22.1.2008 | 13:22
Klækjastjórnmál eða íbúalýðræði
Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur sagði í hádegisfréttum að eftir tíðindi gærdagsins þá virtist runninn upp tími klækjastjórnmála. Menn þurfa ekkert að gefa upp fyrir kosningar hverjum flokkar ætla að vinna með eftir kosningar. Oftar en ekki komast flokkar með einn eða fáa fulltrúa í oddaaðstöðu og afskræma skilning okkar á því havað sé lýðræði.
Baráttan um völdin og stólana virðist heltaka pólitíkusana svo að þeir velta því ekki fyrir sér hvað sé vilji kjósenda. Fráfarandi meirihluti undir stjórn Dags B. Eggertssonar naut fylgis um 60% kjósenda. Voru þeir spurðir hvort þeir vildu fá þennan nýja meirihluta? Nei, það var ekki gert og eina sem þurfti var að Sjálfstæðisflokkurinn biði dúsur og bitlinga. Keypti borgarfulltrúa til að skipta um lið. Sama eðlis og mútur.
Margrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir hafa lýst yfir andstöðu við vinnubrögð Ólafs, sem að allir sjá að eru með eindæmum óheiðarleg. Dagur heyrir í honum sex sinnum í gær og hann neitar. En á næsta hanagali er dúsan orðin nógu stór, borgarstjórastóllinn, til að hann svíki félaga sína og guðföðurhlutverkið.
Í fjórða sæti á F-lista var Ásta Þorleifsdóttir og styður hún Ólaf. Það eru mikil vonbrigði að hún styðji innreið klækjastjórnmála á kostnað hagsmuna Reykvíkinga. Hún hefur verið helsti talsmaður aukins íbúalýðræðis og þátttöku íbúana í allri stefnumótun. Síðan duga dúsur og nefndarstörf til að hún styðji þennan óheillavænlega gjörning.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Athugasemdir
Rúmlega 800 manns er búinn nú þegar að skrifa undir mótmælalista gegn þessari borgarstjórn. Samkv.nýjustu tölum á visi.is styðja 32.2% borgarbúa hina nýju stjórn. Aum byrjun og upphafið á endinum
Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2008 kl. 13:27
Það passar - hlutföllin eru um 60% á móti 30%. Það er því ekki verið að hlusta eftir vilja almennings eða að gæta hagsmuna Reykvíkinga.
Gunnlaugur B Ólafsson, 22.1.2008 kl. 13:45
Þetta er í eins hrópandi mótsögn við íbúalýðræði sem hugsast getur svo kannski er þá niðurlæging Ástu Þorleifsdóttur mest.
Helgi Jóhann Hauksson, 22.1.2008 kl. 15:15
Þetta hefði nú kannski ekki farið svona ef menn hefðu nú getað komið sér saman um allavega eitthvað meira en að bara halda í völdin. Hvar eru málefnin sem fráfarandi meirihluti ætlaði að standa fyrir?
Fráfarandi meirihluti stóð fyrir ekkert nema að hafa völd og útdeila bitlingum til sinna manna.
Kastaðu steinum úr glerhúsinu Gunnlaugur.
Fannar frá Rifi, 22.1.2008 kl. 15:19
Fannar, finnst þér þetta merkilegur málefna samningur. Að ekkert verði aðhafst í flugvallarmáli fyrr en að loknum rannsóknum á öðrum möguleikum. Völlurinn er á skipulagi til 2016 og því átti hvort eð er ekki að gera neitt á þessu kjörtímabili. Friða nítjándu aldar götumynd Laugavegar, en það hefur nú í gegnum tíðina frekar verið áhersluatriði vinstri manna en hægri manna.
Þegar meirihlutinn sprakk um Björn Inga þá voru sterk átök um málefni og Sjálfstæðisflokkurinn búin að sniðganga hann. Nú er engin málefnaágeiningur bara Sjálfstæðisflokkurinn að reyna að finna einhvers staðar veikan hlekk með "mútum" og dúsum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 22.1.2008 kl. 15:57
Þessi klifun á skort á málefnasamningi er hláleg. Fráfarandi meirihluti kom að við mjög sérstæðar aðstæður, þurfti að byrja á að taka á Orkuveitumálinu stóra og fjárhagsáætlun. Það stóð til að kynna málefnasamninginn í næstu viku. Kannski var það þess vegna sem Ólafur flýtti sér svona í sængina.
María Kristjánsdóttir, 22.1.2008 kl. 20:28
Ég sé nú lítinn mun á því sem Ólafur gerði núna og því sem Björn Ingi gerði fyrir þremur mánuðum.
Arnar (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 11:50
Í tilfelli fyrri slita og Björns Inga þá hafði ekki verið rætt við hann í fimm daga um mál sem var hákrítískt og Sjálfstæðisflokkurinn komst að niðurstöðu um hvernig ætti að standa að og boðuðu til blaðamannafundar um þá niðurstöðu. Hann var forseti borgarstjórnar o.fl. og minnkaði hans áhrif og völd við að ganga inn í nýjan meirihluta.
Í tilfelli Ólafs er enginn málefnaágreiningur, sex sinnum umræddan dag er hann búin að fullvissa borgarstjóra um að hann standi heill að samstarfinu. Hann ræðir málið ekki einu sinni við sitt fólk í F-listanum. Hann er hreinlega keyptur til samstarfs. Þar liggur munurinn. Óheilindi Ólafs valda því að hann nýtur ekki nema 20% stuðnings í stöðu borgarstjóra samkvæmt skoðanakönnun.
Gunnlaugur B Ólafsson, 23.1.2008 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.