12.1.2008 | 00:00
Verði þinn vilji
Eitt af því sem komið hefur mér á óvart síðustu mánuði eru fyrirferðarmikil skrif þeirra sem spá allsherjarstríði milli kristinna manna og múslima. Sótt er að þeim persónulega sem viðra önnur sjónarmið. Dómharka og hroki í nafni trúar. Þeir sem hafa takmarkaða þekkingu á rúnum trúarrita og sjá ekki þessi teikn á lofti eru afgreiddir sem vitgrannir einfeldningar. En ef til vill er það ekki versta hlutskiptið að vera einfaldur, ef það væri raunin. -Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það eigi, því þeirra er Guðs ríki-. Það getur enginn útnefnt sjálfan sig sem hinn rétta fulltrúa almættisins eða að geta á þeim forsendum talað niður til fólks. Þó trúarrit geti verið góðir leiðarvísar þá eru innsæi og hlýja, vilji og hjartalag þau fjöregg sem að okkur eru gefin til að framkvæma vilja Guðs. Þessir eiginleikar mannsins eru þau vopn sem við eigum að nýta, því bókstafurinn einn skilar okkur skammt í áttina að bættum heimi..
Tók rökræðu við Vilhjálm Örn Vilhjálmsson um friðarferli í Miðausturlöndum.
Athugasemdir
Gerðu mér vinsamlegast ekki upp skoðanir Gunnlaugur. Ég hef aldrei talað eða skrifað um neitt allsherjarstríð kristinna og múslíma, sem þú skrifar um. Þú ert kannski einn af þessum bloggurum sem heyrir sýnir og sér raddir? Ég er hvorki kristinn né múslími. Það er heldur ekkert hægt að lesa um þetta "stríð" í færslu minni sem þú vísar í eða athugasemdirnar þar. Þú hefur greinilega ekki lesið stafkrók á síðum mínum. Hroki í nafni trúar, er eitthvað sem þú verður að eiga við sjálfan þig eða aðra en mig.
Trúað fólk, kristið, skrifar á síður mínar vegna þess að það styður Ísraelsríki eins og ég og stuðningur þess er undirbyggður. Mér á hins vegar afar erfitt með að skilja hvernig fólk getur lýst stuðningi við fólk og þjóðir sem lítilsvirðir öll þau gildi sem lýðræðið á Íslandi byggir á.
Ég var að skrifa um ferð utanríkisráðherra okkar til Egyptaland, sem mér finnst fásinna og eyðsla á skattpeningum. Það sem þú kallar rökræður þínar, eru að mestu eintal við sjáflan þig um eitthvað sem ég hafði ekki sagt. Ég hef áhyggjur af öfgamönnum sem nota orð Kóransins til að réttlæta glæpi sína og áform um heimsyfirráð Íslams, þar sem mannréttindi eru fótum troðin, konur eru einskis virtar og mannslíf eru einskis virði. Maður þarf ekki að vera kristinn til að hafa áhyggjur af því. Ég þekki fjölda múlsíma og fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð og þeir deila með mér þessum áhyggjum. Blindur stuðningur við öfga-Íslam er skipbrot lýðræðis. Og ef þú veist ekki að slíkir öfgamenn stefna að heimsyfirráðum með aðferðum nasista, ættir þú að kynna þér arfaflóruna aðeins betur.
Ef eitthvað er, sýnir þú með þessari færslu þinni hroka í nafni fávisku. En viskuorð þín í lokin ættir þú að senda til t.d. Hamas á Gaza og sjá hvað þeir geta fengið út úr þeim.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.1.2008 kl. 13:30
Vilhjálmur, þarna kemur strax þessi tónn dómhörku og tal um fávisku. Þú gerir einnig í þínum pistli lítið úr ferð utanríkisráðherra og hennar "tuði" um landnám Gyðinga. En þú nefnir ekki það sem tuð þegar George Bush leggur það einnig upp sem lykil að lausn að þeir skili hernumdu svæðunum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 12.1.2008 kl. 13:45
Fullorðið fólk að rífast um hver eigi betri ósýnilega súperhetju sem sem vin, eitthvað sem ég sjálfur hætti um 9 ára gamall að mig minnir..
DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 14:58
Því fyrr sem meirihluti mannkynsins áttar sig á því að guðir Biblíunnar, Kóranins og annarra rita eru bara tilbúningur manna, því betra....
Púkinn, 12.1.2008 kl. 17:02
Guð hjálpi ykkur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.1.2008 kl. 20:23
DoctorE bendir á fróðlegt myndband á sinni síðu. Þar kemur fram að margt bendir til að innrásin í Írak hafi verið skipulögð á trúarlegum forsendum. Þar eru því kristnir bókstafstrúarmenn sem hafa tvinnað sinni trúarafstöðu inn í pólitík og stríðsrekstur. Því er ákveðin samsvörun milli bókstafstrúaðra kristinna manna og múslima. Báðir eru sannfærðir um að Guð þeirra muni umbuna þeim fyrir baráttu þeirra, ef þeir deyja í slíku stríði.
Gunnlaugur B Ólafsson, 12.1.2008 kl. 21:06
Þakka þér fyrir Heimir, ekki veitir af.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.1.2008 kl. 21:06
Af orðum Gunnlaugs má ráða, að hann telji fjarstæðu að óttast "allsherjarstríð á milli kristinna manna og múslima". Veit Gunnlaugur ekki að alsherjarstríð á milli þessara trúarheima hefur geysað í 1400 ár ? Vissulega hafa vopnuð átök verið með hléum og friðsamleg samskipti átt sér stað. Hins vegar, á meðan Múhammeds-trú þróast ekki og er enn á miðalda-stigi, er ekki að búast við öðru en áframhaldandi átökum.
Játa verður, að Evrópumenn hafa alltaf verið seinþreittir til átaka við þennan myrka menningarheim, en þetta er slagur sem Vesturlandamenn verða bráðlega að taka. Fyrsta verkefnið er að hreinsa Evrópu algerlega af múslimskum ríkjum og lágmarka innflutning heittrúaðra múslima eins og mögulegt er. Ef Islam er ekki veitt öflug mótstaða, ganga múslimar á lagið, enda er "Útrás" (Islam) grunnforsenda þessara trúar-blekkinga (trúar-bragða). Birting Jesú-mynda er Vesturlöndum ekki nægjanleg vörn.
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.1.2008 kl. 14:18
Ég er sammála honum Lofti hér á undan mér.
Það er mikilvægt að halda í þau gömlu góðu kristnu gildi sem eru í þjóðfélaginu í dag.Að standa vörðinn.
Síðan má deila um hversu langt á að ganga í sókninni.
Við hljótum frekar að vilja að landinn syngi heims um ból frekar en að hann drepi kennarana sína útaf einhverjum tusku-bangsa sem skýrður hefur verið muhamed
Jón Hönnuður (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.