Samræður og samvinna

Vinnulag Alþingis hefur sett verulega niður með stjórnunarstíl Sjálfstæðisflokksins, sem ríkt hefur síðustu 16 árin. Lengst var þó gengið í þessa átt, þegar tveir menn töldu sig hafa umboð til að flækja þjóðina inn í stríðsrekstur í fjarlægum löndum. Framkvæmdavald og ráðuneyti fóðra þingið á frumvörpum sem síðan eru drifin í gegn hvert á eftir öðru með hollustu við meirihlutavald. Til dæmis komust einungis tvö léttvæg mál frá stjórnarandstöðu fram á síðasta þingi. Það þarf að skapa þroskaðra andrúmsloft á Alþingi þar sem að það verði ríkjandi  viðhorf að allar góðar hugmyndir, hvaðan sem þær koma, geti haft vigt og vægi. Auðvitað þarf einnig að liggja fyrir að tiltekinn fjöldi þingmanna sé tilbúin að verja nýja ríkisstjórn gegn vantrausti.

DialogueÞað jákvæðasta sem mun koma út úr þessum kosningum er að vinnubrögð ofríkis og valdastjórnmála munu treglega ganga fram. Eina sterka meirihlutasamstarfið væri Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. En það er ekki í takt við áherslur Samfylkingarinnar á lýðræði að mynda slíka valdablokk með Sjálfstæðisflokknum. Það væri líka með ólíkindum ef VG hefði þor til að mynda slíka valdablokk og það var ánægjulegt að heyra yfirlýsingu Kolbrúnar Halldórsdóttur um nauðsyn þess að innleiða eðlisbreytingar á vinnubrögðum Alþingis, þannig að allir sætu við sama borð. Það er líka ánægjulegt að heyra viðhorf Bjarna Harðarsonar og fleiri að það sé full ástæða til að skoða myndun félagshyggjustjórnar. Akur samvinnu og samræðna er framundan og hann verður frjór og gjöfull fyrir heimilin í landinu og eflingu lýðræðisvitundar. Þetta tvennt er það sem helst þarf í áherslum nýrrar ríkisstjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Gulli minn meðan við erum í þessum pólitíska skrípaleik verða enga breytingar.
Til hver þurfum við að vera með fimm flokka á þingi og enginn er sammála við að stjórna þessu smá firma sem Íslenska ríkið er.Væri ekki miklu hagkvæmara
að ráða nokkra klára fjármála menn og konur til að stjórna þessu smá apparati.
Gerum okkur grein fyrir því að á alþjóða mælikvarða er Íslenska ríkið bara smá apparat sem staðsett væri í hornskrifstofu einhvers stórfyrirtækis erlendis.

Hallgrímur Guðmundsson, 17.5.2007 kl. 00:30

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Halli

Gaman að fá þig sem bloggvin, eftir öll þessi ár

                  Með kærri kveðju

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.5.2007 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband