Is Bill helping Hill?

FílaAsnaÁ morgun er "super tuesday". Kannanir benda til að McCain sé nokkuð öruggur að verða forsetaefni republikana. Hver og einn getur metið hvort hann sé sigurstranglegur gegn þeim krafti sem að er í herbúðum demókrata þessa dagana. Spennan er mikil í baráttu H. Clinton og B. Obama. Það hefur verið jafn og mikill stígandi í fylgi Obama og þó að Clinton hafi fleiri kjörmenn heldur en Obama og að hún virðist enn hafa naumt forskot, þá getur allt gerst. Hann er tákn nýrra tíma og það mun skila honum langt.

Síðustu dagana hef ég verið að velta því fyrir mér hvort að virk þátttaka Bill Clinton í málefnaumræðu á kosningafundum muni spilla fyrir henni, frekar en að styrkja stöðu hennar. Trúi því að Bandaríkjamenn séu tilbúnir í að stíga það skref að velja konu sem forseta. Almenningur virðist hafa meiri trú á henni til að kljást við erfiðleika í efnahagsmálum heldur en Obama. Hinsvegar er sterk krafa um breytingar í loftinu og eftir því sem Bill er meira áberandi við hljóðnemann, þá upplifir fólk að það sé að kjósa hann í þriðja sinn og það er bara ekki nógu fersk vara til að seljast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Hillbilly?

Auðun Gíslason, 5.2.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband