Öryggi og aðbúnaður fyrr og síðar

Sjónvarpsfréttir í kvöld sögðu frá miklum fjölda verkamanna sem að hafa veikst við gerð aðrennsligangna á Kárahnjúkasvæði. Viðtöl og frásögn voru sláandi. Vakti upp spurningar um hvort að tafir við framkvæmdirnar væru farnar að stuðla að ómannúðlegra starfsumhverfi. Að tímapressa og krafan um að ná útreiknuðum gróða gæti jafnvel bitnað á lífi og heilsu. Við þessa frétt rifjuðust upp fyrir mér kynni mín af pólsk ættuðum forritara og tæknimanni við Pittsburgh háskóla. Ég kynntist honum þegar ég dvaldi þar en ég varð svolítið hissa hvað hann var róttækur í stjórnmálum. Hann gaf mér þá skýringu að tveir úr fjölskyldunni hefðu dáið í kolanámuslysi í Harwick, skammt frá Pittsburgh árið 1904. Þar dóu 181 menn í öflugri sprengingu. Slysið var hægt að rekja til vanrækslu í öryggismálum og ófullnægjandi loftræstingar. 

Andrew Carnegie"The cause of this explosion at about 8:15 A.M., was a blown-out shot, in a part of the mine not ventilated as required by law.  Sprinkling and laying of the dust had been neglected; firedamp existed in a large portion of the advanced workings.  The explosion could be transmitted by the coal dust suspended in the atmosphere by the concussion from the initial explosion, the flame exploding the accumulations of firedamp and dust along the path of the explosion, carrying death and destruction into every region of the workings".

Eftir sprenginguna fóru tveir menn inn í námugöngin, björguðu 17 ára strák, en létust báðir út frá gaseitrun. Eigandi námunnar var Andrew Carnegie (sbr. coal miner2Carnegie Mellon University og bankar) og taldi vinur minn að hann hefði hugsað mun meira um rekstrahagnaðinn en aðbúnað verkamannana. Í framhaldi af sprengingunni stofnaði Carnegie sjóð til handa fjölskyldum þeirra sem látist hafa við björgunaraðgerðir eða á annan "hetjulegan" hátt. Vinur minn hafði flokkað Andrew Carnegie sem hinn illa innrætta arðræningja sem nýtti sér bág kjör forfeðra hans með lágum launum og lélegum aðbúnaði.

Verum vakandi fyrir því að huga vel að þessum körlum sem að eru búnir að vera hér á landi, fjarri fjölskyldum í vetrarhörkum og veikjast nú að því er virðist út af slæmum aðbúnaði. Mannúð á sér engin landamæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband