30.1.2008 | 21:45
Dýrt að vera Íslendingur
Það er ekki lengur bjóðandi að íslenskt bankakerfi geti ekki veitt lánafyrirgreiðlu, nema með margfaldri vaxtatölu helstu samanburðarlanda okkar, sitthvoru megin Atlantshafsins. Þar að auki er hér hið einstaka fyrirkomulag verðtryggingar og okurvextir á skemmri lánum og yfirdrætti.
Á síðasta ári keyptum við hús í Mosfellsbænum og segja má að við séum sérlega heppin með vextakjör á þeim tveimur lánum sem eru á húsinu. Annað færðum við af fyrri eign: Það er KB-lán (Kaupþing) með fasta 4,2% vexti og hinsvegar tókum við erlent myntkörfulán sem er óverðtryggt og með um 4% vexti.
Gengið var mjög lágt þegar myntkörfulánið var tekið. Það hefur því verið óvenjuleg og góð tilfinning í þessu landi verðtryggðra lána að sjá heildartöluna lækka við hverja afborgun. Það er vaninn að sjá íslensku lánin hækka, hversu lengi sem búið er að greiða af þeim!
Mikilvægasta verkefnið í íslensku samfélagi til að tryggja hag íslenskra heimila er að feta slóðina í átt að hagstæðara lánaumhverfi. Auðvitað liggur ábyrgðin líka hjá hverjum og einum að draga úr þenslu, skuldsetningu og endalusu kaupæði.
Aðhald einstaklinga og lægri vextir eru lykilorðin. Ef samkeppni milli íslensku bankana dugar ekki til að skapa hér eðlilegt vaxtaumhverfi þarf að fá erlenda banka inn á markaðinn.
Vextir lækkaðir vestanhafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Facebook
Athugasemdir
Það sem er enn grátlegra er að þegar greiðsluerfiðleikar eru hjá einstaklingum þá tvöfaldast skuldin á örfáum vikum með allskonar kostnaði sem hvergi annarsstaðar er, nema kanski hjá skipulagðri glæpasamtökum. Eru fjármálafyrirtæki það kannski?
Gunnar (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 15:10
Þetta er satt. Einn vinur minn er franskur en bjó hér til margra ára. Hann var með íslenskt lán til 40 ára upp á 10 m. og greiddi um 100 þ. pr/m. Svo flutti hann lánið út og nú hefur hann franskt lán upp á 10 m. til 7 ára og er að borgar c.a. 70 m pr/m.
Eftir sjö ár hefur hann eignast þennan penning. Eitthvað sem við eigum ekki möguleika á hér á íslandi, þrátt fyrir að greiða hærra í lengri tíma.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.1.2008 kl. 16:57
Sammála ofanrituðu, þekki þetta allt af eigin reynslu. Nú kostar líterinn af bensíniu 60 kr. ísl. í Bandaríkjunum og þykir dýrt þar.
Hvað er eiginlega í gangi hérna?
Power to the people!
Vilborg Eggertsdóttir, 31.1.2008 kl. 18:45
Takk fyrir góðar athugasemdir Nanna og Gunnar. Það er alveg rétt að það er ekki nóg með að við búum við margfalt verri vaxtakjör og verðtryggingu, heldur verður dýrið endanlega laust ef það koma upp vanskil eða greiðsluerfiðleikar.
Vil segja ykkur frá atviki sem ég lenti í dag og lýsir nokkuð hinu íslenska neytendaumhverfi. Ég er með gemsa hjá Og Vodafone. Veit ekki annað en ég hafi greitt reikninga af símanum enda er hann opinn. Síðan fékk ég í dag INNHEIMTUBRÉF frá Lögheimtunni upp á 12.040 kr frá Lögheimtunni vegna ógreidds símareiknings við Og Vodofone upp á 2.500 kr.
Hringdi áðan í Og Vodafone og þjónustufulltrúi leitaði hátt í fimmtán mínútur að þessari skuld og fann ekki. Sagði mér síðan að af því að klukkan væri orðin 4 þá væri betra að ég hringdi aftur á morgun. Ég spurði hann hvort að það væri ekki eðlilegra að þeir héldu áfram að leita og sendu mér tölvupóst. Hann féllst á það.
Stundum getur skuld farið í milliinnheimtu fyrir trassaskap, en ekki er nú vert að vera að styðja lögfræðinga að ástæðulausu. Innheimtuþóknun upp á 8.678 fyrir skuld upp á 2.500 kr sem að ég er sannfærður að er ekki til, finnst mér vera óþarflega mikið. En bréfið endar á því að hóta því að ef krafan verði ekki greidd innan 7 daga muni það "hafa verulegan kostnaðarauka og óþægindi í för með sér".
Vona að Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra nái að koma böndum á svona frjálsar veiðiheimildir á neytendur í landinu. Hann hefur sýnt viðleitni í þá veru.
Gunnlaugur B Ólafsson, 31.1.2008 kl. 18:58
Ég þakka þér fyrst og fremst fyrir gott lesefni. Ég er í alveg hreint nákvæmlega sömu áðstæðum og þú Gunnlaugur. Intrum sendi mér í dag innheimtubréf uppá 16.018 kr vegna skuldar frá gamallri Videóleigu þar sem gleymdist að skila spólu fyrir löngu og var sekt þeirra 1.470 kr! Ég hringdi í leiguna og hún er ekki einusinni lengur til! Maðurinn sem ég náði í kannaðist að sjálfsögðu ekkert við innheimtuna en gat að sjálfsögðu lítið annað gert en að benda á Intrum. Það eru engvir smá vextir og innheimtukostnaður í svona dæmi, en einhvernveginn komast aðilar í gegn með þess háttar frekjuskap og græðgi.
Ég vona að kannski við Íslendingar getur byrjað að haga okkur fyrst og fremst skynsamlega í einkafjármálum og byrjum að standa saman og gæta að verðlagi, vöxtum og öðru sem möguleiki er fyrir hendi að sniðganga.
Kannski er komið að hugrænni byltingu sem leiðir út í betra samfélag fyrir íbúa þessa hótels!
Íslendingur, 31.1.2008 kl. 21:36
Gunnar spyr hvort fjármálafyrirtæki séu glæpasamtök, já veistu mér finnst það. Það vita allir sem eru að reyna að eignast eitthvað um lánin hjá bönkunum, þau eru glæpur en allra best finnst mér þegar bankarnir eru að hafa fleiri tugi milljarða í hagnað, en það kemur okkur ekkert við, viðskiptavinum bankans, samanber það sem bankastjóri landsbankans sagði í sjónvarpinu um daginn. Ég bara er ekki að skilja hvernig í ósköpunum það má vera. Svo við tölum nú ekki um launin hjá þessum köllum!!!!!
Annars erum við hjónin með bæði húsnæðislán, síhækkandi bæði afborganir og höðuðstóll, og lán í erlendri mynt, sem er gengistryggt, það hefur aðeins hækkað afborgunin af því en höfuðstóllinn lækkar og lækkar, og vá hvað það er uppáhaldslánið mitt :)
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.