Kirsuberjatréđ

Fyrir utan gluggann á stofunni, í garđinum okkar hér í Mosfellsbć er kirsuberjatré. Viđ hliđina á ţví er álíka stórt tré, koparreynir. Ţau eru tákn upphafs og endis á sumrinu. Kirsuberjatréđ er í blóma snemmsumars, međ fallegum bleikum blómum, en koparreynirinn er komin međ ţétta og mikla hvíta berjaklasa síđla sumars.

KirsuÍ Japan og Washington eru hefđir og hátíđahöld ţegar kirsuberjatren hafa blómgast. Sérstakir spávísindamenn álykta út frá tíđarfari og veđurspám í byrjun mars hvenćr kirsuberjatrén muni blómstra í Washington. Í vor var spáđ ađ trén yrđu í hámarks blóma um fjórđa apríl. Ţetta er nauđsynlegt ađ vita međ fyrirvara ţví ađ fjöldi ferđamanna leggur leiđ sína til höfuđborgar Bandaríkjanna til ađ vera ţar staddur ţegar blómin opna sig og gefa ţannig tákn sumarkomunnar. Blómgunin getur veriđ breytileg hvađ nemur allt ađ fimm vikum milli ára. Ég var einu sinni staddur í Washington á ţessum tíma og áttađi mig ekki strax á ţessu kirsuberjatali.

Kirsuberjatréđ fyrir framan stofugluggann er sérstakur yndisauki og krydd í tilveruna. Tók ţessa mynd af ţví í gćr, en ţađ hefur veriđ smátt og smátt ađ bćta á sig blómum. Hef trú á ţví ađ ţađ verđi öll blóm útsprungin á morgun, laugadaginn 12. maí. Ţá eru kosningar, sem ég vona ađ munu einkennast af ţví ađ fólk kjósi ađ breyta til, fá svolítiđ krydd í hversdagsleikann. Gefa ţreyttum hvíld og gefa Samfylkingunni góđa kosningu. Opna á ţann möguleika ađ hćf kona verđi forsćtisráđherra landsins. Flokkurinn hefur veriđ ađ bćta á sig blómum síđustu vikurnar og mikilvćgt ađ tryggja ađ allt verđi í hámarksblóma á kjördag.

FRELSI                        JAFNRÉTTI                 KĆRLEIKUR


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband