21.1.2008 | 19:30
Sorglegt og sjúklegt
Fyrir um hundrað dögum gekk frískleg sveit ungs vel menntaðs og hæfileikaríks fólks með bros á vör fram til valda í Reykjavík. Skoðanakannanir hafa sýnt mikinn stuðning við nýjan meirihluta og Dag B. Eggertsson.
Nú gengur hópur fram með örvæntingu í augum og verðandi borgarstjórar ýmist veikindalegir eða vængbrotnir eftir að hafa hrökklast frá fyrir skömmu síðan. Borgarfulltrúarnir komu ekki fram með vind um hárið og bros á vör. Út úr augum allra var þjáning og angist. Gísli Marteinn hinn síkáti var alvarlegri en gengur og gerist í jarðarförum.
Þessi ráðahagur ber allur feigðina með sér. Hann er sorglegur á þann veg hversu langt er seilst til að endurheimta völdin og snýst ekki um málefni eins og verðandi borgarstjóri heldur fram.
Ólafur og Vilhjálmur stýra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.1.2008 kl. 00:34 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur leiðir mannrækt í Mosfellsbæ og útivist að Stafafelli í Lóni. Vinnur við kennslu, að sameiningu sálar og líkama og síðast en ekki síst að efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu.
Netfang; gbo@bhs.is
Bloggvinir
- varmarsamtokin
- baldurkr
- dofri
- saxi
- bjarnihardar
- herdis
- hlynurh
- jonthorolafsson
- gummisteingrims
- hronnsig
- kolbrunb
- steinisv
- skodun
- vglilja
- heisi
- sigurgeirorri
- veffari
- hallgrimurg
- gretarorvars
- agustolafur
- birgitta
- safinn
- eggmann
- oskir
- skessa
- kamilla
- olinathorv
- fiskholl
- gudridur
- gudrunarbirnu
- sigurjonth
- toshiki
- ingibjorgstefans
- lara
- asarich
- malacai
- hehau
- pahuljica
- hlekkur
- kallimatt
- bryndisisfold
- ragnargeir
- arnith2
- esv
- ziggi
- holmdish
- laugardalur
- torfusamtokin
- einarsigvalda
- kennari
- bestiheimi
- hector
- siggith
- bergen
- urki
- graenanetid
- vefritid
- evropa
- morgunbladid
- arabina
- annamargretb
- ansigu
- asbjkr
- bjarnimax
- salkaforlag
- gattin
- brandarar
- cakedecoideas
- diesel
- einarhardarson
- gustichef
- gretaulfs
- jyderupdrottningin
- lucas
- palestinufarar
- hallidori
- maeglika
- helgatho
- himmalingur
- hjorleifurg
- ghordur
- ravenyonaz
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- drhook
- kaffistofuumraedan
- kjartanis
- photo
- leifur
- hringurinn
- peturmagnusson
- ludvikjuliusson
- noosus
- manisvans
- mortenl
- olibjo
- olimikka
- omarpet
- omarragnarsson
- skari60
- rs1600
- runirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- sigingi
- siggisig
- stjornlagathing
- snorrihre
- svanurmd
- vefrett
- steinibriem
- tbs
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg frábær lýsing hjá þér á hópnum
Katrín Ósk Adamsdóttir, 21.1.2008 kl. 19:42
Ertu að segja að þeir sem nú taka við völdum séu ekki vel menntaðir þ.e. læknir og lögfræðingur? Hvar voru áskanir þínar fyrir 102 dögum þegar 4 flokka bræðingur sem ekkert hefur gert en að eyða peningum útsvarsgreiðenda og ger hverja málamiðlunina á fætur annnari.
Til hamingju Reykvíkingar loksins kominn flokkur fólks við völd sem mun lækka skatta og draga úr þvingunarstarfsemi vinstrimanna.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 19:42
Já, satt er það, sýndarmennskan var minni hjá þeim þessum en ég trúi því að þeir standi sig betur í því að stjórna Borginni. Dagur fór eins og köttur í kringum heitan graut, þyrfti hann að ræða málin í fjölmiðlum. Gott dæmi um það er fréttaviðtal þar sem rætt við hann um Laugavegshúsin.
Ekki skil ég þig rétt, sveitungi sæll, að þú dettir í sama drullupollinn og gemlingurinn af stöð tvö og sért að nudda Ólafi upp úr veikindum hans? Trúi því vart en ef svo er ekki, þá er þetta í meira lagi tvírætt hjá þér.
Síðukveðjur- Helgi.
HP Foss, 21.1.2008 kl. 19:45
Stjórnmál eins og flest í mannanna gjörðum er blanda af hugsunum og tilfinningum. Það var ánægja og væntingar, plús mikill stuðningur við borgarstjórn Dags. En svo horfum við upp á þessa nýju ásjónu þar sem greinilega enginn borgarfulltrúi nær að sýna svipbrigði gleði og hlýju, einungis þessi alvara og angist. Yfirþyrmandi þreyta og vera á byrjunarreit, er það ekki slæmt vegarnesti .....?
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.1.2008 kl. 20:55
Góður Gunnlaugur! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 21.1.2008 kl. 21:57
Gunnlaugur. Hvar er kærleikurinn, bakflæðið og það allt?
HP Foss, 21.1.2008 kl. 23:03
Helgi, ef þú ert með bakflæði þá er það tengt vélindanu. Það er hringvöðvi sem lokar ekki nægjanlega vel á fæðuna í maga. En erfiðara er að staðsetja kærleikann. Fyrr á tíð var hann talinn í hjartanu, samanber "ég elska þig af öllu hjarta". En síðan hefur hann verið staðsettur í huganum og oft settur undir hæl skynseminnar. En enn er þó talað um tilfinningar í tengslum við hjartað og þú gætir prófað að draga djúpt andann að þér og ímynda þér að þú sérst að opna á flæði um hjartað og æðarnar. Vonandi hjálpar þetta, svo þú finnir þessa góðu upplifun.
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.1.2008 kl. 23:24
þetta er dapur dagur fyrir Reykvíkinga, en þessi stjórn verður skammlíf
Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2008 kl. 00:17
Ólafur F seldi sig fyrir borgarstjórnarstólinn. Sjálftökuflokkurinn er kominn aftur til valda í borginni og er búinn að vera grenjandi utan í Ólafi og boðið honum nánast hvað sem er fyrir völdin. Svo sögðu þessir sömu aðilar að fyrrverandi meirihluti snérist bara um völd, já margur heldur mig sig. Þetta eru sorglegir aðilar og slæmt fyrir okkur fólkið að það skuli ekki vera meiri menn en þetta sem hafa stjórn Reykjavíkur í höndum sér.
Valsól (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 09:33
Það er alveg á hreinu að þetta fólk er ekki að vinna fyrir borgarbúa. Þetta gengur út á egó og eiginhagsmunarpot. Á meðan þau eyða peningum okkar í þessa þvælu sitja málefni borgarinnar á hakanum.
Sumum finnst þetta eflaust skemmtiefni en það fer um mig hljóðan þegar ég hugsa um gamalmennin og börnin sem að búa við óviðunandi aðstæður í þessari borg. Þetta fólk ætti að skammast sín.
Linda (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:22
"Til hamingju Reykvíkingar loksins kominn flokkur fólks við völd sem mun lækka skatta og draga úr þvingunarstarfsemi vinstrimanna."
Jahá, skattalækkanir kunna bara ekki góðri lukku að stýra eins og er. Er bara ekki málið að þeir koma alltaf aftur í formi annarskonar gjaldtöku sem verður væntanlega grenjað yfir.
Hvernig í ósköpunum er hægt að treysta þessum trúðum framar?
Hvað er langt síðan þetta sama fólk viðhafði orðbragð í fjölmiðlum og á fundum eftir síðustu borgarstjórarskipti? Það virðist ekki skipta máli núna, enda þetta pakk búið að leika sama leikinn að þá virðist engu skipta hvursu "sárt" og "ósanngjart" það vara að láta "Stinga sig í bakið" á sínum tíma.
Hræsni.
Ingunn (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:58
Hugsanlega er það rétt hjá blogghöfundi að nýji meirihlutinn sé alvarlegur, áhyggju og angistarfullur, gleðisnauður og skorti hlýju. Hugsanlega.
En hugsanlega eru þetta tilfinningar blogghöfundar. Kannski að hann sé dofinn og úti á þekju. Kannski að þunglyndið sýni honum umhverfið allt grátt.
Kannski að það séu bara vonbrigðin að stefnulausi R-lista bræðingurinn skuli ekki halda. Kannski að vinstrimenn fari í pínulitla sálar og sjálfsskoðun.
Kannski að Ólafur F hafi einfaldlega ekki getað unnið með hinum rétt-trúuðu í VG. Kannski að honum hafi bara liðið svona illa í félagsskapnum. Kannski að Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafi gert sér grein fyrir hátíðleika þessar stundar. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem maður bæði bjargar Reykvíkingum frá Rugli og sálarheill vinnufélaga síns.
Það er ekki til siðs að vera með óþarfa glens og grín á svoleiðis tímamótum.
Og alls ekki að særa tilfinningar þeirra sem sagt var upp störfum með óþarfa glotti, þegar það þarf að sýna hluttekningu og samúð með örlögum minnipokamanna í pólitík.
Árni (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 12:06
Þar sem að hér er um mína síðu að ræða, að þá áskil ég mér allann rétt til að henda út athugasemdum sem tengjast ekki umræðuefninu, en hafa þann tilgang að efna til og viðhalda einhverjum leiðindum. Helgi minn, ég er mjög hlynntur umræðu og líklegur til að skipta um skoðun ef að ég fæ upplýsingar sem breyta myndinni. En vinsamlega láttu mig ekki þurfa að vera að elta eitthvað drit út og suður.
Gunnlaugur B Ólafsson, 22.1.2008 kl. 13:01
En á ekki ekki að skella sér á blótið, treysta böndin, stofna til nýrra kynna og eiga góða stund með sveitungunum sínum?
Maturinn verður víst vel súr.
HP Foss, 22.1.2008 kl. 16:37
Langaði bara að skjóta hér einu að.
Fæ ekki betur séð en við séum komin með einvald í borginni með þessari stjórn þar sem Sjálfstæðismenn mega gjör og svo vel að sitja og standa efir hverju 'Olafi þóknast , annars búmm.
Sjá má á málefnskránni að MIKIÐ af hálu sjálstæðismanna. og spurt er hvers vegna eru þeir að fara í stjórn þar sem þeir koma sínum málum ekki á framfæri. tilgangslaus valdgræðgi, skil þetta ekki.
Jón bróðir! (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.