Kvefpestir

Kvef2Á þessum tíma árs valda kvefpestir og flensur röskun á daglegri rútínu. Í síðustu viku voru margir nemendur mínir fjarverandi vegna veikinda. Nú hef ég verið að berjast þessa baráttu með beinverki, þurran hósta og sáran háls. Hef búið nokkur ár erlendis og man ekki eftir því að kvefpestir væru að taka svona mikinn toll frá hversdaglegu amstri. Er tíðni og algengi eitthvað meira hér á landi? Allavega, ég hugga mig við það að þegar maður er búin að þrauka pestatímabilið, sem stendur nú yfir, að þá fer að verða stutt í vorið og að klakaböndin bresti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Öflugasta vopnið gegn þessu er að taka hvannadropana frá Saga-Medica.

Þórir Kjartansson, 13.2.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gulli tu tarft Stroh og heitt kako fyrir svefninn virkar alltaf. Stroh er Austurriskt romm.Kvedja

Hólmdís Hjartardóttir, 13.2.2008 kl. 11:19

3 Smámynd: Ævar Þórólfsson

Það hvíslaði að mér doktor í næringarfræði að stór hluti ástæðunnar kann að vera fundinn.

Þannig er að nýjustu rannsóknir gefa það í sífellt meira mæli til kynna að D vítamín eigi hvað stærstan þátt í forvörnum fyrir svona pestum. Vitað er að við Íslendingar eigum erfiðara en margar aðrar þjóðir að fá nóg D vítamín vegna sólarleysis (þegar sólin skín á húðina framleiðist D vítamín).

Þá sýndi rannsókn Lýðheilsustöðvar frá árinu 2002 fram á að Íslendingar fá að jafnaði of lítið D vítamín úr fæðunni, til að mynda var meðalneysla ungra kvenna einungis einn fimmti af ráðlögðum dagskammti og meðalneysla ungra karla einungis um einn þriðji af ráðlögðum dagskammti.

Við sem sagt framleiðum of lítið D vítamín, innbyrðum einnig of lítið af því og erum með hvað mesta tíðni flensu- og kvefpesta sem fyrirfinnast í heiminum að mér skilst. Auðvitað geta aðrir þættir einnig haft áhrif á en þetta kemur heim og saman við kenninguna um D vítamín og ónæmiskerfið.

Þó skal þess getið að D vítamín er eitt af þeim vítamínum sem er ekki vatnsleysanlegt og því þarf að gæta þess að fá ekki of mikið af því. Ég hef reyndar ekki heyrt af neinum sem var lagður inn á spítala vegna of stórs skammts af D vítamíni svo ég hef nú litlar áhyggjur

Ævar Þórólfsson, 13.2.2008 kl. 11:39

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sæll,

fyrir utan það að hollt matarræði skiptir miklu máli, þá get ég ráðlagt öllum að auka mótstöðuaflið líkamans með því að fara út í öllum veðrum og stunda sund og gufubað allan ársins hring.

Úrsúla Jünemann, 13.2.2008 kl. 12:05

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þakka góð ráð. Orðinn sprækur sem lækur ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.2.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband