Íslenskur landbúnaður

 Kornrækt

Á Búnaðarþingi minnti forsetinn okkur á að við verðum að hafa það hugfast að vera sjálfum okkur næg sem þjóð á eylandi í matvælaframleiðslu. Það er mikilvægt að viðhalda öflugri fagvitund og verkmenningu sem tengist landbúnaði. Þetta er verðugur útgangspunktur nú þegar ljóst er að framundan er aukið frelsi á innflutningi matvæla.

Þó skilningur eigi að ríkja í landinu á mikilvægi matvælaiðnaðar, þá verður að gera þá kröfu til landbúnaðar að þar ríki hagsýni, metnaður, frumkvæði og sköpun. Almennt eru gallar kvótakerfis fólgnir í mikilli miðstýringu og það virkar lamandi á rekstrarlega hagræðingu og gerjun. Erfitt fyrir nýliðun í stétt bænda. Það gerir engum gott að borga styrki til framleiðslu á vöru sem að ekki selst.

Eðlilegast er að borga búsetutengda þróunarstyrki til að ná því markmiði að halda landinu í byggð, frekar en tengja slíkan stuðning eingöngu við framleiðslu. Spennandi er að sjá aukinn áhuga á að bú geti framleitt og selt afurðir sínar beint til neytenda. Það opnar á farveg fyrir aukna fjölbreyni og vöruþróun. Slíkt mun gefa af sér nýja verkmenningu, ríkulegra mannlíf til sveita og styðja við ferðaþjónustu.

Á þeim hundruðum ferða sem ég hef farið um Suðurland á leiðinni austur í Lón þá hefur mér alltaf þótt gaman að horfa í átt til Þorvaldseyrar undir Eyjafjöllum. Glæsilegt bæjarstæði og umhverfi með myndarlegum búskap, kornrækt og virkjun. Ég þekki ekki ábúendur, en finnst að starf þeirra geti verið öðrum fyrirmynd að glæsileika og frumkvöðlastarfi í landbúnaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Frábær pistill hjá þér.

Halla Rut , 5.3.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Í 24 stundum kemur fram að "bændur vilja halda tollum". Ég held að framhjá því verði ekki komist að leggja af verndartolla. Neytendur eiga kröfu á ódýrari matvælum, en ég held að það verði vilji til að kaupa íslenskt þó það sé dýrara. Bændur þurfa að tileinka sér breytt viðhorf - að þeir séu að búa til vöru til að selja fólkinu í landinu en ekki ríkinu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.3.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband