Perónuleikapróf

Persónuleikapróf

Eftirfarandi fimm spurningar hjálpa þér til að staðsetja þig á persónuleikavíddinni náttúruverndarsinni - umhverfisníðingur. Notað er dæmi úr Mosfellsbæ í þessu prófi og er þátttakandi beðin að svara af bestu samvisku, í einrúmi þar sem að hann verður ekki fyrir neinni truflun. Farið eftir fyrstu tilfinningu því hún er oftast rétt, en ekki hver sé hvar í pólitík eða öðrum ótengdum breytum. Gangi ykkur vel. Skráið svarið í reit sem nefnist ATHUGASEMDIR á síðunni..

1. Ég vil leggja stíg meðfram Varmá eins langt frá bökkum hennar og mögulegt er úr náttúruefnum og að hann lagi sig að landslaginu.

2. Ég vil leggja um meters breiðan malbikaðan stíg eins langt frá bökkum hennar og kostur er og að hann lagi sig að landslaginu.

3. Ég vil leggja þriggja metra breiðan malbikaðan stíg meðfram ánni sem er eins langt frá bökkum hennar og kostur er og lagar sig að landslagi.

4. Ég vil leggja þriggja metra breiðan malbikaðan stíg meðfram ánni og hann má liggja eins nálægt ánni og hentar til að hámarka fjölda lóða, en að hann lagi sig að landinu.

5. Ég vil leggja þriggja metra malbikaðan stíg meðfram ánni og tekið er tillit til óska verktakans um að hafa stíginn eins nálægt og þeim hentar, ásamt því að fullur skilningur sé á því að þeir sem um hann fari verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna hæðarmunar og því sé eðlilegt að grjótfylling allt að fjórum metrum að hæð sé sett inn á þetta útivistr- og verndarbelti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ennfremur vil ég virkja Varmá

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Flott Hrönn! Nýtingarhyggjan á þessu útivistar- og verndarsvæði gæti endað með virkjun.  Mbk. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.2.2008 kl. 11:03

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta er auðvitað algerlega hluglægt próf

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta átti vitanlega að vera "hlutlægt" ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 13:10

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hjörtur, þú staðsetur þig ekki á víddinni náttúruverndarsinni - umhverfisníðingur!

Koma svo  !

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.2.2008 kl. 13:54

6 identicon

Ég vel kost númer 4

Gulli (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 15:53

7 identicon

Það er engin glóra að leggja stíg langt frá bökkum árinnar.  Þá er eins hægt að sleppa honum.   Stígurinn hlýtur að eiga að gegna því hlutverki að upplifun þeirra sem stíginn nota verði sem mest.  Eins m. breiður stígur fellur ekki vel inní þennan skala.  1 m stígar eru notaðir í einkagörðum, mjög erfitt að mæta fólki á svo mjóum stígum.   Malbik er náttúrulegt efni og gæti því hentað vel, stígurinn verður hjólastólavænn og eins gætu þeir sem ferðast um á línuskautum eða á reiðhjólum notað stíginn. Hvað þýðir "að laga sig að landinu"?  Þetta er innihaldslaust orð það er misjafn hvað fólki finnst um góða aðlögun.    Hvar eiga menn að nálgast náttúrefni til að nota í stíga?  Eigum við þá að fórna einhverju öðru náttúrsvæði til að nota í þetta??  Mér finnst allar tillögurnar eiginlega jafnslæmar, er þó hlynnt stígagerð almennt um náttúrusvæði.  Af hverju er 4 tillagan skv. ósk verktakans?  Skil það ekki alveg.

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:35

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég held að allir sjái að sú útfærsla sem nú er verið að framkvæma tekur ekki mikið tillit til þeirrar hugsunar að verndun eigi að vera ríkjandi þema upp með Varmá. Tilgangur minn með því að sýna fram á þessa möguleika var að benda á á að það er hægt að ganga misjafnlega langt fram í þessum efnum. Fyrir mér liggur það ljóst fyrir að verði þetta niðurstaðan þar sem groddalegasta útfærslan er valin að þá sé búið að eyðileggja alla hugsun um að náttúran þarna fái að njóta sín á eigin forsendum, búið að eyðileggja alla hverfisvernd og því eðlilegt að aflétta henni, malbika bara sem mest, grafa og tæta hver sem betur getur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2008 kl. 16:19

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Berglind, það er sjálfgefið að það yrði aldrei langt frá því það er tiltölulega stutt í húsin. Meðfram húsunum hefði sjálfsagt verið hægt að biggja upp einhverja slíka braut, en sýna landinu meðfram ánni virðingu með smekklegum stíg sem fellur vel inn í landið eins og hinum megin.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2008 kl. 17:00

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

...byggja upp...

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2008 kl. 17:01

11 identicon

Það er eitt atriði sem mér finnst alveg vanta í þessa umræðu, burt séð frá þeim einfalda veruleika að þetta svæði er skilgreint verndarsvæði.... en það er sú staðreynd að með þessum breiða akvegi við ána er verið að beina  reiðhjólum, línuskautum og öðrum hjólafaratækjum mjög nálægt ánni.

Allir þeir sem hafa búið í nálægð við Varmá vita að í leysingum og vatnsveðrum þá breytist þessi annars saklausa spræna í beljandi fljót með gríðarlegum fallkrafti og eins og nú síðast um áramótin var áin við að fljóta yfir bakka sína með miklum krafti.

Það er og verður ávallt hætta af Varmánni í ham en það gefur augaleið að brautin mun laða að börnin í leik og fjöri þar sem hlutirnir gerast hratt.... það er ekkert vit þó ekki væri nema af þessari áhættu að hafa brautina svona nálægt ánni eins og raun ber vitni.

En til hvers að vera að vernda svæði ef ekki er farið eftir því .... er það ekki bara einn stór brandari ?

Óli í Hvarfi

Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:26

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ágæt ábending Ólafur. Þar að auki mun það gerast þegar regnvatnið streymir ekki lengur í gegnum moldarpúða, þá mun vatnshæð árinnar sveiflast mun hraðar og meira. Held að það sé ekki endanlega ákveðið hvernig ofanvatn verður meðhöndlað. Á tímabili var verið að tala um tjarnir en horfið var frá því.

               Mbk,

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband