Bush Clinton Bush Clinton

 41-georgebush_142_clinton-143_georgewbush-1

44_clinton-2

Línur fara að skýrast með líkur frambjóðenda og flokka, þó margt eigi eftir að gerast fram að kjördegi. Margt bendir til að kjósendur vilji fá blöndu af ferskleika og breytingum. Republikanar virðast ekki hafa þau tromp á hendi sem líkleg eru til kjörfylgis. McCain og Huckabee virðast báðir eiga miklu meira af fortíð heldur en framtíð. Þó hugsa Bandaríkjamenn ólíkt Íslendingum. Ræddi nýlega við bandaríska konu sem aðspurð sagðist styðja Huckabee. Ástæðan - Hann væri harðasti andstæðingur fóstureyðinga!

Mikil gerjun er hjá demókrötum og þó Obama hafi dregið verulega á forskot Hillary, þá slagar það enn hátt í tug prósenta. Í ljósi þess að hún hefur ekkert síður en Obama staðið sig vel í baráttuni, þá verður að telja það ólíklegt að demókratar hafni henni þegar á reynir. Spennandi er að sjá þau tvö bjóða sig fram sem forseta og varaforsetaefni flokksins. Ef Obama vinnur þá er ólíklegt að hún gefi kost á sér sem frambjóðandi til varaforseta. Hinsvegar er Obama nýr og ferskur á sviðinu og gæti vel sætt sig við varaforseta framboð.

Það er merkilegt til þess að röð forseta Bandaríkjanna gæti orðið Bush, Clinton, Bush, Clinton. Annarsvegar feðgar og hinsvegar hjón.


mbl.is Clinton og McCain líklegust samkvæmt skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli því með eftirfarandi pistli á Deiglunni: Clinton for president, round two! - http://deiglan.com/index.php?itemid=11717

Barack Obama (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég er búin að hlusta á eina ræðu Obama og ég verð að segja að maðurinn heillaði mig. Minnti á Martin Luther King. Miklu hlýrri en Clinton sem ég er þó líka hrifin af.  Það verða örugglega jákvæðar breytingar í BNA. Og veitir ekki af.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.1.2008 kl. 23:59

3 identicon

Og svo tekur Jeb Bush við á eftir Hillary - og verður Chealsea ekki komin á aldur til að taka við eftir 16 ár?

Steini (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 11:19

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Við skulum vona að það verði Republikani áfram í hvíta húsinu.

Óðinn Þórisson, 19.1.2008 kl. 11:26

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Óðinn ertu Laugvetningur? Stundum erfitt að bera kennsl ef myndin er kvöldsólarlag.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.1.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband