Heill og meiri Dagur!

Það er merkilegt að sjá yfirlýsingu VÞV um að það sem að greini nýjan meirihluta frá hinum fyrri sé áherslan á umhverfismál og húsverndun. Hvílíkt sjónarspil hjá manni sem að er nýbúin að lýsa því yfir að hann muni láta verkin tala. Geri ráð fyrir því að það sem átt er við sé Vatnsmýrin og Laugavegur 4-6? Vatnsmýrin þar sem annar flokkurinn fagnar því að megináhersla verði lögð á að flugvöllurinn verði áfram staðsettur þar, en um leið og borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks Gísla Marteini og Hönnu Birnu var leyft að tjá sig, þá eru megináherslur þeirra á byggð í Vatnsmýrinni. Þessi stóra réttlæting fyrir nýjum meirihluta stefnir því bæði út og suður, að vera eða ekki vera.

Rauðar rósirÞað er merkilegt að lesa ritstjórnargreinar Morgunblaðsins um helgina. Maður fær alltaf þennan Prövdu hroll þegar ritstjórnin réttlætir gjörðir Flokksins. Óánægja fólksins með nýjan meirihluta er öll Samfylkingunni að kenna og yfirskrift Staksteina í dag er; "Dagur ei meir!". Þar eru óvenju rætin skrif undir mynd af fyrrum borgarstjóra. Í heimildarmynd Spaugstofunnar sem sýnd var í kvöld getur ritstjórn Moggans séð að hann hefur engan stungið í bakið. Af viðtölum helgarinnar virðist hinn nýji borgarstjóri hafa samviskubit yfir því að hafa gengið fram með óheilindum gagnvart fyrrverandi borgarstjóra og samstarfsmanni sem að hann lýsir vönduðum og heilsteyptum.

Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið munu ekki græða á persónulegri aðför að Degi B. Eggertssyni. Nóg er nú þeirra drullumall þremenninga sem settu upp Daríó Foe leikþáttinn sem birtist eins og þruma úr heiðskýru lofti. Öllu þessu tók fyrrverandi borgarstjóri af einstakri og aðdáunarverðri geðprýði. Afhenti þeim sem sveik hann lyklavöldin á hlýlegan og yfirvegaðan máta. Það sem stendur upp úr í öllu þessu moldviðri er að Dagur B. Eggertsson, einn af fáum, stendur heill og er meiri maður af framgöngu sinni. Margir borgarbúar binda væntingar við að hann muni nýta styrkleika sinn í þeirra þágu með endurnýjuðum krafti.


mbl.is Áhersla á umhverfis- og húsverndarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Dagur hefur komist mjög vel frá gjörningum undanfarinna daga.Ég hef þá trú að hann sé heiðarlegur, vaxandi stjórnmálamaður.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Alveg sammála fyrri skrifurum. Dagur er sá sem stendur upp úr í þessu sorglega ferli baktjaldamakks, undirferli og lyga, sem leiddi til valdatöku nýja meirihlutans.

Ég hefði átt erfitt með að standa þarna á móti Ólafi við lyklaskiptin án þess að fá æluna upp í hálsinn.

Theódór Norðkvist, 27.1.2008 kl. 00:38

3 identicon

Nú eru fjarstýrðu apakettirnir komnir aftur til valda og fólk veit ekki sitt rjúkandi ráð.

Kristján (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Falleg myndin þín!

Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 12:06

5 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Hver sem stendur á bak við skrif Staksteina er mér ekki kunnugt.

Hins vegar á viðkomandi greinilega við ákaflega mikla erfiðleika a stríða í eigin sannfæringu ef það þarf að grípa til persónuníðs eins og oftar en ekki birtist í þessum skammarlega dálki Morgunblaðsins.

Mér dettur í hug ágæt tilvitnun í Konfúsíus: "Svívirðingar smána mest þann sem þær mælir"

Víðir Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 13:38

6 identicon

Hér ríkir ekkert málfrelsi.. allt ritskoðað.. hvað er  málið.

Jón Leifsson (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 14:24

7 Smámynd: Ingólfur

Það eru aðeins tveir flokkar sem standa óskaddaðir eftir lætin í borginni. Tveir flokkar sem hafa ekki svikið samstarfsflokka sína, sem hafa ekki logað í innbyrðis átökum, sem hafa leiðtoga sem njóta fulls stuðnings sinna flokksmanna.

Þessir tveir flokkar munu ná meirihluta eftir 2 ár og ættu að þá að starfa saman. 

Ingólfur, 27.1.2008 kl. 15:32

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála Ingólfi Harra þó ég sé áreiðanlega ekki samflokksmaður hans í pólitíkinni.

Árni Gunnarsson, 27.1.2008 kl. 15:47

9 identicon

Ég þekki þig ekki neitt en ég er fullkomlega sammála þér.

Kristín (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 16:28

10 identicon

Ástandið í íslenskum stjórnmálum er ekki viðunandi.l Hér vaða uppi, fordekraðir Morfískrakkar sem aldrei hafa dýft hendi í kalt vatn. Krakkakjánar í dýrum fötum sem aldir eru upp í málefnasnauðum ungliðahreyfingum flokka sinna. læra að röfla rökleysur og  þvælur um íslenskt samfélag.  Þegar kemur svo að kjarna málsins þá standa þessir fjarstýrðu apakettir, þegjandi og hljóðalausir fyrir aftan lygamörð.

