Ofbeldi elur af sér ofbeldi

Efast um að nokkur trúi því að dráp á þúsundum manna, kvenna og barna í Írak með stríðsrekstri þar hafi dragið úr Ofbeldilíkum á hryðjuverkum í Bandaríkjunum. Rannsóknir hafa sýnt að dauðarefsingar eru tengdar við þau fylki þar sem glæpir eru mestir og að tíðni ofbeldisglæpa eykst þegar umfjöllun fjölmiðla beinist að einstaklingum sem teknir eru af lífi með dauðadómi.

Það sem verst er að stundum nýta misvitrir stjórnmálamenn sér það að kynda undir ótta í samfélaginu til að koma síðan fram eins og sá sem að muni einn geta frelsað lýð undan ógnuninni. Eftir að hafa búið í Ameríku í fjögur ár veit ég að þar á fólk betra skilið. Vonandi kjósa þeir Hillary sem næsta forseta. Hún væri líkleg til að treysta innviði samfélagsins, sem gæti dregið úr þeim ótta og tortryggni sem að er í þjóðarsálinni.


mbl.is Eru pyntingar góð hugmynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Efast líka stórlega um það, enda er ég sannfærður um að 9/11 hafi bara verið enn ein "false flag " aðgerðin sem þeir hjá CIA eru orðnir sérfræðingar í að framkvæma, við getum kallað það meistarastykkið þeirra...en nær sanni væri að segja dráp á hundruðum þúsunda í Írak.

Georg P Sveinbjörnsson, 12.12.2007 kl. 22:36

2 identicon

Ég held að einhver hafi gleymt að taka lyfin sín í gær um kvöldmatarleytið (þ.e. Georg). Ég er svo sannarlega á móti Bush stjórninni en enn meira á móti svona paranoju...

Vala (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 07:38

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það var stofnað til Íraksstríðsins á fölskum forsendum sem okkur er kunnugt um núna. Það sem vantar kannski er að menn séu dregnir til ábyrgðar fyrir þessar röngu upplýsingar.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 13.12.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband