Sameinumst um að sameinast

Mér hefur lengi fundist það einn helsti galli á íslenskri kosningalöggjöf að kjósendur fá í raun engu ráðið um hvaða ríkisstjórn stjórnar landinu að loknum kosningum. Einhver orðaði það þannig að það væri sama hvað hann kysi, hann væri alltaf að kjósa Framsóknarflokkinn. Fólk vill geta sent skilaboð sem hafa inntak með atkvæði sínu. Fella ríkisstjórnina eða sveitastjórnina. Að kjósa áherslur til vinstri eða hægri. Síðan gerist eitthvað allt annað. Þannig voru án efa flestir sem kusu vinstri græna í sveitastjórn Mosfellsbæjar síðastliðið vor að vinna að því að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins, en þau atkvæði voru á endanum nýtt til að endurreisa þann meirihluta. Hef haldið því fram að þá sé betra að mynda þjóðstjórn allra flokka heldur en að leika sér með skilaboð kjósenda.

peopleÞað er áhugavert að sjá frásögn í Fréttablaði dagsins af afstöðu varaformanna stjórnmálaflokkanna til æskilegs samstarfsflokks. Þar velur Guðni Ágústsson Samfylkinguna, Katrín Jakobsdóttir velur Samfylkinguna, Margrét Sverrisdóttir velur Samfylkinguna, Magnús Þór velur Samfylkinguna, Ágúst Ólafur velur Vinstri græna, en Þorgerður Katrín kemur sér hjá því að taka afstöðu. Hinsvegar má ætla að hún veldi Samfylkinguna ef eftir væri gengið, miðað við að hún hefur viljað skreyta Sjálfstæðisflokkinn með þeirri fullyrðingu að hann sé stærsti jafnaðarmannaflokkur landsins. Hinsvegar er það skoðun mín að stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki komi ekki til álita nema að ljóst sé að velferðarstjórn verði ekki mynduð og heldur ekki nema að jafnræði sé milli flokkana varðandi styrkleika.

Það gæti verið ein leið að leysa þennan lýðræðisvanda að gefa kjósendum ekki bara möguleika á að kjósa sinn flokk heldur einnig að velja sér samstarfslokk. Þetta gæti verið siðferðilegur vegvísir fyrir formenn flokka og forseta í stjórnarmyndunarviðræðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

3 DAGAR Í KOSNINGAR HELD AÐ FRAMSÓKN BÆTI Í

Á ENDASPRETTI.ER Guðrún Ögmundsd að ljúga um Jónínu Bjartm ?

leeds (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Veit ekki. Þetta er frekar óheppilegt fyrir hana að tengjast þessum einstaka gjörningi. Hinsvegar veit ég að Steingrímur Hermannsson talar manna heilastur þegar hann var spurður um hvort uppeldið á Guðmundi syni hans hafi mislukkast; "Nei, alls ekki, Samfylkingin er frjálslyndur félagshyggjuflokkur eins og Framsóknarflokkurinn var". Það var nefninlega einu sinni hægt að senda pólitísk skilaboð með því a kjósa Framsókn. En síðan eru liðin mörg ár ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.5.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband