Útspil Þorsteins

Þorseinn Pálsson fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins setur fram nokkur spil sem að hann kallar "Ný markmið" í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þau eru í stuttu máli:
1) Undirbúa íslenskt efnahagslíf þannig að þjóðin geti eftir þrjú ár tekið ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu.
2) Nýtt hlutverk fyrir Seðlabanka þ.s. hann geti ekki gengt hlutverki sínu á íslenskum fjármálamarkaði af því að íslenskt efnahagslíf mótist mest af erlendum og alþjóðlegum kröftum.
3) Ríkisstjórnin ræður för í fjárfestingum í orkunýtingu og verður að tryggja verðmætasköpun til að viðhalda myndarskap í rekstri velferðarsamfélagsins.
Þorstinn PálssonÞetta eru áhugaverðir punktar til umræðu. Stjórnarflokkarnir ættu að geta náð saman um að stefna að því að taka til í efnahagsmálum á þann veg sem eru skilyrtar forsendur þess að hægt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Aðild yrði þó ætíð háð vilja þjóðarinnar. Á þessum nótum, um forgang tiltektar sem forsendu Evrópuumræðu, talar Bjarni Benediktsson þingmaður og formaður fjárlaganefndar. Sú staðreynd að við erum orðin hluti af alþjóðlegum fjármálamarkaði krefst nýrra markmiða og trúlega nýs gjaldmiðils.
Að lokum má áætla að það verði of hröð niðursveifla ef ekkert er aðhafst á sviði orkufreks iðnaðar. Því gæti staðan verið þannig að "síðasta álverið" eigi að rísa á Bakka við Húsavík. Með því eflist landsbyggðin og leitað verði allra leiða til að auka raforku í dreifikerfinu með sem allra minnstu inngripi í náttúruna. Það er ekki pláss fyrir bæði álver í Helguvík og Húsavík. Hvorki með tilliti til losunarheimilda Kyotó né skynseminnar að setja fleiri egg í sömu körfuna. Við erum að snúa frá lausnum sem felast í stóriðju, en ef það er snögghætt á því sviði, þá gæti líka verið snöggkælt.

Annars er hér áhugaverð sagnfræðileg skáldsaga eftir Hallgrím Helgason um stefnuna á þjóðarskútunni fyrir þá sem vilja fá þetta á léttari nótum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála Gunnlaugi en gömul tugga frá mögru árunum kemur oft upp í hugann:,,Það er ekki hollt að ganga mikið því það aðeins slítur skótauinu.'' Hver heilbrigður maður sér að mikið vantar á. Sú evruumræða sem nú á sér stað hefur gleymt miklum sannindum að innganga eða upptaka á evru gæti hækkað 37 tommu sjónvarptækið okkar úr 80.000,-krónum í 300.000,-krónur að minnsta kosti. Þetta fengu hollendingar að reyna þegar þeir tóku upp evruna þá var gjallfelldur þeirra eiginn gjaldmiðill um tugirprósenta. Hvaða áhrif gæti það haft t.d. á afkomu og skuldir heimilanna hér á landi. Evra er ekki allt!! 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Ekki gleyma, Evrópusambands aðild kallar á aukið atvinnuleysi, enn frekari hækkun fasteingaverðs, hærri skatta, hærra vöruverð omfl miður gott.

Elías Theódórsson, 17.2.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvað segirðu? Er Bjarni Ben orðinn formaður fjárlaganefndar? Nú, síðast þegar ég vissi var hann formaður utanríkismálanefndar

En að öllu gríni slepptu þá er vinsælt hjá Evrópusambandssinnum að draga Evrópusambandssinnann Þorstein Pálsson fram og geta þess að hann sé fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og láta þar með eins og hann hafi eitthvað að segja innan flokksins í dag. Einu sinni sá ég einn Brussel-sinnann tala um Þorstein sem einn af forystumönnum sjálfstæðismanna. Tja, það hefur hann ekki verið lengi.

Hitt er svo annað mál að það er ekkert nýtt að Þorstein daðri við Evrópusambandsaðild í leiðurum Fréttablaðsins og slíkt því engar fréttir. 

Es. Já, og Bjarni Ben er svo sannarlega enginn Evrópusambandssinni

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.2.2008 kl. 14:49

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Elías:
Tja, fasteignaverð hefur margfaldast undanfarin ár á Spáni t.d. vegna þenslunnar þar sem er m.a. tilkomin vegna þess að Spánverjar hafa ekki fengið Seðlabanka Evrópusambandsins til að hækka stýrivexti nægilega mikið til að slá á þensluna, enda leggur bankinn höfuðáherzlu á að hafa vexti ekki of háa vegna niðursveiflunnar í Þýzkalandi. Gangi okkur vel að fá bankann til að taka eitthvað tillit til okkar aðstæðna hér á Íslandi ef við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evruna.

Ef við göngum í sambandið og tökum upp evruna þáverða einu hagstjórnartækin eftir í landinu fjármál hins opinbera (veiii!!) og síðan atvinnustigið. Þegar illa árar í hagkerfinu getum við þannig hæglega staðið frammi fyrir miklu atvinnuleysi og kjaraskerðingum.

Við aðild yrðum við að greiða nokkra milljarða í aðgangseyri. Hvaðan yrðu þeir teknir? Úr vösum skattgreiðenda.

Og við höfum enga tryggingu fyrir því að vöruverð lækki. Hins vegar getum við allavega bókað að ófáir kaupmenn muni nota tækifærið og hækka verð sín ef skipt yrði um gjaldmiðil og nýta sér þannig það að fólk er fyrst í stað frekar ruglað í ríminu.  Það gerist alltaf við slíkar aðstæður.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.2.2008 kl. 14:58

5 identicon

Síðan hvenær er Þorsteinn Pálsson orðinn Samfylkingarmaður??  Maðurinn talur beint eru stefnuskrá Samfylkingarinna og ritstýrir auk þess málgagni Samfylkingarinnar, Fréttablaðinu. 

Fréttablaðið eru alveg eins og Samfylkingin, innihaldsrýrt héraðsfréttablað (fyrir Höfuðborgarsvæðið og nágrenni), fullt af rugli og einhverju um misheppnað listafólk.

Gunnar Afdal (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Ingólfur

Gunnlaugur, nú hef ég ekki lesið leiðara Þorsteins en ég leyfi mér að efast um að það sé eitthvað markmið hjá honum að "Seðlabankinn geti ekki gengt hlutverki sínu á íslenskum fjármálamarkaði..."

En varðandi pistil þinn:

I) Evruaðild leysir ekki efnahagsvandann, hún slær líklega á einkennin en líklega koma önnur í staðin.

II) Það er fáránlegt að ganga í ESB bara til þess að taka upp Evruna. ESB gengur út á ótal svið (og þeim mun stöðugt fjölga) sem við þurfum að vera viss um að við viljum að þau færist til Brussels. M.a. bannar ESB aðildarlöndum sínum að kalla Evruna Evru.

Ef það er bara Evran sem við viljum að þá ættum við að fara í samningarviðræður um inngöngu í myntbandalagið. (Líklegra að við fengjum það en varanlega undanþágu frá sameiginlegri fiskveiðistjórnun) N.B. ef við fengjum aðild að myntbandalaginu að þá væri það ekki einhliða upptaka Evrunnar.

III) Áður en við gengjum í ESB að þá þyrfti fyrst að tryggja þjóðinni auðlindir okkar. Það krefst stjórnarskrárbreytingar.

IV) Hugmynd um "síðasta álverið" hljómar svo lítið eins og "síðasta sígaretta" reykingamannsins sem veit samt innst inni að bindindið mun ekki endast út vikuna.

Ingólfur, 18.2.2008 kl. 16:00

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir athugasemdir. Hjörtur, búin að leiðrétta nefndartitilinn  . Veit vel að Bjarni er í hinu sjálfstæða fálkahreiðri og ekki "Evrópusinni" eins og þú kallar það. Hins ber að gæta að í blaðinu í gær var hann að leggja áhersluna á svipaða tiltekt og Þorsteinn, svo forsendur væru til staðar að menn geti gert upp við sig kosti og galla aðildar. Geir Haarde gefur síðan þá yfirlýsingu að ekki sé hægt að meina bönkunum til lengdar að gera upp í evrum. Það er metið svo að sjálfstæðið megi ekki verða svo dýrkeypt að fyrirtæki og bankar flytji úr landi.

Því hef ég sagt að síðustu misserin hafa fólk, fyrirtæki og bankar verið að ganga í Evrópusambandið. Í Evrópu liggja flest tækifærin næstu áratugina og tengslin við Ameríku eiga eftir að veikjast. Síðustu ár höfum við verið að nýta alla kosti og tækifæri sem EES samningurinn gefur. Útrásin til Evrópu er nú ein af okkar bestu mjólkurkúm. Alvöru stjórnmálamenn vilja leita leiða sem tryggja það að hér skapist fjármálaumhverfi, vaxtakjör og stöðugleiki gjaldmiðils þannig að fólk og fyrirtæki flýji ekki yfir sundið. Það er fróðlegt að sjá að það er smá saman að kvarnast úr hinum harða steini andstöðu innan Sjálfstæðisflokksins.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.2.2008 kl. 16:30

8 Smámynd: Ingólfur

Mér þykir þetta fréttir að bæði viðurkennir þú sjálfstæðismissinn og telur bankana meira virði en sjálfstæði landsins.

Ég hélt að þið ESB sinnar hélduð að við gætum samið þannig ein þjóða að við fengjum að ráða öllum okkar málum sjálf. 

Ingólfur, 18.2.2008 kl. 16:52

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Aukið frelsi (sjálfstæði ef út í það er farið) og réttindi einstaklinga og fyrirtækja en vissulega verður að gefa eitthvað eftir af sjálfstæði þjóða. En efast um að nokkur af núverndi ríkjum ESB telji að þau hafi misst sjálfstæðið. Snýst meira um að taka tillit til annarra.

Hjörtur nefnir hér fyrir ofan að það sé ókostur að Spánverjar geti ekki fengið Seðlabanka til að hækka stýrivexti. Það er einmitt einn af kostunum sem íslenskur iðnaður sér við aðild og upptöku evru er að það er hægt að gera langtímaplön, en ekki verið að stilla allt af í efnahagsstjórn miðað við útgerð, heildsala og LÍÚ. Lesist trausta vini Flokksins.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.2.2008 kl. 17:38

10 Smámynd: Ingólfur

Reyndar held ég að margir Evrópubúar séu farnir að spyrja sig því hvort þjóð þeirra sé enn sjálfstæð, núna þegar neitunnarvald þjóða er að fjara út.

Hins vegar er stór munur á stórþjóðunum í ESB sem hafa raunveruleg áhrif og svo ef við færum inn og fengjum kannski fjóra þingmenn á Evrópuþinginu.

Seðlabanki Evrópu notar vextina eins og Seðlabanki Ísland, til þess að stjórna efnahagslífinu. Hann stjórnar hins vegar með hagsmuni valdamestu þjóðanna í huga.

Ingólfur, 18.2.2008 kl. 18:43

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gunnlaugur:
Ég talaði nú um Brussel-sinna og Evrópusambandssinna, ekki Evrópusinna. Evrópusambandið á ekki einkarétt á hugtakinu Evrópa þó það vilji gjarnan eigna sér það með röngu.

Ég hef annars fjallað um þetta sem þú nefnir allt saman áður meira eða minna. En eitt þætti mér gaman að vita. Hvaða heimildir hefur þú um það að tengslin við Ameríku eigi eftir að veikjast? Sagði einhver miðillinn þér það? Ég veit t.a.m. ekki betur en að við höfum bara nýverið verið að gera fríverzlunarsamning við Kanada í gegnum EFTA.

Es. Ný tilfinning að vera sammála Ingólfi Harra um eitthvað

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.2.2008 kl. 18:52

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gunnlaugur:
Og já, langtímaplön sem verða að miðast í einu og öllu við ástand efnahagsmála í Þýzkalandi

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.2.2008 kl. 18:54

13 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gunnlaugur:
Já, og gleymdi þessu: "Það er fróðlegt að sjá að það er smá saman að kvarnast úr hinum harða steini andstöðu innan Sjálfstæðisflokksins."

Og hvað hefurðu fyrir þér varðandi þetta? Þorstein Pálsson

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.2.2008 kl. 18:56

14 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Damn it, er alltaf að finna eitthvað fleira skemmtileg, t.d. með útrásina til Evrópu sem Gunnlaugur talar um og hefur einkum og sér í lagi verið til Bretlands og Danmerkur, en hvorugt þessara landa hafa tekið upp evru

Hvernig væri annars að taka bara upp brezka pundið?

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.2.2008 kl. 18:58

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég veit að menn eru látnir fjúka´fyrir borð ef þeir fylgja ekki fyrirskipunum skipstjórans; „Haldið kúrs! Óbreytt stefna!"

Síðast var Sigurður Líndal látinn fjúka og látið að því liggja að hann sé orðinn ruglaður og nú á að kasta Þorsteini fyrir borð og afgreiða hann sem algjörlega ómarktækt aðhlátursefni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.2.2008 kl. 19:09

16 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þú fyrirgefur að ég efist um vitneskju þína um Sjálfstæðisflokkinn, ekki sízt í ljósi þessarar athugasemdar. Þó menn séu ósammála innan flokksins og skiptist á skeytum þýðir það ekki að einhverjum sé hent fyrir borð hjá okkur þó það kunni að vera vinnubrögðin innan Samfylkingarinnar. Þekki það þó ekki, sem betur fer vil ég meina. Þó efast ég um að þetta séu vinnubrögðin innan Samfylkingarinnar þar sem þá væru sennilega fáir í henni.

Hvað Sigurð Líndal áhrærir veit ég ekki til þess að hann hafi verið afgreiddur sem ruglaður. Hins vegar var nefnd til sögunnar sú regla sem sumir kalla að þegar einhver skírskotar til Hitlers eða nasistanna þá hafi hann tapað þeirri rökræðu sem hann er þátttakandi í og þannig gert sig ómarktækan.

Hvað Þorstein varðar þá var a.m.k. hér aðeins rætt um að hann væri Evrópusambandssinni og orð hans því engin véfrétt í umræðum um Evrópumál eða eitthvað sem kemur á óvart. Þess utan hvarf Þorsteinn úr pólitíkinni árið 1999 og fór til starfa á erlendri grundu fyrir utanríkisþjónustuna og eftir það dró úr áhrifum hans innan Sjálfstæðisflokksins og í dag eru þau ekki ýkja mikil ef einhver. Evrópusambandssinnar reyna þó gjarnan að gera sér sem mestan mat úr Þorsteini og minnast þá gjarnan á að hann sé fyrrum formaður flokksins sem væntanlega á að senda þau skilaboð að hann sé enn mikill áhrifamaður innan hans. Ástæðan er sú að lítið er um Brussel-sinnaða áhrifmenn í röðum sjálfstæðismanna, ef þeir eru þá einhverjir. Svo lítið að grafa þarf upp fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins sem löngu er hættur afskiptum af póltík á vettvangi hans.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.2.2008 kl. 20:14

17 identicon

Smá grín. Heyrði í fréttum að kalkúnn hefði sloppið úr húsdýragarðinum á aðfangadag. Lögreglan, eftir því sem ég best veit, leitar enn flækings sem sást þarna í nágreininu sem sást strjúka sér um munninn og ropa ámáttlega. Allir þeir sem vita meira um málið eru beðnir um að halda vitneskju sinni fyrir sjálfan sig.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 20:48

18 identicon

               Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið

 


Hæstvirtur forsætisráðherra Davíð Oddsson fór fyrst fyrir ríkisstjórn 1991 þá í samstarfi með Alþýðuflokknum (Samfylkingin). Formaður Alþýðuflokksins var Jón Baldvin Hannibalsson og jafnframt utanríkisráðherra í þeirri ríkisstjórn. Hún gekk undir nafninu Viðeyjarstjórnin.

Á þeim tíma leiddi Jón Baldvin þá vinnu að koma í höfn samningi um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og við þau tímamót þegar skrifað var undir samninginn lét ríkisstjórnin í það skína að við Íslendingar hefðum fengið nánast allt fyrir ekkert og velmegun myndi aukast verulega þegar fram liðu stundir.

Andstæðingar aðildar vildu láta reyna á tvíhliða viðræður við Evrópusambandið (ESB) um samning sem yrði svo hægt að auka að efni til eftir atvikum. Þeir sem voru á móti EES samningnum töldu hann ekki verða til góðs því með honum yrðu tekin tvö skref af þremur inn í ESB sem hefði í för með sér brot á fullveldisákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar.

Annað ákvæði í EES- samningnum um frjálst fjármangsflæði milli aðildarríkjanna skipti sköpum og fullveldissinnar treystu því ekki að okkar litla hagkerfi stæðist ágang erlends fjármagns og myndi því hreinlega sogast inn í hringiðu hagkerfis Evrópusambandslandanna. Þetta myndi leiða til þess að Íslendingar misstu efnahagslegt sjálfstæði sitt í framtíðinni.

Eins og sjá má á þjóðmálaumræðunni í dag hafa erlendar skuldir landsmanna vaxið langt umfram getu okkar litla hagkerfis eftir inngönguna í EES og hafa þær aldrei verið meiri. Góðæriskenningin á sínar rætur frá þessari þróun, skuldir undirstaðan þó þeirra væri aldrei getið í sjálfum málflutningnum þ.e.a.s. þeirra sem studdu EES samninginn. Sannarlega hafa þær verkað sem driffjöður á lífæð hagkerfisins hér á landi, já, hér er verið að tala um skuldir, sem jafnframt hafa verið stór þáttur stöðugleikans, svokallaða.

En hvar er hin raunverulega framleiðni? Uppsveifluna í efnahagslífinu má rekja að mestu leyti til uppbyggingar á Stór- Reykjavíkursvæðinu sem varð til vegna landsbyggðarflóttans sem hefur verið mikill síðustu tvo áratugina. Hornsteinn þessarar þróunar, (landsbyggðarflóttinn annars vegar og fjármagnsstreymið til uppbyggingar hér syðra hins vegar) var lagður með kvótabraskkerfinu sem tryggt var svo í sessi með aðildinni að EES samningnum, áratug síðar. Þetta gerði hinum fáu útvöldu kleift að fjármagna mestu búsyfjan af mannavöldum í sögu þjóðarinnar.

Alls kyns spákaupmennska hefur rutt sér til rúms síðustu árin þar sem arður er gerður úr væntingum og greiddur út í milljörðum til réttra aðila. Þetta hefur verið að gerast í íslensku atvinnulífi og nú síðast í sjávarútveginum á Akureyri, svo tekið sé dæmi. Sameiningarferli íslenskra fyrirtækja undir nafninu ,,Hagræðing” er eingöngu til þess fallið að fyrirtækin geti haldið sjó á meðan þau eru að ná þeim stærðum á markaðinum að þau verði góður fjárfestingarkostur fyrir stóru erlendu fjárfestana sem bíða handan við hornið.

Lykilinn til að ná þessum markmiðum endanlega er innganga okkar í ESB svo að erlendir fjárfestar geti eignast hér áhrif og völd í framtíðinni í okkar annars auðuga landi. Með inngöngunni myndu hinir fáu útvöldu áskotnast mikið fé við að selja auðlindir íslensku þjóðarinar ásamt réttindum til lands og sjávar sem þeir hafa verið að söðla undir sig síðustu misserin geng vilja þorra landsmanna.

Íslenskum útflutningsfyrirtækum er fyrirmunað að stunda sjálfbæran og heilbrigðan atvinnurekstur svo sem í sjávarútvegi og iðnaði. Þau heyja allt að því vonlausa baráttu vegna kvótabraksins og hátt gengis íslensku krónunnar en í staðinn hefur rekstrargrundvelli þeirra verið haldið gangandi með stöðugu flæði af erlendu lánsfé inn í hagkerfið. Gjaldþrot hafa verðið með mesta móti á síðasta ári og sér ekki fyrir endann á þeirri óheilla þróun.

Samtök iðnaðarins hafa staðfest flótta iðnfyrirtækja frá Íslandi. Þreytumerki hafa líka komið fram hjá fyrirtækjum sem framleiða gjaldeyrissparandi vörur fyrir innanlandsmarkað og eru í samkeppni við innfluttar vörur sem eru ódýrari en ella vegna gjaldeyrisútsölunnar. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Sveinn Hannesson vísaði til þeirra staðreynda í Viðskiptablaði Mbl. 26. febrúar s.l. þegar hann sagði að mörg fyrirtæki væru í rekstri þrátt fyrir að í raun væru þau löngu orðin gjaldþrota. Þar kom einnig fram að Samtök iðnaðarins teldu að full aðild að ESB og upptaka evru væri besta vörnin til að bæta markaðsstöðu íslenskra útflutningsfyrirtækja.

Hér ber að hafa í huga þegar Íslendingar gerðust aðilar að EES samningnum töldu sömu aðilar að stigið hefði verið eitt stærsta skref til sóknar fyrir atvinnulífið hér á landi. Stundum verður manni á að þekkja ekki muninn á vörn og sókn þegar kemur að framsetningu markaðsmála.

Matarbúr landsmanna, íslenski landbúnaðurinn, sem er einn stærsti öryggisþáttur í almannavörnum þjóðarinar, vegna legu landsins sem eyríki, er í hættu vegna áhrifa frá Evrópusamrunnanum. Hörðustu stuðningsmenn aðildar að ESB er að finna í Samfylkingunni og vilja þeir hefja aðildarviðræður sem fyrst. Framsóknarflokkurinn er líklegastur ásamt Samfylkingunni að vera í þeirri ríkisstjórn sem myndi samþykkja inngöngu okkar inn í Evrópusambandið.

Hæstvirtur utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sem settist í stól fyrirrennara síns Jón Baldvins hefur verið að undirbúa jarðveginn fyrir seinni áfangann að Ísland geti tekið þriðja skrefið inn í ESB. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í umræðunni um ESB hér á landi eftir að verðandi forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson tekur við starfanum 15 september n.k úr hendi núverandi hæstvirts forsætisráðherra Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 6. júni 2004

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 21:17

19 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs lýsir því yfir í dag að staða Íslands á alþjóðlegum fjármálamarkaði hafi breyst það mikið að rétt sé að skoða það alverlega að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Kristinn Pétursson fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir því yfir á sínu bloggi að við skulum taka mark á þessum mikla snillingi fjármálalífsins. En það er sennilega löngu búið að kasta Kristni úr flokksskútunni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.2.2008 kl. 22:40

20 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Ásgeir er frjálst að hafa sína skoðun á þeim málum eins og aðrir. Það er reyndar ekki langt síðan Björgólfur Thor sagðist ekki mæla með því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Meirihluti félaga Viðskiptaráðs Íslands vill ekki Evrópusambandsaðild, einkum stærri fyrirtæki, fyrirtæki í útflutningi og sjávarútvegsfyrirtæki. Reyndar var það svo að sama hvaða breyta var skoðuð í skoðanakönnun Viðskiptaráðs þá voru fleiri andvígir aðild en hlynntir nema í einu tilfelli.

Það hefur annars verið gert að því skóna að þessu útspili Jóns Ásgeirs sé aðallega ætlað að pirra Davíð Oddsson og Björn Bjarnason.

Þessi kenning þín um að það sé einhver skoðanakúgun í Sjálfstæðisflokknum þegar kemur að Evrópumálum er annars hlægileg. Sættu þig bara við það að ekki er meiri stuðningur við innlimun Íslands í Brussel-veldið en raun ber vitni.

Annars veit ég ekki til þess að Kristinn sé Evrópusambandssinni þó þú virðist vera að reyna að munstra hann þannig upp. Enda minnist hann ekki einu orði á Evrópusambandið í þessari færslu sinni.

Það mætti halda að þú upplifðir þig eitthvað einan í heiminum miðað við þessar tilraunir þínar til að mála ótrúlegustu aðila upp sem Evrópusambandssinna sem eiga slíkt níð engan veginn skilið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.2.2008 kl. 23:25

21 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hjörtur, þið nálgist þetta alltaf sm að vera eða vera ekki. Þú efast um að Kristinn sé Evrópusambandssinni. Það er eins og það hangi hellingur af eðliseiginleikum og viðhorfum við slíkar persónur. Síðan eru Sjálfstæðismenn sem að séu allt öðru vísi persónur. Eru allir þeir sem að hlynntir EES samningnum ekki Evrópusambandssinnar? Þeir eru að eða vilja nýta það frelsi og tækifæri sem að sá samningur gefur innan ESB.

Ef þetta væri svona svart hvítt eins og þú vilt vera láta þá ættu Sjálfstæðismenn að krefjast þess að segja EES samningnum upp. Enda voru þeir mjög á móti honum og skiptu um skoðun. Tel líklegt að slíkt að það geti gerst á næstu misserum að málsmetnadi menn í flokknum komi út úr skápnum hvað þetta varðar. Þú getur ekki annað en viðurkennt t.d. að það hefur aukist mjög þrýstingur í þá átt að skipta út krónunni. Þar hafa menn helst rætt kosti evrunnar.

Tímarnir breytast og mennirnir með. Það eru ekki nema nokkur ár síðan ég var á móti aðild að Evrópusambandinu. Síðan hef ég endurtekið séð innleiddar mikilvægar réttarbætur sem rekja má til löggjafar Evrópusambandsins. Auk hinna mikilvægu möguleika til útrásar og þroska sem sköpuðust með EES samningnum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.2.2008 kl. 00:03

22 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

PS. Minnir að ég hafi séð þig skrifa mikla hrakspá fyrir framtíð evrunnar fyrir allnokkru og taldir hana verða veikan gjaldmiðil í samanburði við dollar. Mér sýnist að þær hrakspár hafi ekki gengið eftir.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.2.2008 kl. 00:08

23 Smámynd: Ingólfur

Ég skildi nú eiginlega orð Jóns Ásgeirs þannig að bæst væri að hoppa í Evrópusambandið vegna þess að bankarnir hafa braskað svo mikið að þeir hafa misst allt traust og þurfi því að borga hátt tryggingargjald sem hann vonast til þess að lækki ef við tökum upp Evruna.

Það er ljóst að hann er klár fjármálakarl og rétt að hlusta á hvað hann hefur að segja. En ég er ekki það auðtrúa að halda að hann hafi hagsmuni almennings að leiðarljósi. 

Ingólfur, 19.2.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband