Blóm vikunnar Holurt

nullBlóm vikunnar er Holurt eða Silene Uniflora. Nafnið er rakið til Silenus hins belgmikla fósturföður Bakkusar, vínguðsins, í grískri goðafræði. Þeir feðgar voru óhófsmenn og bumbulaga blómbikar holurtarinnar hefur minnt á líkamslögun þeirra. Eitthvað á þeim nótum sem nú er vísað til sem bjórvömp. Það er því fátt nýtt undir sólinni. Holurt er algeng um allt land. Vex einkum í sendum jarðvegi og melum. Þessi belgdi sig út í skriðu innan við Brenniklett, Kollumúla, Stafafelli í Lóni í ágúst 2004.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Svo má minna á að íslensk börn hafa löngum kalla holurtina, flugnablóm eða flugblóm.

Kristín Dýrfjörð, 15.2.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband