Hverjir munu sigra kosningarnar?

Það verður ótrúleg niðurstaða ef Sjálfstæðisflokkurinn, algjörlega óverðugur, bætir við sig verulegu fylgi í komandi kosningum. Spilling og hroki sem einkennt hafa flokkinn eru ekki eiginleikar sem ástæða er til að verðlauna. Sú tegund af valdastjórnmálum sem þeir ástunda með því að flokksvæða ríkisstofnanir eða selja þeim er uppfylla "réttu" skilyrðin er ekki ástæða að umbuna. Setja útvalda í stöður dómara, seðlabankastjóra eða sýslumanna er vanvirða við jafnræði og það meginviðmið að menntun og hæfileikar séu meginforsendur við stöðuveitingar. 

johnesen_og_bjornssonViðhalda þenslu fyrir verktaka, banka og fjármagnseigendur sem stuðlar að því að vaxtakjör heimilanna í landinu eru 3-5% hærri heldur en vera þyrfti gerir íhaldið ekki að vænlegum kjölfestufjárfesti í næstu ríkisstjórn fyrir hinn almenna borgara sem vill tryggja hag heimilisbókhaldsins. Skattar hafa hækkað nema á þá tekjuhæstu og skatthlutfall á fjármagnstekjur er lægst hér á landi af OECD ríkjum. Þannig hafa verið innleiddar eðlisbreytingar á skattkerfinu sem mun stuðla að gliðnun, ójöfnuði og átökum í samfélaginu. Þetta snýst ekki um öfund heldur frelsi einstaklingana til að geta verið þátttakendur í samfélaginu á heilbrigðum og réttlátum forsendum.

Mál Jónínu Bjartmarz hlítur að falla undir þann hatt. Eina mál sögunnar þar sem tekst að fá ríkisborgararétt á 10 dögum. Þingmenn allsherjarnefndar höfðu í gögnum sínum nafn ráðherrans af því að hún hafði sótt um landvistarleyfi. Saman hafa Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur innleitt verstu sort af fyrirgreiðslupólitík. Þar sem fólki og fyrirtækjum er umbunað á grundvelli fjölskyldutengsla eða flokkshollustu. Það er verið að brjóta mannréttindi með því að taka einhvern fram fyrir í röðinni á grundvelli slíks tengslanets.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir ábendinguna, Ragnar. Ef okkur tekst að finna afbrotagenið eða misnotaaðstöðusínagenið þá væri líka auðvelt að vera með lífstílsráðgjöf. Ráðleggja viðkomandi að leita sér að annarri vinnu. Árni væri sjálfsagt þokkalegur pistlahöfundur um útivist og ferðamál, en ég sem atvinnuveitandi á Alþingi ætla ekki að stuðla að því að hann verði endurráðin.

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.5.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband