Regnbogahlaupið

Fyrir nokkrum árum merkti ég leiðir á fellin umhverfis Mosfellsbæ í góðri samvinnu við okkar ágæta garðyrkjustjóra og landeigendur. Nú eru stikurnar víða fallnar niður, hinsvegar hafa myndast á sumum stöðum góðar götur þar sem þær voru. Hef oft hugsað mér að það væri verðugt verkefni að fylgja þessu betur eftir. Hugmyndin hjá mér var að fellin fjögur væru eins og fjögurra laufa smári og stilkurinn væri útivistar- og verndarbeltið meðfram Varmá. Stikurnar sem voru´hafðar í litum regnbogans, rauðar á Helgafell, gular á Reykjafell, grænar á Reykjaborg (og út á Vatnshorn) og bláar á Úlfarsfell. Það hlítur að teljast óskastaða fyrir bæinn að eiga sinn fjögurra laufa smára og regnboga. Það er líka gott fyrir hvern og einn að eiga sína óskastund, sáttur við Guð og menn upp á fellunum. Þarna er óplægður akur fyrir útivistarbæinn okkar.

Perlur_01Hef verið að hugsa um hvernig við eflum eitthvað konsept í kringum þetta, sem festir þessar leiðir betur í sessi í hugum almennings hér á höfuðborgarsvæðinu, þannig að þær verði meira notaðar. Ein hugmynd er að klukkan tíu að morgni 17. júní ár hvert verði hlaupið svonefnt Regnbogahlaup, hringinn eftir fellunum fjórum. Valið yrði eitthvað þema eða hugtak sem myndar þá ósk sem við veljum til styrktar og eflingar góðu mannlífi. Það gæti verið kærleikur, friður, jöfnuður, ríkidæmi, hollusta, næring, sjálfstraust, vilji, fegurð, hreysti og margt fleira. Auðvelt er að hugsa sér að tvinna þetta saman við skáldskapargyðjuna og staðsetja ljóð sem tengjast tilteknu þema á leiðinni til að styrkja andannn enn frekar.

Hlaupið myndi byrja á íþróttasvæðinu að Varmá, farið í átt að Helgafellshverfi um nýja göngustíginn undir Vesturlandsveg, upp götu í skriðu Helgafells, á toppinn og niður Slættudal, yfir Skammadal, upp Reykjafellið á móts við hestagerði, á toppinn og niður dráttarvélarslóð í átt að Varmá og yfir í átt að Reykjaborg eftir vegslóða, þaðan síðan eftir hryggnum út á Vatnshorn, farið þar niður stíg og farið í átt að Úlfarsfelli, farið upp á topp eftir stíg, niður í Hamrahlíðarskóg og síðan fram hjá Lagafelli og til baka að Íþróttamiðstöð.

Hvernig lýst ykkur á þessa hugmynd? Hef margoft farið á fellin eitt og eitt, en ekki hlaupið slíkan hring. Vill einhver prófa eitt svona rennsli með mér á fimmtudaginn og setjast síðan í pottinn í framhaldi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú versnar ekki! Kv.B

Baldur Kristjánsson, 30.5.2007 kl. 02:01

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

...er þetta ekki góð hugmynd?... ætla að taka tímann á morgun.. legg af stað "regnbogann" frá Íþróttamiðstöð kl 17 kv. G

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.5.2007 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband