Hversu hátt hlutfall vill Dag B.?

Skoðanakannanir hafa sýnt að um 70% aðspurða vildi að Dagur B. Eggertsson héldi áfram sem borgarstjóri, en ekki er spurt um stuðning við hann í þessari könnun. Hún sýnir hinsvegar tæplega 50% fylgi við Samfylkinguna og mikilvægt að halda þessu svona fram yfir kosningar. VG og Samfylking ættu vel að geta haldið þannig á spilunum að tveggja flokka meirihluti þeirra væri traustur.
mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er stórundarlegt að það virðist vera nákvæmlega sama hvað Sjálftökuflokkurinn gegir, fólkið sem kaus hann síðast gerir það aftur næst. Vissuði að 25% þeirra sem kjósa Sjálftökuflokkinn eru verkafólk og 33% sjómenn? Já talandi um að skjóta sig í fótinn. Ég kaus einu sinni þennann spillta flokk Sjálftökuflokkinn eins og ég kalla Sjálfstæðisflokkinn, en í dag myndi ég frekar láta slíta af mér handlegginn frekar en að setja x við óheiðarleika.

Valsól (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 08:39

2 identicon

Þið eruð nú meiri helv. kommarnir. Viti þið hvað er gert við svona fólk eins og ykkur td. í Berlín af fólkinu sem hafa fengið að kenna á "blíðri" hönd kommúnistans á eigin skinni?

pétur (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 15:22

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Pétur, var Hitler nokkuð þín fyrirmynd? Það er ekki hægt að bjóða upp á svona umræðu. Ég hef engin tengsl við Berlín.

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.2.2008 kl. 16:05

4 identicon

Djúpur Gunnlaugur........eru þetta einu rökin sem þú hefur? Af hverju ætti hann að vera mín fyrirmynd Gunnlaugur. Hvað er það sem tengir mig og Hitler saman fyrir utan að ég minntist á Berlín, sem er augljósasti staður á jarðríki þar sem hið ílla mætti hinu góða....þar sem illmennska komunista kom berlegast í ljós. Og þú og fleiri eru að dásama vinstri öflin.... Hitler var aldrei hægri maður...eða hélstu það?

Pétur (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Satt best að segja er það jafn barnalegt hjá þér að spyrða mig, Samfylkinguna eða einhverja aðra við kommúnisma eins og að tengja þig við nasisma. Ég var að spegla þitt viðhorf með minni athugasemd. Held að við ættum ekki að halda lengra með þetta. Frábært fyrir þig ef þú hefur fundið þinn rétta vettvang. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.2.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband