Langflestir vilja upprunalegan stíl

Það er alltaf sitt hvað að gera skoðanakannanir og túlka niðurstöður þeirra. Þannig er ekki rétt að stilla fólki gagnvart spurningunni viltu rífa húsin eða vernda þau. Fyrirsögn þessarar fréttar hefði átt að vera á þeim nótum að draga fram að um 70% vilja byggja í upprunalegum stíl, hvort sem að þar koma ný hús eða þessi verði endurbyggð. Þessi áhersla á að viðhalda gamla stílnum er meginniðurstaða, ef að menntamálaráðherra er í óvissu. Hún hefur lýst yfir að hún muni byggja ákvörðun sína á vilja fólksins.
mbl.is Meirihlutinn vill ný hús við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Auðvitað er meginverndunarsjónarmið að viðhalda ásýnd miðborgarinnar. Þar eru mörg falleg hús til að vernda. En það þarf að vega og meta. Það er ekki verjandi að verja ofurfjárhæðum á einskis verða hjalla. Ef einhverjir eru tilbúnir að taka á sig kostnaðinn er það gott mál. En Stórir steinkumbaldar eiga ekki heima á Laugaveginum. Ég gekk hann í dag. Þar er margt dapurlegt. Það er alveg hægt að gera hann aðlaðandi. Í dag er þetta líflaus útkrössuð gata. Ósamstæð. Mér varð hugsaðtil gamla hippahverfisins í San Francisco. Ákveðinn sjarmi en hnignun. Í raun þarf að efna til samkeppni um Laugaveginn. Gera hann aðlaðandi með gömlu og nýju annars deyr miðborgin.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.1.2008 kl. 02:38

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 11:26

3 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Það er ekki hægt að gera upp skoðun fólks. Þessi fyrirsögn er alveg í samræmi við fréttina. Það eina sem að við vitum er það að 41,5% fólks vilja fá ný hús sem taka mið af götumyndinni, 30,5% fólks vilja fá ný hús s.kv. núverandi teikningum (sem eru ekki í "upprunalegum" stíl) og 27,6% vilja friða húsin.

Eftir stendur að 41,5% fólks vilja fá ný hús í "upprunalegum" stíl en ekki 70% 

Ólafur Guðmundsson, 11.1.2008 kl. 11:31

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Samkvæmt mínum skilningi og teikningum frá Torfusamtökunum að þó það verði farin friðunarleið og tiltekin hús endurbyggð, þá stendur til að lyfta þeim upp. Sett verði undir þau önnur hæð. Því segi ég það að endurbygging húsanna 27,6% og 41,5% að byggja ný hús sem taki mið af götumynd, það er gamalla húsa. Samanlegt gerir þetta um 70% sem vilja fara leið endurnýjunar húsakosts á þessum stað með áherslur á upprunalegan stíl. Annaðhvort í formi endurbyggingar þessara húsa eða í samræmi við nálæg eldri hús.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.1.2008 kl. 16:10

5 Smámynd: Torfusamtökin

Ég tek undir það sem Gunnlaugur segir varðandi túlkun á þessari viðhorfskönnun. Það er alveg á hreinu að ef að tillaga um friðun hefði ekki komið fram, þá hefði byggingin risið sem einungis 30% eru sáttir við. Þess vegna er villandi að tala um þriðja valkostinn. Þeir valmöguleikar sem eru í stöðunni núna eru:

Friðun, sem þó kemur ekki í veg fyrir að töluverð uppbygging geti orðið á lóðinni.

eða

Samþykkt teikning af 4 hæða Hótelbyggingu sem meirihluti aðspurðra lýsir sig andvígan.

Ég vísa einnig í grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið.

http://visir.is/article/20080111/SKODANIR03/101110131/-1/SKODANIR

Þórður

Torfusamtökin , 13.1.2008 kl. 01:14

6 Smámynd: Torfusamtökin

Þar fyrir utan má nefna að "byggja í gömlum stíl" er svo mikið skammaryrði í hugum arkitekta að þyrfi mikla viðhorfsbreytingu til að það gæti orðið.

Því er nauðsynlegt að hafa þessa gulrót sem gömlu húsin þarna eru óneitanlega.

Reglur húsafriðunarnefndar eru þá leið að hægt er að fara fram á endurbyggingu þó svo að einungis 20% séu eftir af upprunalega húsinu sé það friðað.

Torfusamtökin , 13.1.2008 kl. 01:32

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir upplýsingarnar Þórður - vonanadi fáum við þarna fallegar endurbætur/uppbyggingu í anda miðbæjarins.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.1.2008 kl. 01:48

8 Smámynd: Birna M

Sumir láta eins og við viljum láta friða húsin í því sóðalega ástandi sem þau eru í dag. Sjálf vildi ég láta endurnýja þau sem næst upprunalegri mynd og varð veita eitthvað af bakhúsunum með, þau hafa bara verið látin drabbast þarna niður en í höndum réttra eigenda sem hefðu látið sér annt um þau hefðu verið þarna hús í góðu ástandi, sem gaman hefði verið að hafa þarna og ég sá jafnvel bakhúsin fyrir mér notuð undir eitthvað, ekki bara einhverjar spýtnahrúgur sem biðu þess að vera burt keyrðar. Í mínum augum eru þessi hús sorglegt dæmi um mjög þröngsýna eigendur.

Birna M, 13.1.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband