Málefnasamningurinn skilar ekki trúverðugleika

Fyrir nokkrum vikum höfðum við borgarstjórn og borgarstjóra sem nutu afgerandi stuðnings hjá meirihluta kjósenda. Síðan tókst Villa með klækjum að brjóta upp veikasta hlekkinn. Okkur var sagt að nú væri komin borgarstjórn með skýran málefnasamning og myndi láta verkin tala. Atriði númer eitt á listanum var áframhaldandi vera flugvallar í Vatnsmýri. Erfitt hefur þó reynst að selja þá hugmynd ekkki síst vegna þess að mun meiri áhugi er á skipulagstillögum að byggð á svæðinu.

Ástandið er skondið í borginni, menn eru að bíða af sér veru Ólafs F. í borgarstjórastólnum sem að er þar án umboðs eða baklands. Síðan segir í handritinu að borgarstjórnin eigi að lúta forystu Sjálfstæðisflokksins. En sá flokkur er forystulaus í borginni og þar á eftir að fara fram erfitt uppgjör um borgarstjóraefni flokksins. Skipið rekur stjórnlaust og er rúið trausti. Dagur og Svandís eiga að geta spilað þannig úr spilum að öruggt sé að sterk tveggja flokka félagsleg stjórn verði mynduð.

Sjálfstæðisflokkurinn er að ganga í gegnum mesta niðurlægingarskeið í sögu hans tengdri borgarstjórn Reykjavíkur.


mbl.is Aðeins 9% treysta borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég myndi nú ekki segja að ástandið væri skondið....þetta er hrein hörmung

Hólmdís Hjartardóttir, 1.3.2008 kl. 01:27

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

það eru kosningar eftir rúm 2.ár og þá kemur í ljós hvort þessi meirhluti haldi velli eða íslenski kommúnistaflokkurinn og sf nái hreinum meirihluta sem ég reyndar efa.
það er mikilvægt að ekki verði frekari breytingar í borgarmálum og reykviíkingar eiga það skylið að þessi meirihluti starfi út kjörtímabilið.

Óðinn Þórisson, 1.3.2008 kl. 09:55

3 identicon

Eini ljósi punkturinn á þessari dellu í borgarstjórn er að því lengur sem þetta ástand varir því meira tapar Sjálfgræðisflokkurinn - og er þar með ólíklegri til að komast aftur til valda eftir næstu kosningar.

Gefum þeim endilega frið til að eyðileggja meira fyrir sjálfum sér

Helga (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband