Útskrift

Eitt af táknum sumarkomunnar eru hvítu stúdentskollarnir. Í fyrradag var prófsýning og í gær útskrift í Borgarholtsskóla. Þetta var fallegur sólardagur. Reyndar finnst mér að allir útskriftardagar á Borgarholtinu hafi verið sólríkir. Um 160 manns að ljúka sínum áfanga, salurinn fullur af aðstendendum, vinum og starfsfólki. Það er samt merkileg blanda af gleði og söknuði á slíkumBHS_utskrift tímamótum. Frábært að sjá allt þetta efnilega fólk vera að fara út í lífið og væntingar um að draumar þeirra og tækifæri gefi af sér framtíð fulla af inntaki og lífsfyllingu. Á sama tíma er líka eitthvað ferli að enda sem að er búið að vera í farvegi um nokkurra ára skeið. Nú er kominn punktur. Fólk fer í sitthvora áttina.

Um næstu helgi höldum við útskriftarárgangur 1982 frá Menntaskólanum á Laugarvatni upp á 25 ára afmæli. Þetta er á Hvítasunnu, þannig að einhverjir eru uppteknir í öðru. Það er þó 20 manna hópur sem ætlar að fara. Hluti hópsins ætlar að ganga Kóngsveg á Laugarvatn. Efast um að Borghiltingar sem að voru að útskrifast í gær muni samfagna eftir 25 ár. Það eru kostir og gallar við fjölbrautakefið og bekkjarkerfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband