5.1.2008 | 19:38
Mun hótel falla að götumynd?
Mikið er rætt um niðurrif tveggja húsa við Laugaveg. Persónulega finnst mér þessi hús ljót og í raun ekki í takt við annað við götuna. Mun áhugaverðara er að vita hvort að tryggt sé að fyrirhugað hótel muni falla að götumyndinni. Gildi verndunar er hér eingöngu tengt aldri og sögu. Húsafriðunarnefnd sem vinnur hið opinbera mat á því hvað ber að vernda af okkar byggingarlist, hefur ekki lagst gegn niðurrifinu. Vonandi á ekki að byggja ferkantað steypuvirki á þessum stað. Í Aðalstræti tókst að byggja við fyrri byggingu og reisa hótel sem fellur vel að miðbæjarstemmingunni.
Margrét og Svandís ósáttar við flutning húsanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur leiðir mannrækt í Mosfellsbæ og útivist að Stafafelli í Lóni. Vinnur við kennslu, að sameiningu sálar og líkama og síðast en ekki síst að efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu.
Netfang; gbo@bhs.is
Bloggvinir
- varmarsamtokin
- baldurkr
- dofri
- saxi
- bjarnihardar
- herdis
- hlynurh
- jonthorolafsson
- gummisteingrims
- hronnsig
- kolbrunb
- steinisv
- skodun
- vglilja
- heisi
- sigurgeirorri
- veffari
- hallgrimurg
- gretarorvars
- agustolafur
- birgitta
- safinn
- eggmann
- oskir
- skessa
- kamilla
- olinathorv
- fiskholl
- gudridur
- gudrunarbirnu
- sigurjonth
- toshiki
- ingibjorgstefans
- lara
- asarich
- malacai
- hehau
- pahuljica
- hlekkur
- kallimatt
- bryndisisfold
- ragnargeir
- arnith2
- esv
- ziggi
- holmdish
- laugardalur
- torfusamtokin
- einarsigvalda
- kennari
- bestiheimi
- hector
- siggith
- bergen
- urki
- graenanetid
- vefritid
- evropa
- morgunbladid
- arabina
- annamargretb
- ansigu
- asbjkr
- bjarnimax
- salkaforlag
- gattin
- brandarar
- cakedecoideas
- diesel
- einarhardarson
- gustichef
- gretaulfs
- jyderupdrottningin
- lucas
- palestinufarar
- hallidori
- maeglika
- helgatho
- himmalingur
- hjorleifurg
- ghordur
- ravenyonaz
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- drhook
- kaffistofuumraedan
- kjartanis
- photo
- leifur
- hringurinn
- peturmagnusson
- ludvikjuliusson
- noosus
- manisvans
- mortenl
- olibjo
- olimikka
- omarpet
- omarragnarsson
- skari60
- rs1600
- runirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- sigingi
- siggisig
- stjornlagathing
- snorrihre
- svanurmd
- vefrett
- steinibriem
- tbs
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 353897
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það á bara að rífa þetta.
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2008 kl. 19:45
Lítið hotel gæti staðið þarna
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2008 kl. 20:09
Það er búið að samþykja 4 hæða "ferkantað steypuvirki" þarna. Um leið og húsin verða farin verður hafist handa við að byggja hús sem er fyrirfram vitað að mun engan veginn falla inn í götumyndina. Það er engin ánægður með arkitektúrinn á hótelinu sem kemur þarna.
Ef að það stæði til að nota sömu nálgun og notuð var á Aðalstræti þá værum við í Torfusamtökunum ekki að mótmæla niðurrifinu. Við höfum sjálfir alltaf lagt til að sú nálgun yrði notuð á þessum stað.
Húsafriðunarnefnd hefur ekki lagst gegn niðurrifi á þessum byggingum einfaldlega vegna þess að þessi hús eru ekki ómetanlegar þjóðargersemar, en hún hefur harðlega gagnrýnt þá byggingu sem stendur til að reisa.
Þetta mál snýst fyrst og fremst um verndun götumyndar
Torfusamtökin , 5.1.2008 kl. 21:33
Takk fyrir innlegg. Þessu sjónarmiði um mikilvægi þess að vernda götumynd þarf að koma betur til skila. Það er grípandi á meðfylgjandi mynd af húsunum hvað þau eru lítil og lágkúruleg (en sjálfsagt með merka sögu). Þegar verið er að tala um vernd á þessum tilteknu húsum, þá er hætta á því að málið fái e.t.v. ekki þann stuðning sem það á skilið.
Ég var ekki búin að sjá úttekt á blaðsíðu 6 í Mbl í dag. Þar eru tillögur Torfusamtaka sýndar og tillagan að hótelinu. Verð að viðurkynna að hótelhugmyndin er svolítið of "ferkantað steinvirki" fyrir minn smekk. Sé hinsvegar að í tillögu Torfusamtaka er gert ráð fyrir að húsum sé lyft, endurbætt og stækkuð. Tek hinsvegar eftir því að húsin ofar eru þrjár hæðir og því spurning hvort hægt sé að útfæra tillögu í "gamla stílnum" um þrjár hæðir, sem að næðist sátt um.
En sennilega er þetta mál eins og því miður oft gerist í skipulagsmálum að ekki er gefið nægjanlegt svigrúm til að skoða alla möguleika og leita bestu niðurstöðu.
Gunnlaugur B Ólafsson, 5.1.2008 kl. 21:50
Það er hins vegar ljóst að sólin vermir ekki Laugaveginn ef byggingar verða of háar þarna. Ég sé engan tilgang með því að eyða 200 milljónum í að flytja þessi hús í Hljómskálagarðinn.
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2008 kl. 23:40
Að flytja húsin í Hljómskálagarðinn er arfavitlaust, en lýst ekki heldur á þetta hótel þarna - fjárfestar vilja auðvitað byggja eins stórt og hægt er til að hafa hagnað af lóðarkaupum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.1.2008 kl. 00:20
Til allrar hamingju bý ég ekki í Reykjavík,og kem þar eins sjaldan og ég get,fylgist með í fjarska hvernig valtað er yfir fólk og skoðanir þar, til þess að einhverjir peningamenn og verktakar geti makað krókinn með byggingum í grónum hverfum.
Hef aldrei getað skilið þessa miklu þörf fyrir verslunar og skrifstofurými, held líka að með því að rífa gömul hús,sem þykja kannski ekki falleg en eiga sögu,sé lítill akkur í því að byggja ennþá,ljótari ný hús.
Mér finnst að ásýnd borgarinnar sé að verða sífellt kuldalegri,eftir því sem gömlum húsum fækkar og ný rísa í staðinn.En Það er sagt, að svo megi illu venjast að gott þykji.
Því er nú þannig farið með mig að mér finnst t.d. Ráðhúsið allt frá byggingu þess minna mig á vanskapaðan setuliðsbragga, og ekki get séð að þessi lausn við Alþingishúsið sé til þess að fegra útlitið eða í takt við það sem fyrir er þarna, og fleira mætti telja. Ég er ekki arkitekt eða listamaður, þetta er bara mitt sjónarmið á þessi mál, það virðist aldrei vera hugsun lengra en að byggja, burt séð frá því hvort það fellur inn í heildamyndina,hún er aldrei skoðuð,og ef það er gert er hún látin leggja milli hluta.Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 6.1.2008 kl. 08:20
Hvar eru verndarsjónarmiðin Gunnlaugur? Eru þau aðeins bundin við gömlu iðnaðarhúsin við Álafoss? Þar berðu mikla umhyggju fyrir óraunhæfri framtíð sumra húsa sem nokkur eru byggð úr vægast sagt mjög varasömum efnum, asbesti og þ.h. Og þú vilt fórna umhverfi Álafoss með því að byggja brú fyrir ofan hann og koma umferðinni þangað. Ekki er það mjög praktískt.
Mér líst betur á hugmyndir Torfusamtakanna um húsagerð á fasteigninni Laugavegur 4-6 en þetta stóra hús sem fasteignareignareigandinn (lóðareigandinn) vill. Hótelrekstur kallar á mikla umferð sem ekki er bætandi á um þessar slóðir.
Með bestu kveðjum í Kvosina.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.1.2008 kl. 08:45
Takk fyrir athugasemdir Ari og Guðjón. Ég er alveg sammála Ara um ráðhúsið, að ég hef ekki enn tekið það í sátt. Mér finnst það ekki passa inn í umgjörðina Iðnó og húsin við Tjarnargötuna. Þó það eitt og sér sé glæsilegur arkitektúr og gæti verið flott stakstætt út á hafnarbakkanum eins og meðal annars var rætt á sínum tíma.
Húsafriðunarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að leggjast ekki á móti niðurrifi húsanna að Laugavegi 4-6, enda séu þau ekki slíkar gersemar með tilliti til byggingarsögu. Ég skil það svo að megináhersla Torfusamtakana og undir þau hefur húsafriðunarnefnd tekið að varðveita götumyndina. Að þær breytingar eða nýbyggingar sem komi verði í hinum gamla stíl. Þetta er rætt hér að ofan og nefnt dæmi um vel heppnaða byggingu hótelsins í Aðalstræti, sem lagar sig að þeim anda sem að fyrir er.
Man eftir að ég heyrði fyrir nokkru áhugavert viðtal við Hjörleif Stefánsson um það að menn hafi oft verið of fastir í að vernda hús nákvæmlega eins og talið er að þau hafi verið upprunalega. Hann var einmitt að rökstyðja það sem að ég er svo innilega sammála að það er hægt að endurbyggja í þeim anda sem götumyndin gefur og ná þannig fram spennandi heild. Nú á hinsvegar að brjóta þetta upp með fjögurra hæða "ferköntuðu steinavirki". Því er ég alfarið á móti.
Guðjón Jensson, sveitungi og göngufélagi telur að hann sé nú búin að máta mig, af því að ég hef haft áhuga á verndun Varmársvæðisins í Mosfellsbæ. Hef viljað taka frá þessa meginæð í gegnum bæinn fyrir mannlíf og útivist. Þessar útivistar- og söguslóðir, sem tengir einnig saman perlur hans Reykjalund, Álafosskvos, skóla- og íþróttasvæði og hesthúsahverfi. Þar hafa Guðjón og félagar gengist undir hagsmuni fjármagns og verktaka. Gegn lýðræðislegri umræðu.
Varðandi húsin í Álafosskvos gildir svipað. Ég vil viðhalda þeirri þorpstemmingu sem þar ríkir. Hún er einstök og mikil verðmæti í henni. Þau skynja til dæmis útlendingar sem koma á svæðið, að þetta er heimur með sögu og sál. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þar má ekki heldur vera blind verndunarstefna. Til dæmis er ég ekki á móti því að t.d. sé byggður bílskúr við eitthvað hús, ef það er látið falla að heildarstíl og pláss er fyrir hann. Með svipuðum hætti er ég efins um að það eigi að byggja aftur elsta hús Kvosarinnar, eins og áform eru um, úr því það reyndist algjörlega ónýtt og var rifið nýlega. Finnst það ekki vera í stíl við húsin upp meðfram brekkunni eða í stíl við gamla verksmiðjuhúsið.
Guðjón segir "þú vilt fórna umhverfi Álafoss með því að byggja brú fyrir ofan hann". Það er ótrúlegt að sjá svona fullyrðingar birtast sem draug aftur og aftur í málflutningi þeirra sem styðja verktakalýðræðið í Mosfellsbæ. Tillögur Varmársamtakanna gengu út á að tenging við Vesturlandsveg úr Helgafellshverfi kæmi í jaðri byggðar, en ekki meðfram Varmá um Álafosskvos. Það gátu Vinstri grænir í Mosfellsbæ ekki stutt af því að þeir vildu sýna verktakanum hollustu sem var búin að binda þá í báða skó, þannig að þeir gátu hvorki tekið þátt í fundum eða umræðu um málið á skynsamlegum nótum.
Meira að segja brúin sem að Guðjón vill eigna mér er nákvæmlega útfærð í samningi við verktakann, sem gerður var sama dag og málefnasamningur VG og Sjálfstæðisflokksins. Þann dag framseldi Guðjón frelsið til umræðu um þróun byggðar og umhverfismál Mosfellsbæjar. Ég held hinsvegar mínu málfrelsi og nýt þess. Þó ég sjái ekki gildi verndunar þessara tilteknu húsa þá er ég harður á verndun götumyndar og gegn áformum um þessa hótelbyggingu á þessum stað.
Ég veit ekki betur en að það sé gagnkvæmur velvilji milli mín og Torfusamtakanna, enda eru það sameiginlegir hagsmunir Varmársamtakanna og þeirra að mynda í landinu einhverja regnhlíf fyrir íbúasamtök. Styð starf Torfusamtakanna heilshugar. Þau hafa náð miklu fram og gegna enn mikilvægu hlutverki. Þar eru í forsvari menn sem að ég ber virðingu fyrir og tek mark á varðandi þróun miðbæjarins.
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.1.2008 kl. 14:03
Gunnlaugur: mér finnst þú vera í hóp þess fólks sem hefur mjög ríka tilhneygingu að gera flókna hluti einfalda. Það er auðvitað unnt að endurstilla upp staðreyndum með hliðsjón af því hvaða niðurstöðu maður vill fá.
Þegar menn komast í rökþrot er oft þrautalendingin að snúa öllu meira og minna upp á haus til að fá betri vígstöðu.
Að gera mig að einhverjum blóraböggli verktakalýðræðis varðandi þetta kvosarmál vísa eg alfarið til föðurhúsanna enda hefi eg hvorki komið að ákvarðanatöku né notið nokkurra hagsmuna að þessi lausn varð ofan á sem þú hefur eytt allt of miklu púðri í.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.1.2008 kl. 15:02
Guðjón minn, þú settir þetta í samhengi við Mosfellsbæ og lést rangfærslur fylgja með. Þú gast ekki búist við öðru en að ég svaraði þér. En allt í góðu.
Punktur minn í þessari umræðu er að ég er ekki sannfærður um að það sé mikill skaði af því að fjarlægja, rífa, taka niður þessi hús á Laugavegi 4-6. En svo get ég skipt um skoðun ef einhverjum tekst að sannfæra mig um að þetta séu merkar minjar.
Hinsvegar vil ég sjá ákveðna djörfung í að vernda götumynd Laugavegar í þeim anda sem að Torfusamtökin hafa baris fyrir´um langt skeið.
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.1.2008 kl. 16:21
Hvaða rangfærslur áttu við?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 7.1.2008 kl. 08:14
1. Það sé ósamræmi í afstöðu minni til verndunar.
2. Ég eða Varmársamtökin vilji þvera ána fyrir ofan Álafoss. Safngata þarna er skjalfest í samningi þinna manna við verktaka og í deiliskipulagi. VS tillögur voru einungis að í stað tengibrautar um Álafosskvos væru tengsl við Vesturlandsveg í jaðri byggðar.
Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 7.1.2008 kl. 09:51
Burt með þessi hús.
Hvaða menningarverðmæti hafa þau að gegna?
"nike"húsið er ekki lengur það hús sem það var fyrir 100 árum, sjái þið frammhliðina á því húsi, einn stór langur gluggi sem var gerður fyrir x mörgum árum og þar með var húsið eyðilagt. Það er fátt inní húsinu upprunalegt annað en þakvirkið sem engin sér.
Fjólubláa byggingin þar við hliðiná er hrikaleg, þessi hús eru útkrotuð og engum til sóma.
Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.