Kristján (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 16:56

11 identicon

Á hinn bóginn er afar hagkvæmt fyrir framsóknarmenn að standa loks fyrir utan sviðsljós klúðurs og óheilinda. Nema ef vera skyldi Björn Ingi...sem gafst upp um leið og hann lenti í minnihluta. Ekki góð skilaboð til yngri kjósenda og allra hinna sem treysta í blindni á "hið íslenska lýðræði".

Kristján (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 17:19

12 identicon

...og talandi um þátt Morgunblaðsins.Meistari Þórbergur sagði einhverju sinni: "Það er ekki einu sinn hægt að skeina sig á mogganunum án þess að svíða í rassinn af allri lyginni sem þar stendur".

Kristján (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 17:46

13 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ég er ekki áskrifandi að Morgunblaðinu og á því eftir að lesa þetta, kemst vonandi í þetta í vinnunni á morgun. Það er með ólíkindum að fylgjast með þeirri rógsherferð og Gróusögum sem Sjálfstæðismenn keppast við að koma á fót.

Það eru ekki síst þeir sem hamast á veikindum Ólafs svo dæmi sé tekið. Sjá hér.  Sú umræða ætti að snúast um að hann hefur ekki varamann.

Var að horfa á Dag í Silfri Egils og hann kemur ótrúlega sterkur út. Framtíðar stjórnmálamaður og einn af fáum í dag sem getur lyft stjórnmálum upp úr því kviksyndi sem það hefur hrapað í seinustu daga.

Kristjana Bjarnadóttir, 27.1.2008 kl. 17:57

14 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hjartanlega sammála þér Gunnlaugur og tek undir með Kristjönu um framgöngu Dags í Silfri Egils í dag.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.1.2008 kl. 18:04

15 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Sammála flestum sem hér hafa skrifað.  Dagur er í raun sá eini sem kemur heill út úr þessu og setendur í raun miklu sterkari eftir.  Hann mun án efa verða Borgarstjóri eftir næstu kosningar, þar sem Samfylkingin og VG munu ná meirihluta (9 menn spái ég). 

Það verður aldrei sátt um Ólaf F. sem borgarstjóra og ég held ekki Vilhjálm heldur.  En mér þykir mjög miður að Morgunblaðið og öfl í Sjálstæðisflokknum því tengt, sluli vera að reyna að snúa umræðunni upp í pólitískar ofsóknir á hendur Ólafi F, vegna andlegrar vanheilsu hans og meira að segja draga Dag inn í þá umræðu og ata hann auri.  Halda því beinlínis fram að Dagur sé í fararbroddi þeirra sem sækja að Ólafi vegna veikinda hans!  Þvílík endemis fyrra.  Dagur og Ólafur hafa verið vinir um langa hríð og Dagur aldrei viljað ræða málin út frá þeim vinkli, þ.e. veikindum Ólafs.

Því hafa margir, eins og kom fram í Silfrinu áðan, sagt upp áskrift af Morgunblaðinu af þessum sökum og geta ekki hugsað sér að styðja blað sem fer fram með slíku offorsi.  Ég hef nú áður rætt um það hér í bloggi mínu hvernig ritjórar Moggan virðas vera í "heilögu stríði" gegn Samfylkinnunni og það þótt hún sé komin í ríkisstjórn með þeirra flokki.  Ég sagði Morgunblaðinu einmitt upp af þeim sökum, fyrir ca. 3 mánuðum síðan.

Egill Rúnar Sigurðsson, 27.1.2008 kl. 18:30

16 Smámynd: Jón Einar Sverrisson

Ég er sammála því að Dagur hefur komið fram af heilindum í þessum ólgusjó síðustu daga.

Jón Einar Sverrisson, 27.1.2008 kl. 18:58

17 identicon

Vona bara að Ólafur standi sig í embætti. Hann virðist vera húmanisti og mannvinur. Auðvitað á maður ekki að trúa því. Margur hefur úlfurinn sauðagæruna um sig sveipað. En samt...eftir hin hörðu viðbrögð stjórnarskipta þá hljóta stjórnmálamenn að sleikja rassinn á okkur kjósendum.

Kristján (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 19:25

18 identicon

...sauðagærunni fyrirgefið.

Kristján (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 19:32

19 identicon

Það var athyglisvert að hlusta á Agnesi Bragadóttur í sjónvarpinu. Skandinavar, sem hafa dýpri og eldri pólítískan þroska en hinir ofurhamingjusömu Íslendiingar myndu kalla svona blaðamann "ensidig, fundamental och incompitent.

Kristján (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 19:42

20 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það væri mitt síðasta að hvetja til þess að fólk segi upp Mbl. Blaðið ber að mörgu leyti höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla. Það hefur í sífellt meira mæli tekið sjálfstæðar ákvarðanir í ritstjórnarstefnu en í tengslum við kosningar og stórtíðindi í pólitík þá er Pravda endurfædd, blind og óvæginn Flokkshllusta. Nafnlaus og rætin skrif höfundar Staksteina eru blaðinu til minnkunar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.1.2008 kl. 20:39

21 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hjartanlega sammála. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 28.1.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband