Ríkastir og fátækastir, hamingjusamastir og þunglyndastir

 

Vinnufíkill2

Íslendingar vinna allra þjóða mest. Haft var eftir Pétri Gunnarssyni að Frakkar vilji hafa stuttan vinnudag til að hafa sem mestan tíma til að njóta lífsins. Íslendingar geti hinsvegar ekki leyft sér að njóta lífsins af því að það gefst ekki tími frá vinnunni. Á endanum er þetta spurning um hugarástand og hvers virði öll þessi efnislegu gæði eru sem við söfnum að okkur. Allar jólaseríurnar, stóru jepparnir, tölvurnar, flatskjáirnir, hestakerrurnar, fermetrarnir....

Eitt er víst að lítið svigrúm er hjá landsmönnum að bæta á sig vinnustundum. Það er í aðra röndina fyndið að skynja þá hröðu niðursveiflu sem að er að eiga sér stað núna frá áramótum. Við sem vorum að kaupa upp Danmörku fyrir nokkrum mánuðum og fjárfestarnir flugu jafnt austur og vestur í einkaþotunum. Þó það þrengist að á flestum sviðum þá eru skuldir heimilana alvarlegasta vandamálið. Þar þarf að finna bestu leiðir. Til dæmis verður ríkið að gefa eftir hluta af álagningu á eldsneyti.


mbl.is Íslendingar skulda mest í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband