi sem gæti verið sjálfbær paradís á jörðu. Þetta sé ég eftir að bíta beiska grasið hinumegin við girðinguna (30 ár í evrópu). Það er ástæða fyrir því að 80% íslendinga sem flytja erlendis koma aftur heim, þó það sé bara til að deyja :)

anna (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 15:39

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Anna - Það hvort þú ert hérna eða hinum megin Atlantsála verður sennilega seint vendipunktur í þróun Evrópu.

"við höfum allt" - þér dugar sem sagt þorskur, fjallalamb og ál?

Hér fyrir ofan erum við nokkrir landar í gönguferð með erasmus stúdentum sem eru hér á landi. Að kynnast því hversu mikilvæg svona alþjóðlegt samstarf innan Evrópu er sannfærir mann um að þetta er að virka.

Tíu ár, tvö ár ekki allur munur. Fögnum því að eiga þetta val í þjóðaratkvæði.

Það ætti ef eitthvað er að auðvelda okkur að vera "sjálfbær paradís" ef við erum hluti af ESB. Þannig erum við t.d. samferða sambandinu í áherslum í loftslagsmálum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2010 kl. 16:15

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

"Þjóð meðal þjóða", þú meinar "þjóð innan þjóða". Það er það sem við verðum, þjóð innan þjóða og algerlega valdalaus.

Það er þegar vitað að við fáum vægi upp á 0,06% innan þessa klúbbs. Það segir bara hálfa söguna, því þessum 0,06% er síðan stjórnað af þjóð sem er klofin í afstöðu sinni til hinna ýmissa mála sem klúbburinn fjallar um.

Það er því ljóst að við komum ekki til með að hafa áhrif á nokkurn skapaðan hlut.´

Það þarf ótrúlega blindni og skannsýni að halda því fram að ESBklúbburinn sé að virka, hann virkar vissulega fyrir möppudýrin í Brussel, en alls ekki fyrir almenning í aðildar löndunum. Það er undarleg paradís sem þú sérð fyrir þér. Það er kannski Grísk paradís eða Spænsk.

Gunnar Heiðarsson, 25.2.2010 kl. 19:37

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ekki kvelja þjóðina með þessu Gunnlaugur.

Sigurður Þorsteinsson, 25.2.2010 kl. 21:27

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við erum að útfæra völd okkar sem þjóðar inn á svið þar sem við höfum ekki haft völd Gunnar. Þannig að á vissan hátt erum við að auka völd okkar og sjálfstæði sem þjóðar með virkri þátttöku Gunnar.

Kæri Sigurður -Ég stjórna því ekki hvenær þú kvelst eða gleðst. En ég vona að þú komist fljótt og vel í gegnum slíkt.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2010 kl. 23:23

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Gunnlaugur. Ég er afskaplega glöð og stolt að við skulum vera komin á þennan stað í umsóknarferlinu. Í muðju ICESAVE þrefinu sem virðist eingann enda ætla að taka, þá kemur þessi frábæra yfirlýsing frá framkvæmdastjórn ESB. Allt ruglið og tafirnar hjá stjórnarandstöðunni koma ekki í veg fyrir að aðikðldarviðræður hefjist. Til hamingju íslenska þjóð, við erum á leið til betra samfélags.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.2.2010 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband