Lagning stígs fyrir fatlaða

Göngustígur fyrir fatlaða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Sæll Gunnlaugur.

Mér þykir líklegt að um vanþekkingu þína á verklegum framkvæmdum sé um að ræða varðandi þennan stíg.  Ég þarf oft og iðulega að útskýra fyrir leikmönnum hvernig framkvæmdir ganga fyrir sig, hlutirnir líta stundum ekki vel út á framkvæmdastigi en smella svo í lokin þannig að allir eru glimrandi sáttir. Ég held að þú sért einnig að misskilja það að þetta sé stígur sem eingöngu er lagður fyrir fatlaða. Með því að fylgjast með þessu svona úr fjarlægð sýnist mér að þarna hljóti að koma göngustígur með sérstakri hjólreiðabraut. Breiddin gefur það til kynna.
Fatlaðir hafa þar að sjálfsögðu góðan aðgang.

Til að gera hlutina vel og þannig að þeir standist tímans tönn, þá þarf undirvinnan að vera góð, eins og ég hef áður lýst fyrir þér. Þegar nær verklokum dregur tekur við snyrting á verki og lokaútlitið verður ekki alltaf öllum ljóst fyrr en þá.

Ég vona að ég hafi náð að fræða þig lítillega, sveitungi sæll.

Kveðja- Helgi Páls

HP Foss, 19.2.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þakka þér Helgi fyrir þína viðleitni til að fræða mig um eðli framkvæmda. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta á eftir að líta mun betur út að lokum og ég geri mér alveg grein fyrir því að stígurinn á efalítið eftir að nýtast ágætlega fyrir þá sem munu ganga þar, hjóla, ganga um með barnavagna eða fara um í hjólastólum. Málið snýst um hvort nauðsynlegt var að gera svona groddalegan stíg og hvort nauðsynlegt var að leggja hann alveg rétt meðfram Varmá og Álafossi.

Nú langar mig að fræða þig um náttúruvernd og jafnvel suma vini þína í leiðinni. Viðhorf til náttúruverndar hafa einkum mótast af nytjagildi lands annarsvegar og hinsvegar verndargildi lands. Í því samhengi vilja verktakar ná hámarksnýtingu út úr landi með því að margfalda áætlaðan íbúa o.s.frv. Hægri flokkar sem oft eru hallir undir þau viðhorf að maðurinn sé drottnari yfir náttúrunni og hafi fullan rétt til að fullnýta auðlindir jarðar hafa oft lagt áherslur sínar á nytjagildi. Hinsvegar hafa vinstri flokkar oftast lagt meiri áherslur á samfélagsleg gildi og virðingu fyrir fjölbreytileika náttúrunnar og þar með lagt meira vægi á verndargildi lands.

Myndin hér að ofan með trukkinn á barmi Álafoss við göngustígagerð undirstrikar að allar áherslur í uppbyggingu Helgafellslands eru á nytjagildi. Það gengur meira að segja svo langt að malbikið á að flæða út á bakka Varmár. Friðlýsingar og verndun ganga út á að taka frá svæði þar sem ætlast er til að þau séu laus við inngrip mannsins. Þar fái náttúran að mótast á eigin forsendum. Meðfram og upp með Varmá ríkir hverfisvernd í 50 m. Víða annars staðar til dæmis í Reykjavík er miðað við að hverfisvernd nái allt að 100 m frá árbökkum. 

Markmið verndunar eru oft miðuð út frá einhverri yfirvofandi vá. Í Mosfellsbæ var í aðalskipulagi brugðist við hinni miklu nýtingu á landi til húsbygginga með því að halda eftir þessu verndar- og útivistarbelti upp með Varmá. Það var sem sagt ekki farið fram á mikið, sem skildi halda eftir ósnortnu. Á þessu litla belti átti verndargildið að ver meira vegið heldur en nytjagildið, hvort sem það er fyrir fatlaða eða verktaka. Land og lífríki tekið frá fyrir komandi kynslóðir.

Ég man alltaf eftir því sem barn að faðir minn var að leggja vatnsleiðslu í jörð út í fjárhús. Hann gat stundum verið fljótfær framkvæmdamaður. Skurðgrafa hafði grafið fyrir leiðslunni og hann mokaði síðan yfir á Nallanum. Síðan vantaði aðeins meiri mold ofan á sums staðar. Nærtækast var að taka hana úr hólnum og gilinu við bæjarlækinn, sem og hann gerði. Þó sa´rin séu nú að mestu gróin grasi, þá sést að þessi illa ígrundaða farmkvæmd í dagstund breytti ásýnd og sköpunarverki sem verið hafði í mótun í þúsundir ára.

Það er ótrúlegt að nú á dögum þar sem að vélar eru margfalt stórvirkari en Nallinn hans pabba að verktakar fái frelsi til að eyðileggja bæjarlæk og bæjarhól, án nokkurrar umræðu, mats eða kynningar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.2.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband